Vikan


Vikan - 01.01.1953, Blaðsíða 4

Vikan - 01.01.1953, Blaðsíða 4
Annálar kirkjunnar geyma margar furðulegar frásagnir. Hér er ein, Or kaþólskunni. PJOFLARMIR í LOLDLM Á RH) 1631 gerSist sá atburð- ur í bænum Loudun i Frakklandi, að allar nunnumar í klaustrinu þar misstu vitið, eða — eins og það var orðað í þá daga — urðu haidnar iilum öndum. Þær rifu klæði sín og reittu af sér hárið, þær æptu og öskruðu og hömuð- ust eins og vitstola manneskjur — og þær urðu allar sem ein ást- fangnar í presti staðarins, Urbain nokkrum Grandier. Óvinir Grandiers — og hann átti marga óvini — voru ekki seinir að slá þvi föstu, að hann ætti sök á vitfirringu systranna. Hann var raunar skrítinn prest- ur. Hann var fríður maður og föngulegur — að minnsta kosti á þeirra tíma mælikvarða — og hann vissi þetta og notfærði sér það út í æsar þau fjórtán árin, sem hann bjó i Loudun. Þvi hann var mikill kvennamað- ur. Hann umgekkst ekki einasta vinnukonur og herbergisþeraur á heldur ógeistlegan hátt, heldur var fuliyrt, að hann notaði aðstöðu sína sem skriftafaðir fólksins til þess að koma sér í mjúkinn hjá léttúðugum hefðarfrúm. Hann gekk meira að segja svo langt. að taka sér efnaða „eiginkonu“, enda þótt fjandmenn hans ættu erfitt með að sanna það á hann, þar sem hann við það tækifæri hafði komið fram sem bæði brúð- gumi og prestur. Hann átti fjölda óvina í hópi kennimanna og bar ýmislegt til. Richelieu, hinum annálaða kardin- ála, varð meinilla við hann, þegar hann leyfði sér að ganga á und- an hans hágöfgi í kirkjulegri skrúðgöngu. Og þegar presturinn tók upp á þvi að eiga barn með dóttur sjálfs ákærandans í Loudun — og til þess tima bezta vinar síns — þá varð ákærandinn líka svarinn óvinur hans. Enginn þessara manna varð þó Grandier að falli. Það féll í hlut priorinnunnar í fyrmefndu klaustri, sem sagnfræðingar nú- tímans ætla, að hafi verið meira en lítið geggjuð. Hún fór að sjá sýnir um hábjartan dag, og um nætur dreymdi hana ekkert nema prestinn. Hún bauð honum þá um- sjón klaustursins, en hann neitaði. Þá fór príorinnan að brugga hon- um launráð. Hún valdi sér skriftaföður úr hópi óvina Grandiers og byrjaði að segja honum sínar farir ekki siéttar. Hún kvaðst vera haldin illum anda, og allt benti til þess, að Grandier hefði magnað send- inguna. Að því kom líka skjót- lega, að priorinnunni tókst að telja sextán systrum trú um, að þær væru einnig búnar að fá í sig útsendara djöfulsins — fyrir milligöngu prestsins. Hér dugðu engln vettlingatök, ef illu andarnir áttu ekki að ná algerum tökum á vesalings nunn- unum. Óvildarmenn Grandiers gáfu almenningi tækifæri til að sjá hinar ólánsömu nunnur, og almenningur varð mátulega æst- ur, þegar hann sá flogin í systr- unum. Þegar skrípaleikurinn stóð sem hæst, bárast Richelieu frétt- irnar. Hann lagði tafarlaust svo fyrir, að Grandler yrði handtekinn og sakaður um galdur. Grandier var gripinn og tekinn til rækOegrar rannsóknar. Hann var hryllilega pyndaður, dæmdur sekur og brenndur á báli. En sögu hans, eða sögu þessa fólks, er ekki þar með lokið. Svo undar- lega brá við, að Grandier, létt- úðarfulli kæruleysinginn og kvennabósinn, reyndist gæddur ótrúlegu hugrekki og þreki, þegar á hólminn var komið. Þeir bein- brutu hann, en hann neitaði að játa lygaákærunum, frelsaðist og gaf upp öndina með svo frábærri trúarvissu, að dómarar hans urðu skelfingu lostnir. Þvi að púkarnir fóru sínu fram, þótt hinn svokallaði herra þeirra væri dauður. Daginn eftir brennuna, veiktist annar munkur- inn, sem aðstoðað hafði við pynd- ingar Grandiers. Skömmu siðar Iézt hann, algerlega örvilnaður, eftir að hafa lostið krossinn úr höndum prestsins, sem kom til þess að þjónusta hann. Samstarfs- maður hans lifði nokkuð lengur, en missti vitið og dó vitskertur. Jean-Joseph Surin, Jesúitaprest- urinn, sem loks gat læknað príor- innuna, varð þó að gjalda þess með þvi, að andinn hafði bara bústaðaskipti og tók sér bólfestu í honum! Príorinnan var raunar ein af þeim fáu, sem ekki virtist þurfa að sjá eftir því að veia rið- in við þetta furðulega mál. Hún varð fræg í Frakklandi og ferð- aðist um landið, til þess að sýna einhverskonar orðsendingar, ser.i guð átti að Iiaía ritað á líkama hennar. Af djöfiunum er hinsveg- ar það að segja, að þeir sneru að lokum til sinna heimkynna, án þess að hafa orðið nokkurri sak- lausri sál til veralegrar bölvunar. Öðru nær meira að segja! Því næstu mannsaldra nutu íbúarnir í Loudun góðs af ferðamannahóp- unum, sem lögðu leið sína þang- að einungis í því augnamiði að sjá staðinn þar sem undrin gerð- ust! Eintómt glens! Dyrabjallan hringdi og Jón fór til dyra og þar stóð gamall kunn- ingi hans, sem hann hafði ekki séð árum saman, og við hliðina á hon- um stór hundur. Jón heilsaði kunningjanum hjartanlega og leiddi hann til stofu, og þar lét hundurinn það verða sitt fyrsta verk að fella um koll dýran jpostulinsvasa ognokkra blómapotta, en hreiðraði síðan um sig í bezta hægindastólnum. Þegar gesturinn stóð á fætur, setti upp hattinn og bjó sig til að kveðja, sagði Jón heldur kulda- iega: „Og svo ætla ég að biðja þig að gera mér þann greiða að gleyma ekki hundinum þínum.“ „Drottinn minn!“ svaraði gest- urinn. „Átt þú hann ekki?“ Bíósýningunni var nýlokið, þeg- ar maðurinn sneri sér að nágranna sínum og sagði reiðiiega: „Þetta er þokkalegt. Þér hafið setið á hattinum mínum alla sýninguna!“ „Ég verð að biðja yður innUega að afsaka,“ svaraði hinn, „en ó- neitanlega hefði þetta samt getað verið verra." „Hvað eigið þér við?“ „Nú, ef ég hefði til dæmis set- ið á mínum hatti.“ BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. ÓLAFUR NlLSSON (við stúlkur 15—17 ára) Hólaveg 6, Siglufirði. — FJÓLA KRISTlN JÓHANNSDÓTTIR (við pilt eða stúlku 16—30 ára) Leifshúsum, Svalbarð- strönd, S.-Þing. — TRAUSTI ÓLAFSSON, ÓLAFUR GUÐLAUGSSON, STEFÁN KJARTANSSON, INGVI G. ÁGÚSTSSON, INGIMAR EINARSSON og HAUKUR. JÓHANNSSON (við stúlkur 15—20 ára) allir á Iþróttaskólanum, Haukadal, Biskups- tungum. — EINAR MAGNÚSSON, Syðri Knarartungu, Breiðuvík, E. MAGG MATT- HlASSON (við kvenfólk 18—35 ára) Hólmavík, Strandasýslu. — STEFÁN ÓLAFSSON (við stúlkur 16—25 ára) Hólmavík. — INGA LÁRA GUÐMUNDS- DÓTTIR og RAGNA JÓNSDÓTTIR (við pilta 16—20 ára) báðar á Reykjaskóla, Hrútafirði. — KARL S. GUÐNASON (við pilt eða stúlku 13—14 ára) Vatnsnesveg 25, Keflavík. — LlNA KRAGH og LÚLLA KRISTIN NIKULÁSDÓTTIR (við pilta. 16—18 ára) báðar að Skógaskóla, Eyja- fjöllum. — ÓLI M. ANDREASSON (við- stúlku 17—19 ára) Skólavegi 34, Vest- mannaeyjum. — GUÐBJÖRG S. LÁRUS- DÖTTIR (við pilta eða stúlkur 15—17 ára) Garðshorni, Kálfhamarsvík, A.-Hún. — AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR (við pilta og stúlkur 15—18 ára), Staðarbóli, Saurbær, Dalasýslu. — SELMA GUÐ- MUNDSDÖTTIR (við pilta eða stúlk- ur 14—16 ára), Kvemgrjóti, Saurbæ, Framhald á bls. 14. Hvað má lesa úr skrift yðar? Um rithönd „Héra“, sem er nítján ára, segir rithandarsérfræðingur VIKUNNAR: Skriftin sýnir ótvírœtt að skrifarinn býr yfir mikilli fegurðartilfinningu (góðum smekk). Hann hefur góðar námsgáfur og er siðfágaður. Þrátt fyrir ungan aldur vilt liann berast dálítið á. Skrifarinn er við- kvæmur í lund og virðist enn vanta nœgan viljakraft. Skriftin bendir til listamanns- hœfileika eða smiða. Á henni má sjá að maðurinn er handlaginn. Um rithönd „Huldu 296“ segir rithandar- sérf ræðingurinn: Skriftin sýnir fremur óróa skapgerð og að skrifarinn getur stundum verið nokk- uð fljótfœr (vantar meira jafnvœgi). Enn- fremur má lesa þreytu út úr skriftinni. Auðséð er að skrifarinn vill ná sem mestu í lífinu, en virðist vanta þolinmœði. Hulda þarf að temja sér meiri stillingu og gera minni kr'ófur til annarra og umgangast fólk með meiri rósemi. Skrifarinn vill ekki þola óréttlœti. Hulda er viðkvœm og lík- lega nokkuð langrœkin, sé henni gert á móti skapi. Hún getur líka verið bráðlynd. Hún er tortryggin, en góður vinur vina sinna og er fús til að rétta öðrum hjálpar- hönd. Hún er nokkuð áhrifagjörn og gæti það auðveldlega skaðað hana. Skriftin sýn- ir vissa hégómagimd, en góðan smekk. Skrifarinn vill vinna verk sín vel og er mjög þrifinn. Hún er þœgileg í umgengni, glaðlynd og áreáðarilega góður félagi. Hulda hefur mestan áhuga fyrir hversdags- legum hlutum. Fjölmörg bréfleg svör hafa þegar verið send út á land og enn biða nokkur svör til Reykjavíkur á afgreiðslu blaðsins. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.