Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Page 15

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Page 15
NÝTT KIRKJUBLAÍ) 18 ar kaflinn heitir sóttkveikja og smitun. Lriðji kafiiun varúð og sóttvörn. Rjórði og síðasti kaflinn tekur yfir kelming bókarinnar og heitir lœkning og meðferð örjóstveikinnar. Seinustu málsgreinar þess kafla eru um nauðsyn heilsuhælisvistar iyrir berklaveika, og hvernig beri að haga sór, þegar heim er komið frá hælinu. Niðurlagsorð bókarinnar eru þessi: „Það mun óhætt að segja, að Heilsuhælis-lækningin, eins og henni hefir verið lýst hér að framan, er og verður undirstöðuat- riðið í lækningu brjóstveikra manna. Og þó að síðar komi fram ný lyf og nýjar aðferðir, þá verður heilsuhælis-meðferðin, eða meðferð bygð á sama grundvelli, ætíð í gildi“. Greinagóð bók og þörf. Kirknasameiningar i Kanada. Ritað er frá Winnipeg í f. m.: Stórt og mikið framfaraspor var stigið hér í bænum fyrir skemstu, þegar afgert var um sameining kirknanna — eða deild- anna — þriggja tér í Kanada. Vonandi koma Baptistar og Euska kirkjan á eftir. Hreyfing i þá átt er víst í aðsigi. En Presbýterar, Metóðistar og Kongregatiónalistar eru alt svo vold- ugar deildir og hafa alla leið fram að síðustu aldamótum verið hver annari svo ólikar, að stórmerkilegt má heita, að nú skuli þær saman renna í eitt. Vitaskuld verður sameiningin ekki fram- kvæmd verklega fyrr en styrjöldin er um garð gengin. Hver veit nema eitthvað af þeim sameiningarhug renui inn til okkar Vestur-íslendinga. Ekki veitti af! Ofnarnir frá Laugarnesi sem auglýstir voru í 8. tbl. þ. á. fást ekki í sumar. Veldur því styrjöldin. Hefir eigi enn fengist flutningur á miðhitunarvélinni. Því treyst, að lausir verði ofnarnir fyrir næsta vor og geti orðið sendir með aprílskipum kring um land næsta ár. Vísast til auglýsingarinnar í 8. tölubl. Er alt óbreytt með sendingu og afgreiðslu ofnanna, og það undirstrikast, sem þar var tekið fram, að fjárhaldsmenn kirkna snúi sér beint til spítala- ráðsmanns Einars Markússonar í Laugarnesi með pantanir sínar; og alveg eins þeir sem ritað hafa biskupi um þau kaup. Bezt að vera sem fyrst á ferðinni, þvf að fleiri munu um boðið en kirkjurnar, og allar pantanir sóu komnar fyrir janúar- lok næsta ár. Skýrt só tekið fram í pöntuninni til Einars ráðsmanns Mark- ússonar, á hvaða viðkomustað skipanua skuli senda ofninn.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.