Dvöl - 01.10.1916, Síða 3

Dvöl - 01.10.1916, Síða 3
D V 0 L. 39 leitur, hafði Hyde keypt í Lýan veturinn áður. Katrin vatt bögglinum við á alla vega og virti hann grandgæíilega fyrir sér. Freistingin að sjá dýrindið sem í honum var varð æ sterkari og sterkari. Því þetta var sá hlutur sem maðurinn hennar hafði engum lofað að sjá nema sjálfum sér. Hver svo sem helzt opinberun var í hon- um — stór eða lítil, þá var hún sönn. Kvalin af efa og örvinglun, fann hún svo sterka löng- un hjá sér til að sjá hvað hann hafði að geyma, og svo þegar hún væri þess vís orðin, skyldi hún haga sér því samkvæmt. »Ef i þessum böggli eru einhverjar bindandi ástargjafir frá lady Suffolk, þá fer eg ekki; þá skal ekkert fá mig til að fara. En sé ekkert orð í honum um hana, engin menjagripur frá henni eða til henn- ar; og ef natn hennar stendur þar ekki eða bréf frá henni, — þá skal eg vitja þess er mitt er. »Nýrri ást, ást sem ekki er ársgömul, ætti eg sannarlega að geta rutt af veginum. Eg fyrirgef öllum nema fady Suffoik«. Þetta var áselningur Katrínar þegar hún í snatri braut innsiglið. Fyrsta brjefið sem valt út úr bögglinum skefldi hana, það var hálf örk sem hún hafðitekið úrhendi Brams bróður síns og á því stóð nafn hans. Á hana hafði hún skrifað hinar fáu fyrstu linur, eftir að hún hafði fengið rétt til að skrifa sig »Katrínu Hydea.' Það var því í raun og veru fyrsta bréfið sem hún hafði skrifað sem gift kona; og innau i því var hið dýrmæta ástar- merki — gula slaufan. Hún rak upp hljóð er hún félt niður á skattolið; svo tók hún hana upp og kyssti hana, og hélt henni upp við barminn á sér, og hún neri sér í áköfum gleði- og sigurhróss ofsa. Aftur og aftur einblíndi hún á hana, og kallaði fram í huga sínum nóttina sem hún bar hana fyrst í barminum, og handa- tiltektir móður sinnar er hún nældi hana á hana. Hún endurkallaði sigurhróssbros föður síns, þegar hann horfði á hana. Eftirmiðdag þann, er hún stóð hjá Jóhönnu systur sinni inni í aldingarðinum niður við árbakkann, og hún sá elskhuga sinn bera hana í barminum. Hún mintist þess sem hún hafði heyrt um bólm- gönguna — hið voðalega einvígi, og þann ásetn- ing heimamanns Semples, að taka slaufuna af brjósti elskhuga síns, og sem faðir hennar kom svo göfugmannlega í veg fyrir. Þessi borði átti sér óvanalega sögu, og samt var hún í þann veginn að gleyma henni. Það var maðurinn hennar sem hafði geymt hana á meðal sinna langdýrmætustu hluta. Slaufan hélt ennþá tölu- verðu af sínum upprunalegu fögru litum, en hún var öll ötuð af storknu blóði. Ekkert hefði Hyde getað gert eða sagt, sem hefði verið jafn öílugt að tala máli hans. »Eg ætla«, sagði hún, »að gefa honum hana aftur með mínum eigin höndum — enn þá einu sinni skal eg gefa honum hana. Ó, Rick- ard, elskan min, maðurinn minnl Nú skal eg flýta mér að finna þig«! Með einlægum hestaskiftum við hvert pósthús, náði hún til Lundúnaborgar næstu nótt. Þreytt og hrædd keyrði hún strax til riddaraliðs-bygg- ingarinnar þar sem Hyde lá sjúkur. Þar sat hermaður fyrir utan herbergisdyrnar, en særði maðurinn var einsamall þegar Katrín kom inn. Hún rendi augunum yfir hið bera þægindalausa herbergi, sem lítilfjörlegt kertaljós upplýsti. Þar inni hvíldi Hyde kvalin af hitasótt, hann leit upp og hrópaði: »Katrín!« með röddu eins veikri og væri hann harmþrungið barn. »Eg kem hingað til þín elskan min«. »Eg verðskulda það ekki. Eg hefi verið svo vondur, og þú mín saklausa góða kona«. »Heyrðu nú, elsku maðurinn minn hvað egsegi. Eg hefi ekki haft að berjast við neinar tálsnör- ur, en þú þar á móti hefir orðið að lifa innan- um þær allra verstu. Hversu auðvelt var þá ekki fyrir þig að afvegaleiðastk »Ó, hvað þú ert elskuleg, Ivatrín, og elskar mig heitt!« »f*að þekkir guð bezt, elskan min!« »Og þú ætlar þér þá ekki að yfirgefa mig fyr- ir þetta glappaskot?« Hún tók þá úr barmi sinum st. Nikulásar slaufuna og sagði: »Eg gef þér hana aftur. I fyrsta sinni elskaði eg þig; nú ertu maðurinn minn, og eg elska þig nú tíuþúsund sinnum heitara. Þegar eg hlaðaði í pappírnum fann eg slaufuna. Og hún sagði mér svo mikið um trygð þína og ást — hún bað svo innilega fyrir þér. Alt sem hún bað um þér til handa, það veiti eg þér. Alt sem þú hefir brotið á móti mér það er þér fyrirgefið«. Og þau spentu bæði greipum sínum utan um slauífuna — þennan snepil at gulum silkiborða sem hafði verið orsök til allrar hamingju þeirra. »Þessi slaufa lofar þér öllum hlutum sem eg get veitt þér, elskan mín«. Hvísl- aði Katrín að honum. »Elsku konan mín, þú hefir gefið mér lífið aftur. Svona er hamingja Rickarðs Hydes mikil!« Það var einn heitan eftirmiðdag í ágústmán- uði, og aldingarðurinn á Hyde-herragarðinum angaði af sætri ilman hornanna á milli, ávext- irnir voru farnir að þroskast, ribsberjarunnarnir stóðu í blóma, plummur og íleiri aldini sömu- leiðis. Hyde sat við opin glugga, og andaði að sér hinu hreina hressandi lofti, sem bætti svo mjög heilsu hans, Hann var fölur og magur eftir sín löngu veikindi; en það skein bæði umhugsun og ákvörðun út úr andlit hans. og hann hafði sýnilega varpað af sér sorg þeirri er af veikind- um lians flaut. Er hann sat þannig, kom þjónn til hans og sagði honum eitthvað sem kom hon- um til að líta til dyranna með glaðri eftirvænt- ingu; og um leið, gekk maður inn til hans á að geta um sextugt, — fallegur og tignarlegur mað- ur, sem var svo einkennilega líkur Rickarð Hyde, eins líkur og elskandi bræður eru stund- um líkir hvor öðrum. »Nei, Yilhjálmur!« vertu velkominn heim! Eg er svo hjartanlega glaður yfir að sjá þig!«.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.