Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Qupperneq 16

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Qupperneq 16
120 NÝTT KIKRJUBLAÍ). einarlínur, fréttir a£ því sem hjá okkur er að gjörast í kirkjuleg- um efnurn, og er mér mjög ljúft að verða við þeim tilmælum, eft- ir því sem ástæður leyfa. Til þess þá að byrja á einhverju, ætla ég fyrst að minuast á trúmála-samtalsfundi þá, sem haldnir voru utn mánaðarmótin Jan. og í’ebr. hjá nokkrurn nágrannasöfnuðum hér i Manitoba. Fundirnir voru 4, og voru2 þeirra haldnir í Winnipeg, siuu í hvorri ísleuzku kirkjunni, ernn í Selkirk og eiun hér i Argylebygð. Eins niargir af prestum kirkjufélagsins og því gátu við kornið, tóku þátt í þessurn fundum. Umræðuefnin á fundunnm voru: Uppeldi barna, altarissakramentið, heimilisguðsþjónustur, og fernringin. Safnaðarfólkið á þessum stöðum tók vel og myndarlega þátt í um- ræðunum, og kom það berlega í ljós, bæði á þessum fundum og öðrum samskonar samkomum sem ég hefi tekið þátt í hér, að fólkið kugsar mikið um kristindómsmál sín. En það er undir- staðan undir heilbrigðu og starfsömu safnaðarlífi. Engan efa tel eg á því, að trúmálafundir hafi átt góðan þátt í þvr, að vekja og glæða þennau áhuga, og líka í því, að hjálpa mönnum til þess að eignast ákveðnar og heilbrigðar skoðanir bæði að þvr er snert- ir trúarlíf einstaklinganna og félagslíí' safnaðanna. Um sama leyti og þessir trúmála-fundir voru halduir, hélt „Prestafélag Iiins ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi11 miðs- vetrarfund sinn í Winnipeg. Það félag var stofnað fyrir 2 árum, og eru í þvr allir þjónandi prestar kirkjufélagsins, 9 að tölu. Reglulega fundi heldur félagið tvisvar á ári, annan unr miðjan vetur, en hinn 1 Júuiraánuði, rétt á undan kirkjuþingi. .a. þessum fundum fara fram biblíusamlestrar, biblíusamtöl, og umræður ura ýms andleg eftri, og auk þess eru gjörðar ráðstafanir viðvíkjandi ýmsum nrálunr kirkjufélagsins, svo sem undirbúningi undir kirkju- þingin, nrissiónarstarfsemi í prestslausunr Isleudingabygðum, og viðvrkjandi trúmálafundum. — í þessunr mánuði byrjar „Sameiningin“ 21. árgang sinn, og verður um leið stækkuð um ’/2 örk á nránuði, svo hún verður framvegis, ásanrt barnablaðinu „Börniníl, sem gefið er út í sam- bandi við haua undir ritstjórn séra N. Stgr. Thoriákssotrar, 2 ark- ir á mánuði, en verðið sama og áður. Gjört er ráð fyrir að nota þessa stækkun blaðsins til þess meðal annars, að láta það flytja nreira af kirkjulegurn fréttum eu unt hefir verið til þessa. Ritstjóri „Sam“. verður framvegis, eins og áður, síra Jón Bjarna- son, forseti kirkjuf'élagsins; hann hefir nú haft það starf á hendi alveg kauplaust í 20 ár, ng unnið að því með allri þeirri alúð og vandvirkni, sem honum er lagin. £>etta bréf er nú orðið nokkuð langt, og læt ég því hér staðar numið. JDrottinn gefi að kærleiksböndin railli kristinna íslendinga austan og vestan hafsins megi altaf verða sem sterkust og inni- legust, og samviunan að efliugu og útbreiðslu ríkis hans sem ást- úðlegust og blessunarríkust! Argylebygð í Manitoba, 22. Marz 1906. Fr. Hallgnmsson. "ut^fondur: JON HELGASON og ÞÓRHALLUR UJABNARSON. Félagsprontsmiðjan.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.