Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1934, Qupperneq 3

Iðnneminn - 01.04.1934, Qupperneq 3
IBMiXMlNX Iðnnám og at TÍnimley sí. Það virðist nú orðin óskráð en fast framfylgt regla, að at- vinnurekendur segja nemend- um sínum upp sama daginn og þeir hafa lokið námi, nema ef vera skyldi, að það gleymd- ist í I eða 2 daga. Það hafa fjölda margir nemendur lokið námi núna í vor og ganga þeir nú flestir atvinnulausir. Þetta er svo alvarlegt ástand, að við getum elcki látið þetta viðgang- ast lengur. Það er mjög alvar- legt, þegar unglingar eru búnir að eyða 4 bestu árum æfinnar í að »nema« einhverja iðn fyrir svo svívirðileg kjör, að vart þekkist verra og fjöldi nem- enda ber stóra skuld að loknu námi, þá skuli ekkert annað bíða þeirra en atvinnuleysið. Sú besta leið, sem við getum íárið í þessu máli er, að fá kjör iðnnema bætt að miklum mun, því þá vinnst tvennt. Fyrst það, að afkoma nemand- ans er betri yfir námstímann og í öðru lagi, að þá munu at- vinnurekendur kippa sjálfkrafa að sér hendinni með nemenda- fjölgunina. Þess vegna iðnnem- ar! Berjist sleitulausri baráttu fyrir bættum kjörum iðnnema til þess að sömu örlög bíði ykkar ekki að námi loknu. G. G. Fyrsta gufuskip frá Sovét-lýðveldunum. 1. apríl kom gufuskipið »KIM« til New York. Það er fyrsta gufuskipið, sem siglir til U. S. A. undir fána Sovét-lýð- veldanna. Amerísk blöð hafa ritað margar greinir um þenn- an atburð, þar sem þau gera að umtalsefni, live aðbúð skips- hafnarinnar sé góð og um sam- hug yfirmanna og háseta. Þau segja, að þetta sé gersamlega andstætt því, sem gerist á ame- rískum skipum. Ritstjóri »Eve- ning JournaU segir, að blaða- mennirnir hafi gengið úr skugga um það, er þeir höfðu heim- sótt skipið, að allar þær undra- verðu sögur, sem gengið hafa um Sovét-skipin, eru sannar. Fjöldi ameríski-a sjómanna skoð- uðu skipið og báru því eins- dæma vitnisburð. PFéfin. Nú eru prófin nýafstaðin og munu víst flestir okkar fagna því og ekki síst þeir nemend- ur, sem ljúka við skólann í vor. Á fundi í Málfundafélag- inu nokkru fyrir prófin urðu umræður um prófin í vor og voru allir nemendur á eitt sáttir um það. að það fyrirkomulag, sem verið hefði undanfarið, að prófin stæðu fram á nótt, væri ekki viðunanlegt lengur. Fannst öllum nemendum, að prófin mættu ekki byrja síðar en kl. 3 hvern dag. Var svo ákveðið, að gangast fyrir undirskriftum í skólanum næstu 2 daga og var kosin 5 manna nefnd til að sjá um allar framkvæmdir. Næstu 2 daga voru svo undir- skriftarlistarnir látnir ganga um skólann og skarst varla nokkur nemandi úr leik, sem til náð- ist. Listarnir voru svo látnir ganga til skólastjóra og mun honum ekki hafa litist sem glæsilegast á þann skilning, sem nemendur báru á þetta hagsmunamál sitt, og svaraði hann eitthvað á þá leið, að meistararnir vildu líklega ekki, að prófin byrjuðu fyr en kl. 4, en bersýnilegt var, að ekki 3 treysti hann sér að standa að öllu leyti á móti þessari ein- rórna kröfu nemenda. Svarið koin ekki fyr en próftaflan var fest upp og sáu þá nemendur þann mikla árangur, sem orðið hafði af starfi þeirra, því öll próf áttu að hefjast kl. 4. Þetta er það einasta hags- munamál, sem nemendur hafa komið með í vetur, sem nas- istarnir liafa ekki barist á móti, og sýndi það sig líka glöggt, hversu mikill máttur samtak- anna er og liversu mikið okk- ur gæti orðið ágengt í baráttu okkar fyrir bættum kjörum, ef við stæðum virkilega samein- aðir og létum ekki pólitiskar skoðanir sundra okkur í þeirri baráttu, og einnig verðum við að gera okkur það ljóst, að við erum sá hluti verkalýðsins, sem einna verst er leikinn af auð- valdinu og þess vegna hlýtur baráttan að beinast gegn auð- valdinu sjálfu. Iðnnemar! Athugið vel, hvort leið ykkar liggur heldur með þeim, sem arðræna ykkur, eða hinum arðrændu stéttarbræðr- um ykkar. Silí urli ikariim!! Heyrst hefir, að nasistarnir í skólanum séu að stofna nokk- urskonar styrktarsjóð handa skólastjóra og á að verja hon- um til kaupa á silfurbikar, sem þeir ætla að færa lionum fyrir vel unnið starf!!, þrátt fyrir það að þeir viðurkenna, að skólastjórinn sé alls ekki fær um að standa fyrir skólanum ogsístaföllu færum að kenna þær námsgreinir, sem hann er að burðast við að kenna. Er gjöf þessi sérlega vel valin og hið mesta þarfaþing fyrir skóla- stjóra og mun hann oft minn-

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.