Vikan


Vikan - 03.11.1955, Blaðsíða 9

Vikan - 03.11.1955, Blaðsíða 9
RASMÍNA LEGGUR Á FLÓTTA. r f>AT TATftf a-^:< tór# Rasmína: Éy fœ höfuðverk af þessum hrœði- lega hávaða í ncesta húsi. Gissur: Þá yeturðu skilið liverniy mér liður, þegar þú ert að syngja. Gissur: Þeir œttu bráðum að fara að verða bún- ir að reisa stálgrindina. Rasmina: Éy vona það. Á þessu liefur gengið í margar vikur. , -M - - K -kím\' f ^ Gissur: Ekki ásaka ég Rasmínu fyrir að bera siy illa. Ég er sjálfur að fá höfuðverk af þessum hávaða. Það er 'bezt éy sjnjrji verkamennina, hve langan tíma þetta taki. Gissur: Kalli! Éy vissi ekki að þú vœr- ir að vinna hér. Kalli: Gissur! Éy vissi heldur ekki að þú byggir hér. Gvendur: Jósafat! Komdu oy sjáðu hver er Jcominn! Gissur: Mér hcfur dottið snjall- rœði i hug, piltar. Farið þið að glugganum þarna oy gerið heil- mikinn gauragang. Rasmína: Nú eru þeir komnir að svefnherbergisglugganum minum. Þetta gerir mig geðveilca. Gissur: Þeir segja, að því linni ekki fyrr en eftir einn mánuð. Þú cettir að dvelja hjá móður þinni. Gissrir: Vertu sæl, Rasmína! Ég er viss um að þú gerir rétt í því, að flýja allan þennan hávaða. Rasmína: En ég kenni í brjósti um þig, að þurfa að umbera hann, góði minn. Gissur: Úr þvi Rasmína er farin, þá getum við spilað á hverjum degi. Kátli: Þú ert hreinasti snillingur, Gissur. Það var snjallt hverniy þú lékst á Rasmínu. Rasmína: Gissur, hvar ertu? Éy gleymdi einni töskunni minni. Éy verð að fara, með nœstu lest. Gissur: Éy verð að komast út héðan. Kalli: Biðið eftir mér! Gvendur: Út á landyönyubrúna. Jósafat: Aldrei framar á œfinni mun mig langa til að sjá fljúgandi diska. Gvendur: Yfir hverju ert þú svosem að kvarta. Éy fékk tepott oy sykurkar í hausinn. Af ýmsu tagi ÞEGAR það kom fyrir í knattspyrnuleik fyrir skemmstu, að brezkir piltar í fjórða flokki fengu á sig 26 mörk í fyrri hálfleik, ákváðu þeir að skipta um markmann. En það bar næstum lítinn árangur. Tjrslit leiks- ins: 53—0! o-----• HJÓNIN i franska bænum Tarbes, sem geymdu sparifé sitt — um 22,000 krón- ur — í þvottavélinni sinni, munu áreiðanlega framvegis nota annan felustað. Vinnukonan þeii'ra tók upp á því einn daginn að þvo þvott í vélinrp og þúsundirnar urðu að pappirs- g'i'aut. #_____# RlKISSTJÓRINN í Californíu hefur lagt svo fyrir, að öll veitingahús ríkisins skuli tafarlaust hætta að selja áfenga drykki - - ef til atomárásar korni. •-----• STJÓRNMÁLAFLOKKUR einn í Bremen í Þýzkalandi hefur ákveðið að hressa upp á áróðursfundi sína með því að láta laglegar stúlkur standa við hlið ræðumannanna á með- an þeir flytja ræður sínai\ ÞAÐ sannaðist áþreifanlega fyrir skemmstu við íéttarhöld í Kilburn í Skotlandi, hve vitnum getur missýnst. Þremur sjónarvott- um kom ekki saman um, hvort bíll, sem valdið hafði slysi, hefði verið blár, brúnn eða svart- ur. Hinsvegar gat lögreglan upplýst, að hann hefði verið grár. •-----• STRÆTISVAGNASTJÓRAR í Singapove hafa hótað að leyfa farþegum að aka frítt, ef ekki verði orðið við kröfu vagnstjór- anna um iaunabætur. •-----• I^TALSKIR verkfræðingar munu á næstunni hefja tilraunir með litaða vegi. Ef þetta gefur góða raun, verður þjóðvegakerfið fram- vegis í öllum regnbogans litum. Tiigangur- inn er sá að auðvelda mönnum að rata. Rauð- ir vegir iiggja ‘til Rómar, grænir til Genua o. s. frv. GYPSKA menntamálaráðuneytið hefur lagt blátt bann við þvi, að piparsveinar itenni i kvennaskólum. • « 1r Indlandi hefur verið framleidd ný fæðu- tegund, sem fullyrt er að innihaldi öll þau næiingarefni, sem fulloi'ðinn maður þarfnast. Eini ókosturinn: Það er heybragð af kássunni. Á Nýju Guineu er ríkjandi mikil fáfræði og .allstór hluti íbúanna, sem eru rúm milljón, er ólæs. Blaðið, sem er að koma úr prentvélinni er gefið út af menntamála- ráðuneytinu og sent til allra þorpa á eynni, en það er liður í herferð gegn fáfræðinni, sem Ástralía hefur umsjón ineð í umboði Samein- uðu þjóðanna. HEFNDIISI ER SÆT JJEFNDIN er sæt — að sumra áliti. Hér eru fáein dæmi um það, hve mikið menn vilja stund- um á sig leggja til þess að het'na liarma sinna. Kona er nefnd Eve Closset. ^Jún er frönsk. Hún á son að nafni Jose Closset. Jose hafði mikinn hug á að verða söngv- ari. Hann komst í kór franskrar óperu. En fáeinum vikum síðar var honum sagt upp; hann hafði næsta lítilfjörlega söng- rödd aö dómi forráðamanna óperunnar. Hvað gerði frú Eve Closset, móðir Jose? Hún kveikti í leiksviðsbúnaðinum og brenndi óperuhúsið til grunna! Annað dæmi: Gamall ítalskur hennaður barðist fyrir því árum saman að komast á eftirlaun. Hann var orðinn áttræður, þegar hann loks fékk þau. Þá lét hann það verða sitt fyrsta verk að giftast átján ára gamalli stúlku. Hann var að hefna sín á stjórnarvöld- unum, sagði hann glaðhlakkalega. „Þegar óg dey, verða þau að greiða henni ckhna- laun til dauðadags." I Heidelberg reiddist ungur ver!:amað- ur skattheimtumanni nokkrum svo ofsa- lega, að hann kyrkti hann með hálsbind- inu hans og lét greipar sópa um peninga- hirzlur skrifstofunnar. En þessi hefnar- þorsti kostaði hann raunar lífstíðar betr- unarhúsvinnu. Blindur hefndarþorsti leiðir þó til allr- ar hamingju ekki alltaf til mannvíga. Þó kemur það að sjálfsögðu fyrir, jafnvel á Norðurlöndum. Fyrir fáeinum árum gerðist það*í Svíþjóð, að 25 ára gamall maður gekk berserksgang með voðalegum afleiðingum. Hann hét Tore Hedin. Unn- usta hans, Ulla Ostberg, hafði sagt hon- um upp. Hann fór heim til hennar, myrti báða foreldra hennar og kveikti í húsinu. Ulla var starfsstúlka í elliheimili þar í grendinni. Hinn tryllti morðingi fór til eliiheimilisins, myrti hana og forstöðu- konuna og kveikti í því húsi líka. Loks er hér frönsk saga um hefndir. Þegar Ray Colmar skrapp í fjölleikahús og sá enga aðra en konuna sína dansa þar fáklædda á sviðinu, óð hann úr sæti sínu og upp á leiksviðið, sló hana utanundir og skipaði henni að klæðast hið snarasta og snáfa heim. Lupe Colmar hefndi sín með því að ráða sig í næturklúbb, þar sem hún dans- aði jafnvel fáklæddari. Ray fór í skilnaðarmál. Lupe krafðist 3,000 króna lífeyris á mánuði. Þegar af- greiðslu málsins var frestað, fluttist hún að heiman og tók saman við forstjóra næturklúbbsins. Upp úr því myndaði Ray félagsskap, sem keypti klúbbinn; sagði síðan forstjór- anum upp! Allt þetta umstang komst í dagsins ljós þegar skilnaðarmálið var tekið fyrir að nýju og skilnaðurinn veitt- ur. BLESSAÐ BÁRNIÐ Pabbinn: Hvað lét mamma margar brauðsneiðar i nestiskörfuna okkar, Lillif Lilli: Sex! Pabbinn: Fimm, sex, sjö, átta! Lilli þó! Þœr eru átta. Éy hélt að þú kynnir að telja betur en þetta. EEíSCIi’ Pabbinn: Þú verður að œfa þig l að telja, Lilli. Éy mundi skammast mín, ef einhver víssi, að þú kannt ekki að tclja upp að átta. Golfleikarinn: Hvc Pabbinn: Se;v! mörg högg notaðir þú ? Lilli: Þú tclu sandhrúgunni i á brautinni oy sinnum i allt. r vitlaust, pabbi. Þú lékst tvisvar á byrjun, tvisvar í þýfinu, cinu siuni þrisvar á yrasfletinum. Það er átta 8 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.