Ljósberinn - 26.03.1927, Qupperneq 7
t JÓSBE BINN
íoá
að [>að væri þó vissulega kyrlátur stað-
ur. Par gæti eg í fullum friði, ókvalinn
af miskunnarlausum böðlum, sofnað peim
svefni, sem enginn gæti vakið mig af«.
Yfirstýrimaðurinn hafði einhvern tíma
sagt honum, að eyjan fagra héti Róatan,
lægi á 17. stigi norðurbreiddar, væri 12
rnílur enskar á lengd og 3—4 á breidd1.
Par væri nóg vatn og Jiéttur skógur.
Öbygð væri hún. að minsta kosti .hefðu
Spánverjar aldrei sezt par að og væru
þeir pó næstir (á Handúraströndum). 1
kring um hana væri sandrif og sker og
og hvergi örugg höfn handa stórskipum.
Jafnskjótt sem stórbátinn bar að landi,
pá var vatnstunnunum velt pangað, sem
dýpra var og hægra aðgöngu; var pað
við lækjarós, hér um bil 100 skref frá
skipinu. Philip hjálpaði til að hreinsa og
fylla tunnurnar, pví að undankomuvon-
in jók honuin krafta um allan helming
og lagði hann sig allan fram.
En þegar svo lagsmenn hans settust
í makindum undir tréin hjá læknum til
að eta morgunmatinn sinn, pá vildi hann
ekki setjast að snæðingi með þeim, pótt
peir legðu að honum; hann mátti ekki
tefja; en rommið drakk hann, sein þeir
réttu honum og nokkra munnsopa af
vatni með og páði eina skipstvíböku;
hljóp hann síðan með hana í hendinni
-fram með sjónum, og lét svo sýnast,
sem hann væri að skoða marglitar sæ-
skeljar í fjörunni og tína pær.
En hann var nú samt ekki kominn
meira en örskotslengd frá lagsbræðruin
sínum, pegar hann sneri pvert úr leið
og tók á rás til skógar. Iiann fór nokkru
harðar en hann vildi, pví að hugurinn
bar hann hálfa leið; seinast var hann
farinn að hlaupa.
1) Pað er stærsta eyjan í Flóaeyjunum (Bay
Island) í Handúratlóanum 50 km. á lengd og
4 að meðaltali á breidd.
Pá kallaði beykirinn til hans: ->Hví er
svona mikil ferð á þér?« Philip nam pá
óðara staðar og syaraði: »Eg ætla að
sækja nokkrar kókoshnetur handa ykk-
ur?« —
Nú með pví að þeir sáu, að fram
undan lionum voru margir kókospálmar,
hlaðnir aldinum, gnæfandi yfir smáskóg-
inn, pá létu þeir liann fara ferða sinna.
En er hann var kominn á bak við
kjarrskóginn og horfinn sýnum, hljóp
hann svo hart sem hann gat, en kjarrið
var svo pétt, að hann varð að fara í
ótal buga út af þeirri stefnu, sem hann
hafði ætlað sér að taka.
Að hálftíma liðnum hugðist hann vera
kominn nógu langt burtu frá lendingar-
stað lagsmanna sinna; skreið liann pá
á höndum og hnjám inn í afar pétt
kjarr: var par níðdimt undir laufþakinu,
pó um hádag væri.
En er hann var búinn að hypja sig
parna saman, pá varð honum heldur bilt
við, pví að hann varð þess pá vís, að
hann liafði hlaupið í hring, og var nú
komin svo nærri skipverjum, að hann
heyrði á mál þeirra svo glögt, að hann
skildi alt, sem peir töluðu.
'Pegar peir voru búnir að snæða og
fóru að velta vatnstunnunum út í bát-
inn, pá heyrði hann pá segja: »Hvað er
orðið af hvolpi peim, hann kemur ekki
til að hjálpa okkur til að velta tunn-
unum?«
Pá sagði einhver: »Hann hefir víst
vilst í skóginum og ratar ekki út úr
honum aftur«.
Pá hrópuðu peir allir hátt og skýrt
inn í skóginn: »Halló!« Og síðan æpti
beykirinn: »Nú göngum við allir til skips
og skiljum pig eftir, ef pú kemur ekki
hið bráðasta!«
Peir biðu nú stundarkorn, en ekki
bólaði á Philip. Pá sagði einn peirra:
»Hann hefir víst ldaupið á brott og