Ljósberinn - 01.07.1947, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.07.1947, Blaðsíða 20
4>y4imevhur1örin 69I J SAGAÍ MYNDUM eftir HENRYKSIENKIEWICZ M’Rua og allir hermenn lians grúfðu andlit sín niður í jörðina, svo að líkamir þeirra mynduðu lif- andi hrú. Enginn þorði að hreyfa sig og þeir fyllt- ust ennþá meiri ótta, þegar King lyfti rana sínum og tók að rymja, meðan Saha fylgdi dæmi hans og lét sinn djúpa hassa heyrast. Þá heyrðist hiðjandi and- varp frá öllum hópnum: „Aka, aka, aka!64 Þannig hélt það áfram, þangað til Kali tók aftur til máls: „Ó, M’Rua, og þið, börn M’Ruas! Þið hafið auðsýnt hinum góða Mzimu lotningu, rísið iiú á fælur og mettið augu ykkar af ásjónu hennar. Því þá mun hinn inikli andi hlessa ykkur. Rekið óttann á hurtu úr hjörtum ykkar, því það skuluð þið vita, að þar, sem hinn góði Mzimu ríkir, má ekki úthella mannsblóði64. Er Kali hafði lýst yfir, að enginn þyrfti að óttast dauðann, þar sem Mzimu væri, risu M’Rua og menn hans á fætur. Þeir litu óttaslegnir og forvitnir á hinn vingjarnlega „guðdóm44. Hvorki þeir né forfeður þeirra höfðu nokk- urntíma séð neitt þessu líkt. Þeir höfðu átt að venj- ast andstyggilegum guðamyndum, útskornum úr tré eða loðnum kókoshnetum, en nú sat þarna fyrir fram- an þá, á fílnum, mildur, hrosandi, lítill „guðdómur44, er líktist hvítu blómi. Ótti þeirra livarf hrátt, og þeir réttu hendurnar móti þessari dásamlegu opinherun. „Ó^ Yancig, Yancig, Yancig!44 hljóinaði í margrödd- uðum kór. En Stasjo tók þá eftir, að negri með topp- húfu úr rottuskinni á höfði, skreið, eftir að Kali hafði lokið máli sínu, eins og slanga í gegnum grasið, á leið að kofa, sem stóð einn sér utan við þorpsgirðinguna. Umhverfis þenna kofa var limgirðing. A meðan rétti „hinn góði Mzimu44 hendur sínar í kveðjuskyni til negranna.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.