Ljósberinn


Ljósberinn - 11.04.1931, Side 5

Ljósberinn - 11.04.1931, Side 5
LJÖSBERINN 101 sveifla sér upp á hann, lagðist svo á hann ofan endilang'ur og teygói úr sér, spennti svo greipar hátt mót himni og lofaói Guó og þakkaói honum. Pað var margt undursamlegt, sem honum hafói aó höndum borió þessa nótt, og Drottinn hafói gert hvert kraftaverkió af öóru á honum. En hve hjarta hans var nú fullt - allt of fullt — og orðin svo fátækleg, aó jmu gátu ekki lýst því, sem honum bjó í brjósti. En heit og djúp var sú þökk, sem streymdi nú út frá hjarta hans og af vörum hans. Hann tók aó biója: »Varóveittu mig, Drottinn, ó, varó- veittu mig hjá þér! Láttu mig aldi'ei g'leyma þessari næturstund né því, sem þú hefir gert fyrir mig. Ö, þökk, þökk Drottinn Jesús! Láttu mig nú lifa lífi mínu þér til dýröar!« En meóan hann var að þakka Guói af gnægó hjarta síns og vegsama hann, þá fann hann samt, aó þreytan var meira og meira aó bera hann ofurliði og óvió- ráóanlegur svefn sótti á hann, svo aó hann ætlaói ekki að geta haldió augun- um opnum. En ógerningur var samt aó leggjast til svefns á plankanum, því aó í svefninum gat hann oltió út af honum og plankinn borist burtu. En hann var nú samt yfirbugaóur af þreytunni. Hvaö átti hann til ráðs að taka. Hann þreifaói nú fyrir sér meó hend- inni og fann þá fyrir sér járnkeng, sem var festur í plankann. En hafði hann þá nokkuó til aó binda sig fastan meó? Þá datt honum í hug hálsklúturinn sinn; hann hafói aidrei tekió hann af sér, þegar hann steypti sér fyrir boró á »Fortúna«. Hann leysti hann nú af sér meó titrandi höndum, batt öórum enda hans um handlegginn á sér, en hinum endanum í kengins. Síóan rykkti hann aftur og aftur í hálsklútinn til aó vita víst, hvort hann gæti haldió honum. Aó lokum áræddi hann aó leggja hcfuó ió alveg nióur á plankann, og gaf sig svefninum á valcl. öldurnar gjálfruóu á plankanum og sungu honum vögguljóó. Þá var aftur einn, sem vakti yfir hon- um, og þaó var hinn sanni ástríki, misk- unnsami faðir, sem hafói haldió henni sinni yfir hdnum alla þessa undursam- legu nótt. 7. KAPÍTULI. Felix bjargaó. Sólin var komin hátt á loft og varp- aói hlýjum geislunum á sjávarflötinn. Hún skein þá líka á föla andlitió á Felix, þar sem hann lá steinsofandi á plankanum. »Halló þarna!« hrópaói heróibreiöur, sólbrunninn farmaóur ofan af fram- þiljunum á stóru kaupfari, — »halió þarna! Ertu dauóur, eóa sefuróu? Heyróu! Vaknaóu!« Felix bærói ekki á sér. »Hann liggur eins og hann sé dauö- ur«, sagói farmaóurinn vió hjástadda háseta og vikadrengi. »Vesling's piltur- inn! En hve hann er fölur. Þaó er auó- séð, aö hann hefir oróió fyrir miklu volki. Piltar! Þiö veróió aó skjóta báti fram. Fljótt nú!« Svo var gert, sem skipaó var. Tveir hásetar stukku nióur í bátinn vió skips- hlióina og gripu til ára og voru á augna- bliki komnir út aó plankanum. Annar þeirra hélt sér fast vió plankann, en hann þreif í heróar Felixar og hristi hann duglega, til aó vekja hann, ef hann svæfi. Loksins opnaói þá Felix svefnþrungin augu og starói ringlaóur kringum sig. »Hvar er eg?« spui'ói hann. »Hvaó er aó? Ó, skip og menn! Mér er þá borgiói«

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.