Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Blaðsíða 4
2*4. <Jbni)mg <Jsleudmga Tuttugasta og fjórða Iðnþing Islendinga var sett að Bifröst á Sauðárkróki miðvikudaginn 20. júní af for- seta Landssambands iðnaðarmanna, Guðmundi Hall- dórssyni. Er þingsetningarræða hans birt á öðrum stað í tímaritinu. Að ræðu forseta lokinni tók til máls Guðjón Sig- urðsson, bakarameistari, forseti bæjarstjórnar Sauðár- króks, sem bauð fulltrúa og gesti velkomna til Sauðár- króks og árnaði þinginu allra heilla í störfum sínum. Forseti Iðnþings var einróma kjörinn Adolf Björns- son, formaður Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks, fyrsti varaforseti Sveinn Tómasson, formaður Iðnaðar- mannafélags Akureyrar og annar varaforseti Skúli Jón- asson, formaður Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar. Rit- arar voru kjörnir: Siguroddur Magnússon, Reykjavík og Valgeir Runólfsson, Akranesi. Að svo búnu voru kosnar nefndir og málum vísað til þeirra og fundi frestað. Til Iðnþings mættu 66 fulltrúar, ásamt um 20 kon- um iðnþingsfulltrúa. Fundir hófust að nýju kl. 2. Flutti þá framkvæmda- stjóri Landssambands iðnaðarmanna, Bragi Hannes- son, skýrslu yfir störf Landssambandsins síðasta starfs- ár, og ennfremur las hann upp endurskoðaða reikninga sambandsins. Var hvort tveggja samþykkt. Nú voru mættir á þingið Bjarni Benediktsson, iðn- aðarmálaráðherra og Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneyt- isstjóri. Bauð forseti þá velkomna, og tóku fundar- menn undir það með lófataki. Mynd frá ldnþinginu. Talid frá vinstri: Björn Daníclsson, þingrit- ari, Bragi Hannesson, framkvœmdastj., Adolf Björnsson, þingfors. og Guðmundur Halldórsson, forseti L. i. Bjarni Benediktsson, i dnaðarmálaráðherra, flytur rœðu á lðnþing• inu. Síðan tók Bjarni Benediktsson, iðnaðarmálaráð- herra, til máls og kvaðst fagna því að vera kominn í þetta fagra hérað. Hann óskaði iðnaðarmönnum til hamingju með 30 ára afmæli Landssambandsins og ræddi að svo búnu um nokkur sérmál iðnaðarins svo sem Iðnlánasjóð, en nú er verið að endurskoða lög um sjóðinn, Iðnaðarbankann og hlutverk hans í sambandi við aukna og bætta iðnþróun á Islandi. Síðan ræddi ráðherra um framkvæmdaáætlun þá, sem verið er að vinna að á vegum ríkisstjórnarinnar og þýðingu henn- ar fyrir þróun atvinnumála hér á landi. Ráðherrann taldi nauðsyn til vera að koma upp stóriðju, sem fram- leitt gæti útflutningsvörur til gjaldeyrisöflunar, og myndi þá jafnframt styrkja allan smærri iðnað í land- inu. Að ræðu iðnaðarmálaráðherra lokinni tók til máls forseti Landssambandsins og færði ráðherra þakkir fyrir komuna á þingið og merka ræðu. Síðan var fundi fram haldið og samþykktar upp- tökubeiðnir í Landssamband iðnaðarmanna frá Þóri Jónssyni & Co., vélaverkstæði í Reykjavík, Iðnaðar- mannafélagi Þingeyrar og Sirkli, vélsmiðju, Reykja- vík. Síðan var fundi frestað. Um kvöldið fóru allflestir iðnþingsfulltrúar og margir Sauðárkróksbúar með m/s Drang til Drangeyj- ar. Veður var gott og gekk ferðin vel. Þegar komið 96 TlMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.