Ljósberinn


Ljósberinn - 03.11.1928, Síða 4

Ljósberinn - 03.11.1928, Síða 4
340 L J 0 S B'E KIN N t'"~ M$» ífr' hlusta A skraf fieirra og gleðst með þeim, en vona með sjálfri mér, að þær fái að koma til mín aftur með haustinu Lóan söng í móunum, svanir syntu á tjörnunum, lækirnir kváðu í lautunum og blómin lifnuðu á grundunum, — blessað vorið var komiö. Pað lætur svo margar vonir rætast, sem hafa lifað af skammdegismyrkur og vetrarhörkur. — Börnin lihiþu inn til mömrrm sinnar og sýndu henni fyrstu sóleyjuna, og sögðu henni, að nú væri lóan komin, þau höfðu heyrt til hennar, húfi söng dírrí-dírrí, alveg eins og í fyrra. Og mamma kysti á kollinn eða vangann og sagði bros- andi: »Blessuð börn, veri hún ætið vel- komin!« Endir. r Heimski Oli. Þegar komið var inn í Suðurhafið byrjaði hvalaveiðin, fengu þeir svo mik- inn afla, aö um leið og farið var fram hjá Félagseyjum til að komast inn í Kyrrahaíiö uröu þeir að setja þar nokkra nrenn í land til að bræða spikið er þeir höfðu meðferðis. Öli var frá sjer numinn af öllu því er fyrir bar. Peir höfðu kom- ist svo langt suður á bóginn að þeir sáu stórar fylkingar af stórum ísbjörgum og eina nótt voru þeir nærri inni klemd- ir á milli þeirra, en um morguninn er birta tók voru tveir ísjakar stjórborðs- megin við skipið, háir sem fjöll, Parna lágu þeir og vögguðu til og frá, og stundum »hneigðu« þeir sig svo djúpt að helzt leit út fyrir að þeir mundu falla á skipið. Að síðustu steyptist ann- ar þeirra kollhnýs, en af því myndaðist svo mikill öldugangur að hvalfangarinn byltist til á allar hliðar, og stakk bug- spjótinu á kaf í sjóina. ÖIi fjekk einnig leyfi til að vera með í bátunum við hval- veiðina, og einn dag er þeir voru að elta stóran hval, fékk hann að skjóta skutlinum, með vissri og öflugri hendi beint í hrygginn á honum. Hann stakk sér aftur í djúpið og dró bátinrr meö ógurlegum hraða uns hann kom aftur upp en þá voru kraftar hans þrotnir. Gusur af vatni og blóði þeyttust há.tt í loft upp, nokkur slög með sporðinum, váít síðan á hliðina og var dauður. Eftir 17 mánuði var ski]»ið frrll fermt og sigldi nú til baka um Kap Horn inn til Rio de Janeiro til að taka vatn og vist- ir. Par lá stór freygáta frá Nýju Jórvík, skipstjórinn hét Balkan og var norskur. Hann var nú spurður hvort hann vissi nokkuð um foreldra Óla. Hið eina, sem hann gat sagt um það var að briggskip- ið Bergen sigldi inn á höfnina urn leið og liann fór út. Hann hafði kallað til þeirra um borð og spurt hvernig ferðin hefði gengið og honum var svaraö að öllum liði vel. Hatnmer sá að öla leiö ekki vel er spurt var urn foreldra lians, liann bæði heyrði það og sá, og hann vissi að drengurinn þráði að finna móður sína. Og þar sern Harnmer gjarnan vildi gleðja Óla spurði hann hvort hann lang- aði ekki til að fara með Balkan skip- stjóra til Nýju-Jórvíkur. Öla var sár- nauðugt að skilja við Haramer, því hann elskaði hann, já jafnvel meir en hann nokkurntíma hafði elskað sinn eigin föð- ur, en hans innilega löngun til móður- innar reið baggamuninn og svo lofaði Balkan skipstjóri [>ví, að honum skyldi liða vel. öli fór því utn borð í skipið Washington eftir að hafa kvatt alla sína félaga er voru mjög óánægðir yfir aö hann skyldi fara frá þeim. Matsveinninn var sá eini er gladdist yfir brottför hans, en það voru margir

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.