Vikan


Vikan - 25.10.1951, Blaðsíða 2

Vikan - 25.10.1951, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 41, 1951. PÓSTURINN Kæra Vika. Viltu vera svo góð að útvega mér nafn og heimilisfang, mjaðmasér- fræðingsins fræga frá Boston í næsta tölublaði þínu. Hann hefur, eins og þú hefur sjálfsagt frétt, gert uppskurði á mörgum íslendingum með góðum árangri. Þú gerðir mér stóran greiða með þessu sem ég seint fengi þakkað. Vongóður. Svar: Við höfum fengið nafn og heimilisfang tveggja frægra sér- fræðinga á þessu sviði: Dr. Smith Petersen Baker Memorial Hospital Boston, Mass. U.S.A. og Dr. Carroll B. Larson State University of Iowa University Hospitals Department of Orthopedic Surgery Iowa City, Iowa U.S.A. Kæra Vika! Viltu nú ekki vera svo góð að leysa úr nokkrum spurningum fyrir mig? 1. Hver getur útvegað mér 50 aura í ónotuðum dönskum frímerkjum? 2. Geturðu sagt mér eitthvað um kvikmyndastjömuna Janet Leigh og helzt að birta mynd af henni? 3. Geturðu ennfremur sagt mér eitthvað um Charles Coburn? Ég vona, að þú svarir mér sem skjótast, þvi að ég er á förum héðan úr bænum. Með kærri kveðju frá Violettu. Svar: 1. Ónotuð, dönsk frímerki eru ekki seld hér á landi. 2. Janet Leigh er fædd 26. júlí 1927 I Merced, Californ- iu. Hún er Ijós- hærð og brúneyg. Rétt nafn er Jeanette Morrison. 1 fyrstu mynd sinni lék hún á móti Van Johnson, og hafði hún þá mjög litið lagt stund á leiklist. Myndin hét The Janef Leigh Romance of Rosy Ridge. Norma Shearer „uppgötvaði" hana fyrst vegna þess að myndir, sem hún sá af henni, vöktu athygli hennar. Af öðrum kvikmyndum, sem hún hefur Jeikið í má nefna: „Hills of Home", „If winter comes". — 3. Charles Cóburn er fæddur 19. júní 1877 í Macon, Georgia. Rétt nafn er Charles Douville Coburn. Árið 1890 h'óf hann | Tímaritið SAMTÍÐIN | Flytur snjallar sögur, fróðlegar | 1 greinar, bráðsmellnar skopsögur, | | iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. | 1 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. I = Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. \ | Áskriftarsimi 2526. Pósthólf 75. i að leika. Hann var stofnandi Coburn Shakespearean félagsins. Hann er Framhald á bls. 7. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Guðbjörg Aradóttir (við pilt eða stúlku 15—18 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Sæunnargötu 2, Borgarnesi. Elsa Arnbergsdóttir (við pilt eða stúlku 15—18 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Gerðubergi, Borgarnesi. Magnús Guðmundsson (við stúlku 12 —14 ára), Mávahlíð 41, Reykja- vík. Guðbjörg Kristjánsdóttir (við pilta 16—19 ára), Brekastíg 21, Vest- mannaeyjum. Guðrún Jóhannsdóttir (við pilta 16 —19 ára), Helgafelisbraut 19, Vestmannaeyjum. Maggý Edilonsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), Arnarholti, Ólafsvík. Agla Ögmundardóttir (við pilta eða stúlkur 14—16 ára), Felli, Ólafs- vík. Jóhanna Eðvaldsdóttir (við pilta 18 —30 ára), Eiðum, Suður-Múla- sýslu. Guðríður Jónsdóttir (við pilta og stúlkur 15—19 ára), Kirkjubraut 23, Akranesi. Jónína Óskarsdóttir (við pilta og stúlkur 15—19 ára), Suðurgötu 50, Akranesi. Hildur Snæbjörnsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára), Gjábakka, Þingvallasveit, Árnessýslu. Gunnar Helgason (við pilta eða stúlkur 18—22 ára, mynd fylgi), Skagfirðingabraut 8, Sauðárkróki. Hörður Pálsson (við pilta eða stúlk- ur 18—22 ára, mynd fylgi), Skag- firðingabraut 31, Sauðárkróki. Lúðvig Alfreð Halldórsson (við stúlku 18—22 ára), Kirkjutorgi 2, Sauðárkróki. Hrefna Jónsdóttir (við pilta 14—17 ára, mynd fylgi bréfi), Laugarnes- kamp 23, Reykjavík. Elisa B. Magnúsdóttir (við pilta 15 -—18 ára, æskilegt að mynd fylgi), Nökkvavogi 15, Reykjavík. Gerður Egilsdóttir (við pilta 17—20 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Nökkvavogi 15, Reykjavik. Miss Jackie Larm (15 ára), 71 Kauila Lane, Honululu 13, Hawaii. Miss Kathleen Murray (18 ára), 82, Church St. Cast. Belfast, North Ireland. s Miss Marilyn Enter (17 ára), 4121 Washington, St. N.E. Columbia Heights, Minnesota, U.S.A. Miss Ellen Turner (16 ára), 8355 W. Beloit RD. West Allis 14, Wis- consin, U.S.A. Miss Jacqueline Malette (19 ára), 9162 Berri St. Montreal, Provinee de Quebec, Canada. 5 siðasttöldu skrifa allar á ensku. Guðrún Þórarinsdóttir (við pilt eða stúlku 16—18 ára), Suðurgötu 106, Akranesi. Guðrún Björgvinsdóttir (við pilt eða. stúlku 15—17 ára), Suðurgötu 94.. Akranesi. Harold F. McHugh (vill komast í bréfasamband við Islending, sem mundi vilja skiptast á frímerkjum. við hann), 42—25 Layton Street, Elmhust, Long Island, N. Y. Sveinn Jónsson, Ingólfur Óskarsson, Gunnar Lárusson (við stúlkur 18—22 ára, helzt frá Austurlandi, Reykja- vík, Akureyri. Æskilegt að mynd fylgi bréfi). Allir til heimilis í Suðurgötu 51, Akranesi. FRfMERKJASKIPTI Sendið mér 100 íslenzk frí- : merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frimerki. ■ ■ | Gunnax H. Steingrímsson Nökkvavogi 25 — Reykjavik c I n K li s z o 0 Kjörorð Sambands íslenzkra berklasjúklinga, „styðjum sjúka til sjálfsbjargar“, hefur sannarlega verið meira en orðin tóm í höndum þess, það sýnir hið stórmerkilega starf og framkvæmdir að Reykjalundi. Nú er mik- ið átak fyrir höndum: að reisa nýja vinnuskála í stað hinna gömlu og óviðkunnandi hermannaskála, sem neyðzt hefur verið til að nota. Forustumönnum S.l.B.S. er trúandi til að leysa það verkefni giftusamlega, með öflug- um stuðningi almennings, sem skilið hefur ágætlega þetta gæfuríka starf. En S.l.B.S. ætlar að skemmta fólk- inu á sérkennilegan hátt um leið og fénu er safnað til þessara þörfu framkvæmda. Fjölbreytilegur dýrasirkus hefur verið fenginn hingað til lands og munu sýningar hefjast næstu daga og þá er um að gera að sækja þær vel og styrkja með því hið ágætasta þjóðþrifastarf — styðja sjúka til sjálfsbjargar. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.