Ljósberinn


Ljósberinn - 26.03.1927, Side 4

Ljósberinn - 26.03.1927, Side 4
100 LJÓSBERINN »Og að þið fáið okkur hana í hendur að fullu og öllu. Eins og þér skiljið, pá yrði það miður hægilegt fyrir okkur, ef að þið gerðuð nokkurt tilkall ti! hennar síðarmeir. Pessvegna hafði eg hugsað mér að ganga svo frá samningum um Jietta, at- riði; að þesskonar tilkall eða krafa frá ykkar hendi, geti ekki komið til mála Með öðrum orðum að [)ið, foreldrar hennar, afsalið foreldrarétti ykkar og fáið hann mér og manni mínum í hend- ur«. — Pað varð stutt þögn. Ari svaraði engu alveg strax. Pó liann hefði búist við þessu, gekk honum samt erfiðlega að átta sig á því. Afsala föðurréttinum! Gat hann það? Og sár söknuður gagntók hann. »Við mundum aldrei taka telpuna frá ykkur, þegar við sæjum að henni liði vel, já, miklu betur en hjá okkur«, svaraði liann loksins. »En eg veit ekki hvort við treystum okkur til að — að afsala okkur foreldraréttinum, — það — það er æði þung krafa, frú mín góð«. »Kemur það ekki nokkurn veginn í sama stað niður«, sagði frúin og var blíðmál, »úr því þið trúið okkur fyrir barninu, og búist ekki við að taka hana heim til ykkar aftur. Mig langar mest af öllu til þess að eiga litlu stúlkuna, og eg tel mig ekki eiga hana nema með svofeldu móti, að þið gerið þetta, sem eg fer fram á«. »Vissulega trúum við ykkur fyrir henni«, svaraði Ari. »Annars hefði eg ekki komið með hana til yðar, —- en það er eins og maður kveinki sér og vilji komast hjá þessu. IJér megið trúa því, að við hugsuin alls ekki til þess að rífa barnið okkar burt úr jafngóðum stað, eins og heimilið ykkar hjóna er«. »Paö liggur svo sem ekki á að ráða þessu til lykta núna«, sagði frúin. »Og ef til vill fer bezt á því að sjá hvað setur, vita hvernig telpan kanli við Síg, hvort hún hænist að mér, og vill éiga mig fyrir mömmu. Hún ef máske helzt til stálpuð, en illa trúi cg því þó.að mér takist ekki að riá hylli hennar«.: . »Eg kann' betur við að þessi leið sé farin«, sagði Ari. »Jæja, við skulum þá segja sem svo«, sagði frúin. »Látum samningjnn bíða, en sjáum hverju fraiii vindur. Eg reyni vitanlega alt hvað eg get, að koma mér í mjúkinn hjá henni«, bætti hún við brosandi. Pau gengu aftur imi í stofuna til systranna, sem skemtu sér við að skoða stóretlis myndabók. »Eg þarf nú að-fara«, sagði Ari, »mér þætti fjarska vænt uin ef að telpurnar mættu vera hérna — óg — og að Anna fengi að sofa liérna í nótt, og helzt þangað til við förum lieim aftur«. »Það er guð.velkomið«, svaraði frúin glaðlega. »Eg get því miður ekki' boðið yður rúm' hérna, en telpan getur soíið hjá stúlkunum, Rósa sefur í herberginu sínu, það er fallegt, lítið herbergi, ljúfan mín, með snjóhvítu rúmi og indælli dúnsæng, er það ekki gaman, Rósá, að eiga her- bergi sjálf ?« En Rósa horfði skelfdum augum á Önnu systur sína, sem æfinléga skildi augnaráð hennar engu síður en orðin. Systurnar héldust í hendur og horfðu út um' gluggann, þegar frúin koin inn og var búin að fylgja föður þeirra til dyra. »Jæja, dúfan' mín litla«, sagði hún og tók utan um hendurnar á Rósu, »nú skal Rósa skoða alt húsið í krók og kring. Pú mátt koma mcð ef þú vilt«, sagði hún við Önnu. Satt að segja langaði Önnu ekki vitund til þess, 'en þá varð henni litið á Rósu litlu, sem stóð þegjandi og nið- urlút, svo undur smávaxin við hliðina á

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.