Ljósberinn


Ljósberinn - 26.03.1927, Page 3

Ljósberinn - 26.03.1927, Page 3
LJÓSBERINIT 99 Frh. Stúlka kom inn í dyrnar og sagði að kaffið væri tilbúið, var þá gengið yfir í borðstofuna, sem var rúmgóð með mörg- um stórum gluggum, sem sólin skein glatt inn um og glitruðu geislar hennar á fallegum borðbúnaði á mjallhvítri borð- ábreiðunni, sem var alsett ýmiskonar gómsætu kaffibrauði og öðru sælgæti. »Rósa situr hjá mér«, sagði frúin og dró stólinn, sem Rósa var sezt í, nær sér. Rósa leit hornauga til önnu systur sinnar, og þóttist Anna sjá, að fremur hefði hún kosið annað sæti. Frúin batt hvítan jrentudúk um hálsinn á henni, »svo að þú hellir ekki ofan á þig«, sagði hún. »Rósa litla á að vera ósköp »pen« stúlka«. Anna var ekki Iiárviss í hvað það þýddi að vera »pen« stúlka, þó hana grunaði það, þessvegna varð henni í í meira lagi bylt við, þegar Rósa litla varð fyrir því óhappi að vclta um koll bollanum sínum, sem var barmafullur af súkkulaði, og fékk nú hvíta borðábreið- an dökkleita skellu. Rósa litla fór að gráta, og frúin sagði fremur alvarleg: »Petta var nú ljóta skyssan, Rósa litla! Rósa verður að vera aðgætin — og helli ekki niður. Pað er ekki »pent«. En nú skulum við fá nýtt í bollann og breiða ofan á blettinn«. Rósa þerraði af sér tárin, en gerði fremur lítil skil fullum brauðdiski, sem frúin setti hjá henni, og þótti Rósu litlu þó- sætabrauð' verulega gott, en lystin var horfin, ekki einungis hjá Rósu litlu, heldur einnig hjá önnu, sem hafði tekið hjartanlegan þátt í óförum systur sinn- ar litlu; og þeim létti báðum, þegar staðið var upp frá borðum og gengið aftur yfir í dagstofuna. »Mér þykir fyrir því að maðurinn ndnn skuli ekki vera kominn heim enn- þá«, sagði frúin. »Hann hefir mikið að gera á skrifstofunni í dag — má eg ekki bjóða yður reyk?« Hún rétti Ara silfurbúið vindlaveski, sem stóð á borð- inu. — »Pakka yður«, sagði Ari, »en eg reyki ekki«. »Ekki það«, sagði frúin, »má eg þá ekki biðja yður um að koma með mér hérna inn í næsta herbergi, það er ýmislegt, sem eg þarf að segja við yður einan«. Anna horfði stórum augum á eftir þeim og frúin lokaði hurðinni vandlega á eftir sér. Ari var búinn að hugsa sér margt, sem liann ætlaði að tala við hjónin, þegar hann fengi þeim barnið sitt í hendur, og nú lagði frúin sjálf tækifær- ið upp í hendurnar á honum, en þegar hann sat andspænis þessari skrautklæddu hefðarfrú, varð honum erfitt um mál. Mundi hún, ríka konan, fá skilið tilfinn- ingar hans, fátæka föðursins? Gat hún gizkað á hugarhræringar hans á þessari stundu? Fékk hún skilið það, að sporin hans í húsið hennar, voru einhver örð- ugustu sporin, sem hann hefði stigið? En það var víst lítil von til þess að hún sæi þá fórn, sem hér var færð, eða að hún gæti hugsað sér þá hugarkvöl, sem þessi stund hafði kostað foreldra- hjörtun. Frúin varð fyrri til máls: »Eg vona að þið hjónin afhendið mér telpuna af fúsum og frjálsum vilja«, sagði hún, og talaði hægt i lágúm róm-

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.