Ljósberinn


Ljósberinn - 11.04.1931, Side 1

Ljósberinn - 11.04.1931, Side 1
Páskatrú. Sunnudagaskólinn 12. apríl 1931. Lestu: Jóh. 20, 24.—29. Læröu: Hebr. 11, 1. En trúin er fullvissa um þaö, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Tómas trúói Jtví ekki að Jesús vævi upprisinn. Þegar hinir lærisveinarnir sög’ðu við hann: Vér liöfnm séó Drottinn. há vakti það enga g'leði hjá honuni. Hann hélt áfram að syrgja látinn vin. Sorgbitinn og niðurbeygóur var hann dag eftir dag. Hann gat ekki tekið þátt í páskafögnuði félaga sinna, því að hann trúði ekki páskaboóskapnum. Viku eftir páska eru allir lærisvein- arnir samansafnaðar og þá var Tómas með þeim. Þeir lokuðu dyrunum,, því að þeir vildu eiga kyrláta stund, til þess að hugsa og tala um hina undursam- legu atburói. Þá stendur Jesús mitt á meóal þeirra og heilsar þeim með sinni venjulegu kveðju: Friður sé með yður. Þá snýr hann sér að Tómasi, því aó það var sérstaklega hans vegna, að hann birtist þeim í þetta sinn. Hann kallar á Tómas og segir vió hann: Kom hing- að, og vertu ekki vantrúaður, heldur trúaður. Allt til þeirrar stundar hafði hjarta Tómasar verið lokað fyrir páska- boðskapnum. Steini vantrúar og efa- semda var velt fyrir hjartadyrnar. En nú kom engill trúarinnar og velti stein- inum frá. Vermandi og lýsandi geislar páskasólarinnar streymdu nú inn í hjarta hans, og trúin, sem hafði verið dauó, reis nú upp, og með heilögum páskafögnuði hrópar hann: Drottmn minn og Guó minn. Þá segir Jesús við hann: Af því að þú hefir séó mig hefir þú trúað, sælir eru þeir sem ekki sáu en trúðu þó. Þá hafa augu Jesú .horft inn í framtíðina, og' séð alla þá, sem með opnu hjarta mundu meótaka upprisuboðskapinn og' í sælum fögnuði trúarinnar halda páska og tigna hinn upprisna frelsara, án þess að hafa séð hann líkamlega. Sá Jesús þig í þessum skara? Er páskatrúin lifandi í hjarta þínu? Minnstu þess að Jesús kallar á þig. Hann breiðir út sínar gegnumstungnu hendur og segir: Kom hingað. - - Vertu ekki vantrúaður heldur trúaður. Sæll er sá, sem kemur til hans og tvú- ir. — Y.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.