Ljósberinn - 01.05.1953, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.05.1953, Blaðsíða 9
ljdsberinn 45 Þeir börðust áfram dauðuppgefnir og þreytt- ir. Það virtist eins og allt hefði gert samsæri gegn þeim. Dag nokkurn varð Flemming fyr- ir höggormsbiti. Höggormurinn lá saman- hringaður innan um visið lauf, og hann steig oviljandi ofan á hann. Hólm sá það og drap hann eldfljótt með digra stafnum sínum. En slysið var orðið, og Flemming stirðnaði upp af hraeðslu og þorði ekki að hreyfa sig. Hann hafði lesið, að mikil hreyfnig örvaði blóðrás- ma, og á þann hátt bærist eitrið út um líf- faerin. — Datt mér ekki í hug! sagði Wenk örviln- aður. — Það lítur út fyrir, að allt ætli að ganga á aftui’fótunum hjá okkur núna. Til allrar hamingju hef ég ennþá litlu lyfjaskrín- °na með móteitrinu gegn höggormsbiti. '— Flýttu þér! stundi Flemming. Hann var alveg grænn í framan. Honum fannst þetta.ganga alltof hægt. En þegar Wenk skipaði honum að leysa niður um sig bux- Urnar, varð honum samt einkennilega innan- krjósts. ~~ Þú átt að fá sprautu, sagði Wenk óþol- uimóður. — Eyddu nú ekki tímanum til ónýtis. — Getur þú ekki sett hana í handlegginn? sPurði Flemming gæfur. En Wenk sagði honum stuttur í spuna, að nu vseri ekki tími til þess að fjasa. Flemming vSrð að sætta sig við þetta og leysa niður um sig buxurnar, svo að Wenk gæti gefið hon- unr sprautu í afturendann. '— Það stendur í leiðarvísinum, að það eigi setja sprautuna þar, vegna þess að það ^ólgni mjög mikið á eftir, sagði Wenk og slePpti fórnardýri sínu. — Til allrar ham- lngju hefi ég nóg móteitur, annars hefðir þú ekki einu sinni verið tveggja súrra sílda virði. Flemming varð einskis var eftir sprautuna begar í stað, en daginn eftir bólgnaði hann uPp, og hann varð að sætta sig við að vera Ufl-kátbroslegur útlits í tvo daga. En engan fangaði til þess að gera gys að honum, og klemming sjálfum fannst þetta ekki vitund gaman. Það var nefnilega mjög sárt, og hann stundi og kveinkaði sér í hvert sinn, er hann gerði einhverja ósjálfráða hreyfingu. Bato hafði haft til að bera framúrskarandi ratvisi, og hann hafði ekki átt erfitt með að finna vatn, en nú, þegar þeir voru orðnir ein- lr> komust þeir fljótt að raun um, að það var ekki jafnauðvelt og áður. Einn daginn fundu þeir aðeins lítinn vatnspytt með slæmu vatni, sem virtist allt annað en freistandi. Það mundi blátt áfram vera hættulegt að drekka það, nema það væri fyrst síað og soðið. Nú liðu margir dagar, áður en þeir fundu vatn til þess að láta á flöskurnar aftur. Wenk var alvarlega hræddur um, hvernig fara mundi. Öll ábyrgð- in hvíldi á honum, og hann fann það á sjálf- um sér, að hann var ekki jafn-sterkur og áður. Þeir hittu heldur ekki menn lengur, sem þeir gætu spurt til vegar, og á svartsýnis- stundum var Wenk hræddur um, að þeir kæm- ust ekki lengra. En hann geymdi það með sér og reyndi í þess stað að telja kjark í hina. Þeir skildu nú, að Bato hafði haft einhverja ákveðna ástæðu til þess að leiða þá afvega, og hann hafði víst yfirgefið þá með ráðnum hug í þessum vatnslitla hluta landsins. Það voru miklar líkur til þess, að þeir færust aí' þorsta og ofþreytu. Horfnir í frumskóginum Morgun einn tóku leiðangursmennirnir sig upp rétt fyrir dögun. Öllum var ljóst, að ástandið var mjög alvarlegt. Meira að segja Ebbi, sem var mjög þrautseigur, fann á sér, að hann varð máttfarnari með hverjum deg- inum. Hann var þurr og bólginn í hálsinum, og augu hans voru innfallin eins og hjá hin- um. Enginn þeirra sagði aukatekið orð. Flemming var fyrir löngu farinn að óska leiðangrinum veg allrar veraldar. Hann hét því með sjálfum sér, að þetta skyldi vera síðasta sinn, sem hann hætti sér út í því- líkt — ef hann kæmist þá nokkurn tíma heilu og höldnu aftur heim til Danmerkur. Um hádegisleytið, þegar hitinn var verstur, gafst hann upp. Hann hné niður eins og tuska, og hinir sáu, að þetta var engin uppgerð hjá honum. — Hvað eigum við að gera? Spurði Wenk örvilnaður. — Okkur hinum er þetta erfitt, en Flemming getur ekki meira. Einn okkar verður að vera hérna hjá honum, svo verðum við hinir að reyna að finna vatn einhvers staðar. Flemming sjálfur sagði ekki eitt orð. Hann lá með lokuð augun og var hálf-meðvitundar- laus. Hann hafði áður verið meira en sælleg-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.