Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 9
Tímarit iðnaðarmanna XV. 1. 1942 Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 75 ára. Sem stétt eru iðnaðanmenn ungir í íslenzku lijóðlifi. Þó hafa lærðir iðnaðarmenn jafnan verið til í landinu og oftast mikill fjöldi hag- leiksmanna. En fyrst þegar höfuðstaðurinn tek- ur að vaxa, er liægt að tala um iðnaðarmanna- stétt. Rétt um það hil var Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík stofnað. Sjálfur stofnfundurinn var haldinn 3. febr. 1867 og hét það þá Handiðna- mannafélagið. Síðastliðinn 3. febrúar var þvi félagið 75 ára. Afmæli á aldarfjórðungamótum þykja jafn- an hin merkilegustu, og þennan dag efndi stjórn félagsins til mjög myndarlegrar veizlu að Hótel Rorg. Var í alla staði vandað til hófsins og svo að segja hvert sæti skipað í öllum 3 veizlusöl- um hótelsins. Hafði stjórnin boðið nokkrnm velmmurum iðnaðarmálanna sem heiðursgest- um, sem allir þáðu það þakksamlega nema iðn- aðarmálaráðherra. Hann sendi þó heldur ekki afhoð og heið formaður í þriðjung stundar með að setja liófið, í von um að ráðherrann kæani. Formaður Iðnaðarmannafélagsins, Stefán Sandholt, bakarameistari, stýrði liófinu og setti það með svofelldri ræðu: „Ég vil í nafni Iðnaðarmannafélagsins fyrst og fremst bjóða velkominn borgarstjórann í Reykjavík, herra Bjarna Benediktsson, sem hefir sýnt oss þann sóma að mæta hér sem heiðursgestur félags vors. Þá vil ég ennfremur bjóða velkomna alla heiðursfélaga Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík, svo og alla aðra virðulega gesti þess, konur og karla. Loks vil ég bjóða alla aðra, sem hér eru mættir, inni- lega velkomna. Ég óska þess og vona, að þessi kvöldstund verði yður öllum til gleði og ánægju, og ég er þess fullviss, að ef hver og einn gerir sitt, mun- um vér fara heim með hugljúfar endurminn- ingar frá þessu hófi. Þá er það ósk þeirra, sem fyrir þessum af- mælisfagnaði standa, að sérhver geri þeim réttum góð skil, sem fram verða bornir. Verið öll hjartanlega velkomin. — Skál!“ Eftir að veizlugestir höfðu skálað við for- manninn, var tekið til snæðings. Voru hinar beztu krásir fram bornar og létt vín veitt þeim, er hafa vildu. Varð veizlukliðurinn strax liinn ánægjulegasti. Blóm og fánar prýddu veizlu- borðin, en i aðalsalnum var fest upp smekkleg- um málverkaskreytingum eftir Ágúst Hákans- son, sem minntu á helztu afreksverk almælis- barnsins. Var þai' sérstaklega tilgreint: Stofnun félagsins 3. febr. 1867. Stofnun sunnudagaskóla 1873. Iðnsýningar 1883, 1911, 1924 og 1932. Teikniskóla komið á fót 1893. Styrktarsjóður iðnaðarmanna stofnsettur og samkomuhúsið Iðnó byggt 1896. Iðnskólinn stofnaður 1904. Ingólfslíkneskið reist 1924. Timarit iðnaðarmanna 1927. Iðnaðarlöggjöf á Alþingi 1927. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stofn- aður 1932. Er á borðlialdið leið, liófust ræðuliöld. Tólc fyrstur til máls dr. Guðm. Finnbogason, lands- bókavörður, og mælti fyrir minni félagsins. Mæltist Guðmundi vcl að vanda og dró upp skýra drætti fyrir samkvæminu af störfum Iðn- aðarmannafélagsins, þýðingu iðnaðarmanna fyrir þjóðarheildina og gagnsemi þeirra fyrir Reylcj avíkurbæ. Hann sagði meðal annars: „Iðnaðarmannafélagið skildi frá upphafi, að fyrsta nauðsynin var aukin sérmenntun iðn- aðarmanna, svo að þeir yrðu hæfir til að leysa verk sín sem bezt af hendi. Þess vegna var skólamálið fyrst á dagskrá. Og árangurinn er sá, að nú eigum vér íslenzka iðnaðarmanna- stétt, er tekur upp hvert verkefnið af öðru og leysir af eigin rammleik, og iðnaðurinn er orð- inn ein af máttarstoðum þjóðfélags vors.“ „Gætum að, hvað iðnaðurinn er í raun og veru. Hann er flestir þeir hlutir, sýnilegir og áþreifanlegir, sem gerðir eru til þess að full- nægja þörfum vorum. Hann ræður nú mestu

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.