Nýtt kirkjublað - 15.06.1911, Side 4

Nýtt kirkjublað - 15.06.1911, Side 4
140 NÝTT KIRKJTJBLAÐ vitað satt í því. Rökrétt ólyktun af því er sú, að öllum um- bótatilraunum verði að snúa til hvers eins fyrir sig, karls og konu. Og það er meginsannleikur. Nú sný eg mér samt að landsmálahliðinni, og spyr hvert stefnir í félagsbúskapnum, af því að eg hygg að þaðan megi núna fá átakanlegast dæmi einmitt til að vekja þá hræðslu og þá gremju i hugum manna, sem nauðsynleg er til þess að hver ein og hver einn hrökkvi við og hefjist handa. Hugarbót einnar og einnar mannssálar er undirstaða allrar félagsbótar, og hitt eins víst og satt að trúarlífið, guðsmeðvit- undin, eilifðarsamkendin, er og verður sterkasti þátlurinn i hugarbótinni. Því á trúmálablað, sem lifir í sínum tíma og fyrir hann, svo miklar lendur saman við landsmálagögnin svonefndu. Glötunarvegurinn sem vér Islendingar gönnm áfram, liggur beint niður í þrældómsstöðu ósjálfbjarga niðursetnings- aumingjans. Fallhraðinn eykst stórum með ári hverju og hverju þingi sem hóð er, aldrei þó líkt því jafn-voðalega og nú síðast. Það þarf hart viðbragð til að stöðva sig á barminum. Undirstaða rétts skilnings er hér sú, að það er féð sem í heiminum drotnar, miklu meira en kanónurnar. Féð stýrir nú kanónunum ef þeim er beitt. Napóleónar vorra tíma eru bankamenn og kaupmenn, mennirnir sem haldið hafa á og valdið yíir auðsafninu. Enn er eigi lengra komið en svo að hver þjóð potar sér í samkeppninni, fjármálamenn og stjórn- málamenn á bandi saman, alténd bak við tjöldin, að aíla brauðsins fyrir hina mörgu munna, og létta að því er auðið er sinni eigin þjóð lífið með því að lóta aðrar þjóðir vinna undir henni og vinna fyrir hana. Yerður það með ótal sog- æðum viðskiftalífsins. Smáþjóðirnar eru þar í voða að verða þjónandi undirlægjur hinna stóru. Það er svo miklu brotaminna að drotna yíir öðrum þjóð- um með fénu, með lánum og yfirráðum framleiðslunnar í landinu o. s. frv. heldur en með hlóðugum styrjöldum. Géta svo smælingjarnir að nafninu haft sín eigin lög, og heitið að eiga með sig. Það er bara ekki nent að nostra við kreddur krist- innar siðmenningar þegar langt kemur undan, eins og t. d. suður í Afríku. Þar eru svörtu greyin brytjuð niður, vanti

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.