Iðnneminn - 01.06.1954, Page 3
r
.l_Ð-N.N.E_M.LN_N__3
VÉLSMIÐJAN
Þorgeir & Ellert h.f.
Símar 39, 59 og 159 — Akranesi
Önnumst niðursetningu
véla og alls konar
vélaviðgerðir.
Önnumst ennfremur smíði og upp-
setningu smærri og stærri tanka.
TRYGG OG VÖNDUÐ VINNA
LÉTT OG ÞUNGT
Stutta hárið gerir mig miklu ungl-
legri. Eg líkist alls ekki gamalli
konu, er það?
Nei, miklu frekar gömlum manni.
*
\ '"r:
vitni, vegna þess að eftir nokkrar mínútur myndu þeir vera komnir í
harðan bardaga og þeir myndu báðir neyta allra krafta til þess að vinna.
En hann gat ekki séð mikið, því að Sandel, eins og hann sjálfur, var í
buxum og peysu utan yfir keppnisbúningnum. Hann hafði laglegt skap-
festulegt andlit og þykkt hrokkið hár, og sverir hálsvöðvar hans bentu
til ágætrar líkamsbyggingar.
Pronto liinn ungi þrýsti hendur þeirra beggja og yfirgaf því næst
hringinn. Það komu stöðugt fleiri tilboð. Ungu mennirnir héldu áfram að
koma inn í hringinn — óþekkt, en gráðug æska, sem hrópaði til fjöldans
að hvað krafta og leikni stæðu þeir sigurvegaranum ekkert að baki. Fyrir
nokkrum árum, þegar Tom King var upp á sitt bezta og ósigrandi,
myndi honum hafa verið skemmt við þennan undirbúning, en nú sat hann
eins og í álögum, án þess að geta hrisst af sér áhrifin frá þessum æsku-
mönnum. Þessum ungu náungum skaut stöðugt upp meðal atvinnuhnefa-
leikaranna. Þeir komu hlaupandi inn í hringinn og hrópuðu áskoranir
sínar fullum hálsi og stöðugt urðu þeir gömlu að láta í minnipokann fyrir
þeim. Þeir brutust fram til frægðar yfir lík þeirra gömlu. Og þeir héldu
stöðugt áfram að koma, fleiri og fleiri æskumenn — ósveigjanleg og
óstöðvandi æska — skutu öldungum úr vegi, urðu sjálfir gamlir og urðu
sjálfir að láta undan síga meðan hin eilífa æska ruddist látlaust fram á
hæla þeirra — ný smábörn, sem uxu, urðu stór og sterk og veltu þeim
eldri úr sessi, meðan önnur smábörn hrúguðust fram að baki þeirra allt
til enda heims. — Æskan, sem varð að fá vilja sinum framgengt og
myndi aldrei deyja.
King leit yfir í stúku blaðamannanna og kinkaði kolli til Morgan frá
Sportman og Corbelt frá Referce. Svo rctti hann fram hendurnar meðan
aðstoðarmenn hans, Sid Sullivan og Charley Bates, hjálpuðu honum í
hanskana og bundu þá á hann. Einn af aðstoðarmönnum Sandels leit
eftir og athugaði með gagnrýni böndin á hnúum Kings og einn af aðstoð-
armönnum Kings var yfir í horni Sandels og framkvæmdi sams konar
eftirlit. Sandel var hjálpað úr buxunum og um leið og hann stóð upp
var peysan dregin fram yfir höfuð hans. Tom King sem athugaði hann
sá sjálfan líkamsgerfing æskunnar með breytt brjóst, hina sterklegu
líkamsbyggingu og vöðva sem iðuðu undir hvítri silkimjúkri húðinni.
Allur líkaminn ólgaði af lífi og Tom King vissi að þessi líkami hafði
Lögregluþjónninn: Þér segið að
hjólinu yðar hafi verið stolið í gær-
kveldi, — var ljósker á því?
Maðurinn: Nei.
Lögregluþj.: Var bjalla á því?
Maðurinn: Nei.
Lögregluþj.: Þá eigið þér að borga
25 kr. í sekt.
4=
Mesta undrabarn, sem enn þá
hefur þekkst í heiminum, var
Christian Heinrich Heineken. Hann
fæddist í Líibeck 1721 og dó þar
tæpra fimm ára. Tíu mánaða gamall
var hann orðinn altalandi, ekki eins
árs kunni hann merkustu frásagn-
irnar í hinum fimm Mósesbókum;
þrettán mánaða kunni hann allt
Gamlatestamentið. Tveggja og hálfs
árs vissi þetta undrabarn mikið í
veraldarsögu og landafræði og byrj-
aði þá að læra latínu og frönsku og
talaði þær tungur frábærlega vel.
Frægð hans barst víða vegu og árið
1724 fór hann með foreldrum sínum
í heimsókn til Friðriks konungs
fjórða og vakti með þekkingu sinni
hrifningu og undrun hirðarinnar. —
Skömmu síðar dó þetta einkennilega
barn, að líkindum af ofreynslu.
*
Sumir menn hafa einkennilega
miklar mætur á vissum tölum. Einn
í þeirra hópi var þýzki keisarinn
Karl IV. Herafla sínum skipti hann
í 4 flokka. Hann átti 4 hallir og 4
riddarasalir voru í hverri höll. I
hverjum sal voru 4 ofnar, 4 borð,
4 dyr og 4 Ijóshjálmar. Hann borð-
aði 4 sinnum á dag, 4 rétti í einu
og drakk 4 tegundir af víni með
matnum. Föt hans voru í 4 litum
og hann talaði 4 tungumál. Hann
kvæntist 4 sinnum og átti 4 syni og
4 dætur. 4 hvers mánaðar var hann
í bezta skapi. Hann beitti alltaf 4
hestum fyrir vagn sinn, og hann
hafði vonað að hann yrði 4x4x4=
64 ára gamall, en varð ekki nema
63.
*
— Það eru geysilegir peningar,
sem konur eyða í fegurðarsmyrsl á
vorum dögum.
— Já, það er okkar herútbúnaður.
*
Hver orkti þessa vísu:
Du ved ej, hvor jeg længes,
min elskede, efter dig.
Jeg tror jeg vilde hænges,
hvis du blev hængt med mig!
*
Kíkirinn.
Það hefur leikið vafi á því, hver
hafi fundið upp kíkinn. Sumir halda
þvi fram, að hann hafi þegar verið
til í fornöld. En sannleikurinn mun
þó vera sá, að uppfinnandinn sé
hollenski gleraugnasmiðurinn Hans
Lipperskey (dó 1619). En uppgötv-
unin kom ekki að miklu gagni fyrr
en ítalski eðlisfræðingurinn Galileo
Galelei (f. 1564, d. 1642) fékk vitn-
eskju um hana og bjó sjálfur til
kíki. Hann notaði til þess orgelpípu
og setti „linsu“ í báða enda. Fyrsti
kíkirinn hans stækkaði aðeins þrisv-
ar sinnum, en síðar tókst honum að
gera kíki, sem stækkaði þrjátíu sinn-
um. Með hjálp þessa kíkis gerði
hann mikilvægar stjörnufræðilegar
uppgötvanir. Hann sá t. d. fjöllin á
tunglinu, fylgitungl Júpíters, hring-
inn um Satúrnus og margt fleira.
Galelei sannfærðist um það, að
kenning Koperníkusar, að jörðin
snerist um möndul sinn og kringum
sólina, væri rétt. Þetta voru hættu-
legar skoðanir á þeim tímum, er
hann var uppi á. Honum var stefnt
fyrir rannsóknarréttinn og þar lát-
inn á hnjánum éta ofan í sig það,
sem hann hafði sagt um þessa hluti.
En munnmæli segja, að hann hafi
þá hvíslað: „Og samt snýst hún.“
Lausnir á gáuim á 4. síðu.
|t|
fi&tx /
nc ■ "
Hver
er
maðurinn
?
Bifreiðaverkstæði
Akraness h.f.
Sími 102 — Akranesi
BIFREIÐAVIÐGERÐIR
BIFREIÐASPRAUTUN
BIFREIÐASMURNING
Verzlum með bifreiða-
varahluta
Fiskiver h.f.
Akranesi
SELJUM í heildsölu og smásölu:
frosinn og sallaðan fisk, hrogn, síld o.fl.
KAUPUM nýjan fisk, hrogn og
síld til frystingar og söltunar
SIMAR:
Skrifstofan 124 & 324
Frystihúsið 99
Vélamenn 377