Vikan


Vikan - 28.07.1955, Blaðsíða 14

Vikan - 28.07.1955, Blaðsíða 14
Svör við „Veiztu — ?“ á bis. 5: 1. Radísa. 2. New York-borg er í New Yorkfylki, en Was- hingtonborg er í sambandslandinu Columbía. Washingtonfylki er á norðvesturströnd Bandaríkjanna. 3. Bach, Beethoven og Brahms. 4. Hróðmarsson. ö. Þeir borða salt, til að bæta upp allt það salt, sem fer út úr líkamanum með svitan- um. 6. Tannhvalur. 7. Hattinn. 8. Já, það er rétt. 9. Gottlieb Ðaimler. 10. Nálspor. Hver dagur á sitl LEYNDARMÁL Framhald af bls. 5. sjálf, unga eilífðarbrúðurin, og félagar hennar tveir. Allan þennan tíma höfðu þau Paul aldrei kysstst, jafnvel þó hún væri ástfangin af honum, eða það hélt hún að minnsta kosti. Einn bless- unarríkan dag hafði vísindaleiðangur svo loks bjargað þeim og flutt þau — fyrir aðeins einni viku — til Rio de Janeiro. Marietta, Systir María de la Cruz, hafði ákveðið, eftir örlitla og erfiða umhugsun, að vera kyrr hjá hinum innfæddu, sem höfðu hýst þau í fimm ár. Það rigndi enn og í rökkrinu var varla hægt að greina veginn ,sem fljótandi í vatni var lík- astur stöðuvatni. Xavier reykti hverja sígarett- una eftir aðra og loftið var orðið þykkt af reyk. Hann gaf ungu stúlkunni hornauga og sá, að hún var með opin augun. - Ég hélt að þér svæfuð. —• Ég er í svo æstu skapi, að ég get ekki sofið. — Ég get vel ímyndað mér það! Þessi nauð- lending hlýtur að hafa reynt mikið á taugarnar i yður. — Já. Ég var einmitt búin að segja við sjálfa mig, að eldingu slægi aldrei tvisvar niður á sama stað. — Og samt kom það einmitt fyrir. Þessir til- búnu málshættir hafa við engin rök að stiðjast. En til allrar hamingju var seinni eldingin hættu- minni en sú fyrri. Þó hann þvingaði sig til að sýnast vingjarn- legur, var málrómur hans harður. Þessi elsku- legá framkoma hans virtist svo óeðlileg, að mað- ur freistaðist til að halda, að hann væri að eðlis- fari þurr á manninn. Þetta fann Olga og hún þagnaði aftur. Pimm mínútum seinna hóf Xavier aftur máls: — Komust ekki tvær aðrar manneskjur lífs af en þér? Eftir nokkurt hik, svaraði hún. — Jú . . . tvær aðrar. — Og . . . hvað gerðuð þið þarna útfrá? 1 frumskóginum, á ég við. Satt að segja hafði hann ekki hinn minnsta áhuga fyrir því, sem unga stúlkan gæti sagt hon- um. Hann áleit hana þannig manneskju, sem ýmislegt kæmi fyrir, án þess að skilja eftir nokkur merki. Gegn vilja sínum svaraði Olga: — 1 fyrstu gerðum við ekki annað en órvænta um okkar hag . . . en við urðum auðvitað að verja okkur. Það fólust svo margar hættur í skóginum! Og við vorum hungruð . . . og þyrst . . . en einkum hrædd. Þessi skelfilegi ótti yfir- gnæfði allt annað. Svo . . . ja, svo hittum við nokkra innfædda svertingja. Við fylltumst skelfingu við að sjá þá, en þeir gerðu okkur ekkert illt. Þeir fóru með okkur heim í þorpið sitt og þar bjuggum við, þangað til Steffenson- leiðangui'inn fann okkur af tilviljun. Framhald í nœsta blaði. f»að næstbezta Fmmhald. af blt. * þið bara áfram að borða morgunverðinn ykk- ar sagði gamli maðurinn. — Það er ekkert að mér! Hann horfði lengi hryggur í huga á 772 KROSSGÁTA VÍKUNNAR Ldrétt skýring: 1 stjórnmálasamtök — 13 lóð — 14 óhrein — 15 óvild — 16 nam 18 listar - 20 riða — 23 megni 25 flýtir sér — 27 sæma tign — 29 enskur titill — 30 líkamshluti — 31 ómegin — 32 viðlag — 34 vinn- ingur - 36 flík - - 37 hestur — 39 áætlunarbíllinn — 41 nægileg — 42 fugl -1— 44 urga — 46 fiskur — 49 ropvatn — 51 viðkvæmur — 53 grískur bókstafur — 55 smælki ■— 56 hljóð — 57 blett — 58 lengdar- rnál 60 barefli, þf. - - 62 upp- spretta — 63 slarka — 65 bætt — 67 spil — 68 hjálparsögn — 70 iðka íþrótt - 72 hreinsar - 75 vísinda- grein. Lóðrétt skýring: 1 peningur — 2 tónn — 3 hests- hlutí — 4 hrumur maður — 5 flók- in (sjómannamál) — 6 íþróttafélag — 7 forsetning — 8 slær í ómegin^ — 9 Island — 10 gæfa — 11 sam- tenging — 12 bókstafur — 17 líkams- hluti — 18 stika — 19 snyrtir — 20 þýður — 21 eftirsjá — 22 eldfjall — 24 bók 26 fljót - - 28 hrós — 33 merki —- 34 sefa sorg 35 víður — 36 arða — 38 flokkur — 40 dropi 43 ungviðið — 44 gefir frá sér hljóð — 45 líf- færa — 46 sjóða — 47 ávöxtur — 48 skauta — 50 skaut — 52 úthaga — 54 vel klædd — 59 mannsnafn — 60 vörumagnseining — 61 leynir — 62 mjúkar — 64 strengur — 66 kubb — 69 tveir eins — 70 titill, sk.st. — 71 tveir samstæð- ir — 72 íþróttafélag — 73 sæki sjó — 74 ein- kennisstafir. Lausn á krossgátu nr. 771 LÁRÉTT: 1 forn - 5 ofn — 7 rosi — 11 rein 13 sukk — 15 Kam — 17 tiglótt — 20 rós 22 ómur — 23 fella — 24 Tumi — 25 ger — 26 æti — 27 grá — 29 mar — 30 óðir — 31 afla — 34 skini — 35 nafli — 38 álmu — 39 enni — 40 ónógt — 44 hrein —- 48 narr — 49 Jogn — 51 áll — 53 róa — 54 arg — 55 hol — 57 maur — 58 illur — 60 orri ■ - 61 akk — 62 snautar — 64 ögn — 65 Kron — 67 ragn ■ - 69 farg — 70 odd — 71 feng. LÓÐRÉTT: 2 orr.vur — 3 re — 4 nit — 6 full — 7 Rut — 8 ok — 9 skrum — 10 skóg — 12 niftin — 13 starfa — 14 Æsir — 16 amen — 38 geiri — 19 ólgan — 21 Ómar — 26 æði — 28 álf — 30 ókunn — 32 alein — 33 sál — 34 smó — 36 inn — 37 fit — 41 óar — 42 gróinn —- 43 trala — 44 hlaut — 45 rorrar — 46 egg — 47 flak — 50 torg — 51 áman — 52 lukka — 55 hi önn — 56 lind — 59 lund — 62 Sog — 63 raf — 66 rr — 68 ge. unga manninn, sem hefði^ getað orðið barna- barn hans, ef hann hefði verið kyrr í Eng- landi fyrir mörgum árum. Hann sökkti sér niður í hugsanir sinar, og þegar hann leit upp aftur, var Bettý að hella tei í bolla unga mannsins. Hún hélt á tekatlinum og hann á bollanum sínum, og þau horfðust í augu og brostu. Gleðistraumur fór um gamla manninn. Já, forlögin gátu bætt fyrir mistökin, sem hann hafði gert einu sinni. Og það væri það næst- bezta, sem fyrir hann gæti komið á lífsleið- inni. Minjónamæringurinn . . . Framhald af bls. 7. arar í Wall Street hengdu sig og Kaup- höllinni var lokað í tíu daga. Á þessum árum lenti hann í fjölda ástarævintýra. Því var haldið fram, að hann héldi við tvær systur; að minnsta kosti setti hann undir þær fyrirtæki. Hin ógæfusama kona hans var þá dáin fyrir nokkrum árum. Og 75 ára gamall gift- ist hann 18 ára gamalli dugnaðarstelpu frá Suðurríkjunum, sem tókst að venja hann af andavitleysunni, dró hann með sér í kirkju og fékk talið hann á að gefa pínulítið af milljónunum til góðgerðar- starfsemi. Corneliusi hrakaði mjög ört eftir að hann varð áttræður. Hann varð hjartveik- ur og magaveikur, en nógu sterkur var hann samt til þess að hoppa fram úr rúm- inu oftar en einu sinni og reka áleitna blaðamenn út úr húsi sínu og niður all- ar götur. Hann andaðist 3. janúar 1877 kyrjandi sálma. Hann lét eftir sig um 120 milljón- ir dollara, sem ættingjar hans bitust um árum saman. William sonur hans, sem dó 1885, safnaði 80 milljónum til viðbót- ar. Prá þeim eru komnir hinir frægu og forríku Vanderbiltar, sem enn þann dag í dag eru meðal auðugustu manna Banda- ríkjanna. — RICHARD LANE. J af evægistilf inning Framhald af bls. 11. inn fyrir. Allt í einu datt hann niSur. Hann var dáinn, þegar Jules faðir hans og Prancetta kom- ust til hans. Það var þá, sem hendur Jules byrj- uðu að skjálfa — og hafa ekki hætt því siðan. Seinna um kvöldið, þegar ég reis á fætur til að fara, stóð Jules líka upp og fylgdist með mér. Um leið og við opnuðum dyrnar, sagði hann. — Þú hefui' víst ekki tíma til að koma með mér upp í herbergið mitt og líta á nokkrar teikningar, sem sonui' minn gerði. Hann var líka málaranemi. Ég féllst strax á það. Við gengum upp mjóan fjalastiga. Hann ýtti upp hurðinni, fálmaði eftir veggnum í leit að slökkvaranum, og það birti í litla en snyrtilega herberginu. Ég hjálpaði honum til að draga fram gamalt koffort og hann tók upp teiknimöppu. Við töl- uðum góða stund um teikningar Jeans. Ég lét hann vita það á hógværan hátt, að faðir Pran- cettu hefði sagt mér frá atburðunum, sem gerzt höfðu á frelsisdaginn. Svo tók ég upp léttara hjal — um vinstofuna, og leikina með glös og flöskur. — Drengurinn minn var góður í slíkum leikj- um, sagði Jules. — Hann hafði svo taugastyrkar og öruggar hendur. Hann hnyklaði augabrýrnar hugsandi. — Ég er að reyna að muna einn leikinn, sem hann var vanur að leika. Hann færði báðar hendurnar upp á borðið á milli okk- 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.