Ljósberinn


Ljósberinn - 01.02.1937, Qupperneq 4

Ljósberinn - 01.02.1937, Qupperneq 4
tíóSBERINN Drottinn er vor dómari. Drottinn er vor dómari, Drottinn er vor löggjafi, Drottinn er vor konungur, hann mun frelsa oss. Jes. 33, 22. Drottinn minn og Guð minn. Jóh. 20, 28. Svona frelsar Drottinn syndara. Fyrst verður hann að verða dómari þinn, sá, sem rekur réttar þíns við andstæð- ing þinn, djöfulinn, ákæranda þinn. Þetta verður þegar Guð getur sýknað þig sakir blóðs Jesú Krists, með því að þú iðrist og trúir. Þegar syndar- inn titraði fyrir hinum heilaga dóm- ara, og þegar þér gafst djörfung til að trúa því, að það væri sami dómarinn, sem sætti heiminn við sig, sannreynd' ir þú þá fyrirgefningu, sem Guð veitti þér í skírninni, og varst með því sýkn- aður og réttlættur af trúnni. En þá verður Drottinn að gerast iöggjafi þinn, þá verður vilji hans að vera lögmál lífs þíns; þá verður þú að leita vilja hans af heilum huga í orði hans með bæn. Og loks verður hann að vera kon- ungur þinn, sem þú tilheyrir og jafn- framt þjónar. Beyg kné fyrir honum við hliðina á Tómasi með þessum orðum: »Drott- inn minn og Guð minn«. Amen. »Ég eá hann um miðsumar manndómsins ára, af misgerð cr skalf ég, sem olli mér tára; við dómstól hins heilaga hjarta mitt barðist, af hrolli við dauðann þá lífsþrekið marðist. Þá sá ég það fyrst, hversu sæt var hans náðin, ég sá þá var hneykslið og krossgátan ráðin; þá fyrst lærði hjartað að faðma þá byrði, sem fékk ég hjá Jesú, þeim líknsama hirði.« *••••••Q••••••* D. L. Moody. Brot úr minningum hans. Afturhvarf hins mikla prédikara, D. L. Moody, varð, þegar hann var 17 ára. Telur hann sjálfur, að þessi finnn at- riði liafi sérstaklega stuðlað að aftur- hvarfi hans: 1. Áminningar og fyrirbænir trú- aðrar móður og kristilegt eftirdæmi trúaðrar kennslukonu. 2. Bitur sorg og sársauki, sem móð- ir hans leið við það, að elzti sonur hennar strauk að heiman og lét ekk- ert um sig vita árum saman. 3. Játning gamals manns, sem Moody vann með á akri í Northfield. 4. Trúnaðarloforð, sem Moody gaf móðurbróður sínum, er hann veitti honuin atvinnu. 5. Bein persónuleg áhrif frá sunnu- dagaskólakennara hans. Moody var aðeins 4 ára, þegar faðir hans dó, og sat þá móðir hans eftir með 7 börn í ómegð og sáralítil efni. Og nokkrum vikum eftir fráfall föð- urins, fæddust móðurinni tvíhurar. Hún hafði þá 9 börn að annast og ala upp. En hún vann baki brotnu og bað Guð hjálpar. Og þó að oft væri smátt um, þá lagðist þó allt af svo mik- ið til, að það nægði til fæðis og fata. Elzti sonur hennar var nú 15 ára, og vænti hún að hann yrði stoð henn- ar og styrkur í lífsbaráttunni. En sú von brást hraparlega. Hann strauk að heiman, svo að hún vissi ekkert um hann árum saman — hvort hann var lífs eða liðinn. Sorg móðurinnar út af þessu hafði mikil áhrif á Moody. Hann ákvað með sjálfum sér, að slíka rauu skyldi hann aldrei baka móður sinni. Og seinna varð honum það ljóst, að Framhald á 47. síðu 36

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.