Vikan - 26.03.1953, Blaðsíða 4
=£.: AÐ LEIKA SER AÐ ELDINUM
Arið 1934 komu út nokkrar kúbanskar smásögur í Bilbao á Spáni undir nafninu Arrillaga.
Enginn veit hvort það var dulnefni eða hvað hefur orðið af höfundinum. Kannski hefur hann
horfið á Spáni 1936—1939 . . . eða þá farið til Cuba, til að skrifa þar undir öðru nafni. Hvað sem
því líður, þá hefur höfundurinn næma athyglisgáfu og kann að beita fíngerðu háði, sem gerir
sögur hans skemmtilegar.
ALPIO MARTINEZ var
feitur og þunglama-
legur negri, regluleg-
ur kolapoki, • sem hreyfði sig
með mestu hægð og öðru
hvoru lýsti bjart bros hans
upp andlitið á honum. Alpio
bjó með fjölskyldu sinni í
dyravarðarhúsinu, dálítinn spöl
frá húsi húsbónda síns. Hann
var búinn að vera ekkjumaður
1 mörg ár og Nelida, dóttir
hans, sá um heimilið. Nelida
var heillandi unglingsstúlka,
svo ljós á hörund, að það var
engu líkara en hún væri hvít
kona. Þetta hafði jafnvel vak-
ið umtal á búgarðinum, því
móðir hennar hafði verið múl-
atti og faðirinn var alla æfi á
litinn eins og tjara. Það var
stungið upp á hvítum mönnum,
sem höfðu farið þar um, en
menn gátu aldrei komið sér
saman um neinn þeirra.
Einhver var jafnvel svo góðviljað-
ur að hafa orð á þessu við Nelidu,
en hún svaraði því til, að hún mundi
aldrei eignast annan né betri föður
en Alpio gamla og að það skipti
hana engu máli, hvort hún væri á
litinn eins og kaffi, mjólk eða kaffi
með mjólk; að það nægði henni að
vera góð og iðin stúlka — og eng-
inn gat haft á móti því.
Brátt fóru aðrir en vinnufélagar
og synir Alpio Martinezar að vilja
sitja við arininn hans. Einn þeirra
var múlattinn Lino Maurin, sem var
að svipast um eftir konu, sem vildi
krjúpa með honum við altarið og sjá
svo um heimilið hans meðan hann
væri að skemmta sér í þorpinu.
Ungu mennirnir gerðu sér upp alls
konar erindi og komu með kvæði,
sem þeir höfðu skrifað upp úr ljóða-
bókum, en Nelida las þau ekki einu
sinni.
Góðviðriskvöld nokkurt sá hún
hvar Alfredo Meleone, einkasonur
eigandans Don Carlosar, kom ríðandi
á löðursveittum hesti, sem búinn var
dýrindis reiðtygjum. Alfredo hafði
oft séð ungu stúikuna og orðið svo
heillaður af henni, að varla leið
nokkurt kvöld svo, að hann hugsaði
ekki um hana áður en hann fór að
sofa. Þetta kvöld hafði þetta valdið
honum hræðilegum höfuðverk og
hann hafði gefist upp á því að reyna
að sofna. Nelida hló dátt að þessu,
þegar hann sagði henni það, og bauð
honum sæti á skemlinum sínum.
Þegar Lido og hinir ungu menn-
irnir sáu hver kominn var, laumuð-
ust þeir í burtu. Eftir þetta kom
Alfredo í heimsókn til Nelidu á
hverju kvöldi. Og til að hefna sín á
honum, fór Lido til húsbónda síns
og sagði honum allt af létta. 1 fyrstu
glápti Don Carlos bara á hann með
cpinn munninn, en þegar hann var
búinn að átta sig á þessu, barði hann
fjögur þung högg í borðið.
Reiði hans minnkaði þó fljótlega,
enda vissi hann að ekki þýddi að hafa
hótanir í frammi við pilt, sem vav
eins skapi farinn og Alfredo. Það
mundi bara enda með fullum að-
skilnaði milli þeirra og það væri
illa farið, þar sem hann þurfti meira
á syni sínum að halda en nokkru
sinni áður, nú þegar hann var kom-
inn með annan fótinn í gröfina.
Hann þurrkaði svitann af enni sér og
hugsaði málið.
Þegar Don Carlos heyrði fótatak
sonar síns frammi á ganginum,
reyndi hann árangurslaust að muna,
hvernig hann hafði ætlað að hefja
máls á þessu. Alfredo settist rólega
á stól, krosslagði fætuma, ýtti hatt-
inum aftur á hnakka og leit á föður
sinn.
— 32g var að frétta, að þú kæmir á
hverjum degi í heimsókn til dóttur
Martinezar, sagði gamli maðurinn
— Er það satt?
Alfredo hafði lengi búizt við þess-
ari spurningu og svaraði án þess að
láta sér bregða; — Já, það er satt.
Faðir hans hleypti brúnum. Hann
hefði helzt viljað slá enn einu sinni
í borðið, en hann hélt aftur af sér.
— Heyrðu nú Alfredo, sagði hann
eins blíðlega og hann gat. — Það
er ekkert undarlegt þó ungum manni
eins og þér lítist vel á ungu stúlk-
urnar. Eg hef líka verið ungur og
þekki þetta. En það er engin ástæða
til að giftast stúlku, þó manni geðj-
ist að henni. Fyrst verður maður að
hugsa um, hvort það sé skynsamlegt
og hvað aðrir segi um það. Hefirðu
hugsað um þetta?
— Já.
— Og hvaða ákvörðun hefirðu
tekið ?
—■ Eg ætla að giftast henni.
Don, Carlos lokaði augunum. Lengi
stóð hann þannig hreyfingarlaus.
Svo hrópaði hann: — Giftast múl-
attastelpu! Og það dóttur húsvarð-
ar míns! Nei, nei, nei! Eg leyfi þér
aldrei að koma með hana hingað.
Hún fær ekki að svívirða þetta hús
með nærveru sinni. Ef þú þrjóskast,
geturðu farið héðan.
En ungi maðurinn yppti bara öxi-
um og gekk rólega út.
— Giftast berfættri negrastelpu!
æpti faðir hans á eftir honum. Og
þar sem hann var alveg að þrotum
kominn, lét hann fallast niður í
hægindastólinn sinn og sat þar til
kvölds. Þá fór hann í rúmið án þess
að borða. Sjálfur hefði hann heldur
viljað deyja en giftast múlatta-
stúlku. Hann óskaði þess heitt og
innilega, að hún dæi og helzt öll
fjölskyldan hennar líka.
Um morguninn lét hann það verða
sitt fyrsta verk að kalla á son sinn,
til að komast að raun um það,
hvort hann væri enn á sömu skoð-
un. En hvaða gagn var að því ? Son-
ur hans var sauðþrár og auk þess
mjög ástfanginn. Gamli maðurinn
sá strax að allar tilraunir til að fá
hann til að láta undan voru til-
gangslausar. Uppgefinn á að brjóta
heilann um þetta, gekk hann niður
í garðinn.
Morgunninn var bjartur og fagur.
Fuglarnir léku sér og eltu hvern
annan. Gömul vísa, sem einhver
söng í eldhúsinu, var það eina, sem
rauf kyrrðina. Allt í einu leysti ein
ljóðlínan öll vandræði vesalings Don
Carlosar. Hvers vegna hafði honum
ekki dottið þetta í hug fyrr? Hann
var búinn að finna lausnina á vanda-
málinu.
Óður af gleði, þaut hann hraðar
upp tröppurnar en svona gömlum
manni var hollt og lét kalla á son
sinn. Þegar ungi maðurinn kom, var
gamli maðurinn á svipinn eins og
hann væri að því kominn að fara
að gráta.
— Hvað ætlarðu að gera? spurði
Don Carlos eins og áður, en í þetta
sinn gerði hann það aðeins til að
hefja máls á þessu. — Ég ætla að
giftast henni, svaraði sonur hans
ákveðinn.
Nú fannst Don Carlosi rétt að
þagna dálitla stund. Svo setti hann
upp samúðarsvip og sagði: — Þú
getur ekki gifzt stúlkunni. Alfredo
hlustaði brosandi á hann. — Nei,
brostu ekki, hélt faðir hans áfram.
— Eg get ekki komið í veg fyrir, að
þú giftir þig. Þú ert orðinn nógu
gamall til að ákveða það sjálfur. En
í þessu máli er það sterkara afl en
ég, sem hindrar það. Og gamli mað-
urinn tók höndunum fyrir andlitið.
— Þú hefur vafalaust heyrt ýmis-
legt um ungu stúlkuna, drengur
minn, hélt faðir hans áfram. — Fað-
ir hennar er kolsvartur og það var
langt frá því að móðir hennar væri
ljós á hörund, en samt er Nelida jafn
hvít og aðrar hvítar konur hér um
slóðir. Þú hlýtur að sjá það sjálfur,
að Nelida er dóttir hvíts manns.
Gefðu mér nú drengskaparheit um að
þú skulir aldrei segja neinum þaö,
sem ég ætla að trúa þér fyrir.
Ungi maðurinn samþykkti það.
— Hlustaðu nú vel á það sem ég
segi og farðu eftir því, sagði Don
Carlos. — Þegar svona stendur á,
er ekkl um mikið að velja. Nelida er
dóttir mín . . .
Alfredo var alveg agndofa. Hann
leit rannsakandi framan í föður sinr.
Þrátt fyrir sársaukann í rödd han3,
var svipur hans næstum sigri hrós
andi.
Pilturinn skildi undir eins hvernig
í öllu lá. Faðir hans sveifst einskis til
að slíta sambandi hans við ungu
stúlkuna. Hann vildi jafnvel láta
þann sem mestu máli skipti að
virti hann, efast um heiðarleik sinn.
En hann skyldi komast að raun um,
að það borgaði sig ekki að leika sér
að eldinum. 1 þetta sinn var það Al-
fredo, sem barði svo fast í borðið,
að hann sárkenndi til í hendinni og
gamli maðurinn lyftist upp í stólnum.
— Hvað ertu að segja ? hrópaði
hann með þrumuraust. — Þú, sem ert
heiðarlegur og virtur maður! Hefur
þú komið fram eins og þorpari við
ógæfusama konu? Hefur þú, sem ert.
ástrikur faðir og uppfyllir allar óskir
sonar þíns, brugðist barninu þínu?
Þú lætur haúa kveljast í fátækt.
Don Carlos vissi ekki hvað hann.
átti af sér að gera. Hann sat eins og
á nálum og fannst hann vera að
kafna.
— Ég læt þetta ekki viðgangast.
lengur, hélt sonur hans áfram. —
&g fer og sæki hana. Þó ég verði að-
láta mér nægja að elska hana eins
og systur hér eftir, verður hún að
búa hérna Eg ætla að bæta fyrir
þann órétt, sem þú hefur gert henni.
Ég segi Martinez, að hann hafi verið
gabbaður á svívirðilegan hátt. og ég-
skal segja piltunum, sem elska hana
eins og systur sína, að ég sé kominn
til að sækja hana, af því að þú sért
faðir hennar.
Don Carlos langaði til að taka orð
sin aftur, en hann kom ekki upp
nokkru hljóði og sat eins og lamaður
meðan hann hlustaði á liófatak hests-
ins fjarlægjast.
Alfredo stöðvaði hest sinn í skugg-
anum af kókostré, stuttan spöl frá
húsi Martinezar. Þar beið hann dá-
litla stund, til að láta föður sinn
halda að hann hefði farið alla leið.
Svo ýfði hann hár sitt og vætti and-
liðið í læk, sem rann þar hjá. Að því
búnu steig hann á bak aftur og reið í
spretti heim. Þegar hann kom inn
til föður síns, stóð hann á öndinni af
mæði. Það var engu líkara en að
hann hefði lent 'í æðisgengnum bar-
daga.
— Hvað hefur komið fyrir þig?'
spurði gamli maðurinn órólegur.
— Það var ekki hægt að ná Nelidu
af þeim. Þeir ætluðu að drepa mig.
Feldu þig undir eins. Þeir geta kom-
ið hingað á hverri stundu og þeir eru
með hnífana á lofti.
Hann kastaði sér niður í stól. Don
Carlos þurrkaði svitann af enni sér.
Hann viss ekki, hvort hann átti að
fela sig eða vera kyrr.
— Þetta er allt þér að kenna,
stundi hann að lokum. — Þú gerir
allt, sem þér dettur í hug, án þess
að hugsa um afleiðingarnar. Þú trúir
líka öllu, sem þér er sagt.
— Var þetta þá ekki satt? spurði
sonur hans illkvittinn.
— Nei, það var ekki satt. En ég
varð að koma í veg fyrir það með
brögðum, að þú giftist henni, fyrst
ég gat ekki' sigrast á þrákelkninni í
þér.
ALFREDO lét höfuðið síga
eins og hann væri alveg
yfirbugaður: — Það
versta er að þeir eru á
leiðinni hingað, sagði hann. —
Hvernig eigum við að stöðva þá?
Þeir drepa okkur.
Framhald á bls. 14.
4