Ljósberinn - 01.03.1942, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 01.03.1942, Blaðsíða 24
Sydimerkurförin 38) J SAGAÍ MYNDUM eftir HENRYKSIENKIEWiCZ Peim miðaði vel áfram. Gleði Stasjo yfir end- urheimtu frelsi þeirra va.nn brátt bug á dapur- legum hugboðum hans frá um nóttina. Hugsun hans snerist níí um, hvernig þeim mætti takast að komast í gegnum þetta land, þar sem sú hætta vofði sífellt yfir þeim, að vera á ný hnept í fjötra af dervishunum. Hvernig gátu þau komist í gegn- um þetta eyðilega land án. þess að þorsti eða: sult- ur gerði út af við þau? Hann ákvað að halda í suður. Þar gátu negrar orðið á vegi þeirra, en Stasjo kaus heldur að mæta þeim en mahdistunum. »Kali, hvað heitir þjóðflokkur þinn?« spurði Stasjo. »Wa-hima«, svaraði negrinn. »Er hann vold- ugur?« »Mjög voldugur, heyir stríð við hina illu Sambuiu«. »Hvar er þorpið þitt?« »Langt, mjög langt. Kali veit ekki hvar«. »Hvað er faðir þinn?« »Konungur yfir Wa-hima«. Stasjo var ögn hreyk- inn af að konungssonur þjónaði honum. »Viltu sjá föður þinn?« »Kali vill sjá mömmu«. »Hvað gerðir þú ef við hitlum Wa-hinia-menn, og hyað gerðu þeir?« »Wa-hima vörpuðu sér fyrir fætur Kali«. »Vísaðu okkur til þeirra og erfðu ríki íöður þíns«. Hann hugsaði líka sem svo-, að Kali og Mea gælu orðið þeim að ljði í viðskiptum við. innfædda. Ekki þurfti annað en að líta á ungu negrastúlkuna lil að sjá, að hún tilheyrði Dinka- eða Shilluk-þjóð- flokkunum, því hún hafði övenjulega mjóa og háa fætur, einkenni þessara tveggja þjóðflokka, sem búa við Níl, og vaða á þurrkatímum út í ána, eins og trönurnar og storkarnir. Kali, sem líktist mest beinagrind vegna meðferðarinnar, sem hamii fékk hjá Gebhr, hafði allt annað sköpulag. Hann var lágur, gildvaxinn og sterklegur. »Kalí vill ekki verða eftir. Kali elskar hinn mikla herra og dóttur mánans«. Stasjo. sneri sér við og sagði glaðlega: »Nel, dóttir mánans. ert þú orðin«. Hann varð allt f einu sorgmæddur, er hon- um varð litið á fölt andlit hennar, sem minnti hann meir á aflurgöngu, en mennskt barn. Negr- inn þagði um stund, en hélt svo áfram: »Kali elsk; ar Bwana Kubwa, því Bwana Kubwa drap ekki Kali, heldur Gebhr, og gefur Kali mikið að éta«. Hann klappaði aér á brjóst og sagði með augsýni legri ánægju: »Mikið kjöt, mikið kjöt!« Frh,-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.