Ljósberinn


Ljósberinn - 07.01.1928, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 07.01.1928, Blaðsíða 6
4 LJGSBERINN á meðan skipið seig liægt og luegt að hafnarbakkanum, þá var pó auðséð á yíirbragðinu, að nú var öllum glatt í geði, ekki sízt þeim, sem voru búnir að koma auga á vini sína eða ættingja í mannþyrpiugunni, er beið komu þeirra í landi. Ung stúlka stóð við borðstokkinn ein síns liðs. Hún var fremur smá vexti, ljós að yiirlitum, og lýstu rjóðar, sæl- legar kinnar heilbrigði og æsku, blá augu báru vott um greind og góðleik, en pau sögðu engu síður frá pví, að eigandinn mundi eiga bæði einbeittan vilja og áræði. Gráleitur regnfrakki féll pétt að grönnu mitti, pykkar hárfléttur, sem var brugð- ið undÍL' skotthúfu, lágu ofan á bakið. Stúlkan hélt á ferðatösku, og liorfði með gaumgæfni á land. Par var mikill mannfjöldi saman kominn, og virtist hún hafa ásett sér aö athuga vel livert einstakt andlit í hópnum, pví hún stóð grafkyr og rendi skarplegum aug- um yfir mannpyrpinguna, par sem vinir voru að hittast, heilsast ástúðlega og hverfa svo hlæjandi og masandi út úr mannprönginni. Samferðafólkið tíndist smám saman burt af skipinu, og hún varð einsömul eftir; en hún virtist ekki taka sér pað neitt nærri, né heldur furða sig á pví, að stúlka, sem varð henni samferða alla leið, og liafði lofað að taka hana með sér í iand, lét ekki sjá sig. »IIún hlýt- ur að koma!« liugsaöi lnin með sér og liélt áfram aö horfa í land, sein vissu- lega var nýtt land í hennar augum. Aldrei hafði hún séð svona margt fólk saman komið, og henni fanst rnikið til um húsafjöldann. Mundi hún nokkurn tíma rata um allar pessar göt-ur? Og hvernig mundi hún kunna við sig í skarkalanum iiérna? Fámennið í sveitakyrðinni heima kom í liuga liennar ósegjanlega laðandi, og henni fanst ailra snöggvast að hún liefði borist lir blæjalogni út á stormsollinn sæ, par sem öldurnar æddu með gný og gauragangi. Og hún varð svo undur smá og svo óttalega einmana, eins og útlendingur, sem enginn kannaðist við. Viðkvæmur svipur kom í bláu augun, pað vottaði ineira að segja fyrir tárum í peim, en pó herti hún upp hugann og hratt brott heimpránni, sem var í pann veginn að yfirbuga liana. »llvað ætli hún mamma segöi, ef að hún sæi mig núna?« liugsaði hún með sér og lá við að brosa. »Skyldi hún trúa pví, að eg horfði á Reykjavík með tárvotum augum, eins og mig langaði til pess að fara!« Flest ungmenni munu kannast við út- prána, liið óþekta, sciðandi afi, sem stefn- ir hug og vilja upp og út fyrir livers- dagslífið, pegar vængjapytur farfuglanna, hinna hraðfleygu vorboöa, sein koma óravegu af ókunnum ströudum, kennir ungum hjörtum að liefja flugið, en vonar- blys æskunnar brenna svo skært og varpa fögrum ljóma á framtíðina. — Anna kyntist útpránni þegar rauð- leitur morgunbjarminn lyfti undir barns- legar vonir liennar og kvöldgeislarnir fiuttu henni friðarkveðju Guðs, pá var heimurinn svo fagur — sólroðin fjöllin, fögur blómin, blátærir lækir og logn á sæ, — fegurðin tók sér bólfestu við hjartarætur barnsins, hún varð eins og uppsprettulind, sem döggvar laufln, svo að pau skrælna ekki. En nú stóð Anna einsömul við borð- stokkinn og virti fyrir sér forugar götur höfuðstaðarins, ásamt húsapyrpingu, sem var pví nær hulin dökkleitum mekki. Andvarinn bar engan viðarilm að vitum hennar, og skarkalinn mintiekki á fugla- kvakið í móunum lieiina. Önnu fór að gruna, að heimurinn, sem hér birtist

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.