Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1933, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1933, Blaðsíða 15
TÍMARIT IÐNAÐARMA NNA Sjerhver lærður og vakandi iðnaðannaður veit livað af þessu liann getur notað. En iðnaðarmönnum her að gera sjer ljóst, að þótt gengið sje framlijá þeim nú, þá koma þeir hrátt upp aftur, og að þeir mega ekki fleyja frá sjer verkfærunum og gleyma leikni sinni með þau, af því að tískan í dag þarf ekki á þeim að halda. Þeir verða að trúa á framtíð- ina og vera reiðubúnir. Stefnur nútímans ganga úr tísku einn góðn veðurdag, en iðnaðurinn á þá að lifa. Það er vonandi að hann láti ekki narra sig til að leggjast til svefns og draga yfir sig einskonar ellibelg. Erfðavenjan liefur hag- nýtt, fjárhagslegt gildi, sem ekki sæmir að fleygja fyrir horð. Lauslega þýtt úr Svensk Hantverkstidning. í grein þessari er svo margt atliyglisvert fyrir íslenska iðnaðarmenn, að jeg taldi rjett að þýða hana og birta í Tímaritinu. H. H. E. Mynd þessi er af teikningu og líkani af bæj- arliverfi, sem Sveinbjörn Jónsson, bygginga- meistari á Akureyri hefur gert. Hverfið liggur milli tveggja gatna, og með fram þeim götum eru gróðursettar þjettar trjáraðir til að skýla fyrir ryki og liávaða. Þvergöturnar með fram húsunum eru einkastigar og ætlaðar aðeins fyr- ir umferð vegna þess fólks, sem þarna hýr, en ekki algenga hifreiðaumferð. Aðalldiðar lms- anna snúa móti suðri, en aðalinngangur getur verið til austurs eða vesturs eftir vild. Kjallari er aðeins undir helmingi hvers liúss, í honum geymsla og' þvottahús, sem einnig á að nota til að þurka þvottinn í. Stofur og eldhús eru í lægri hluta hvers liúss, en svefnlierbergi í þeim hærri. Húsastærðirnar eru 3. í nr. 1 eru 3 herbergi og baðstofu-eldhús.. Baðker i þvottahúsi. I nr. 2 eru 5 herbergi litil, eldliús og baðherbergi. í nr. 3 eru 5 herbergi nokkuð stór, eldhús og bað- herbergi. Gert er ráð fyrir að húsin sjeu gerð úr steinsteypu með skjólvegg' úr vikursteypu innan á útveggjum og er áætlað verð þeirra 9800—13200- 10200 kr. eftir stærð, miðað við verðlag á Akureyri. Tilhögun matjurta- og skrúðgarða við liúsin er gerð eftir tillögum frú Guðrúnar Björnsdóttur, konu Sveinbjarnar. [ 45 [

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.