Vikan


Vikan - 08.03.1956, Síða 12

Vikan - 08.03.1956, Síða 12
;VOBU EINHVER ÁLÖG A ÞESSUM HBING? GETUR DAUÐUR HLUTUR OLLIÐ SVONA ÖLÁNI? Eftir Mark Priestley HANN hét réttu nafni Rodolpho d’An- tonguoíla. Hann hafði fluttst til Bandaríkjanna frá ítalíu og unnið fyrir sér um skeið sem uppþvottamaður í þriðja fíokks veitingahúsi. Ennfremur hafði hann gert af sér ýmiskonar ærustrik, sem komu honum í kast við lögregluna. Nú minnast menn hans sem Rudolphs Valentino, hins heimsþekkta leikara og kvennagulis þöglu myndanna. Hann varð knæpudansari, áður en hann fékk fyrsta kvikmyndahlutverkið; í fyrstu myndinni sást hann raunar aðeins í fá- einar mínútur og þóttist góður að fá fá- eina dollara fyrir. Þegar hann lék í mynd- inni, sem gerði hann frægan, fékk hann rösklega 200 krónur á dag. Þegar -hann andaðist 31 árs gamall fyr- ir tæpum þrjátíu árum, var eins og fár gripi hina bandarísku aðdáendur hans. Yfir hundrað meiddust í uppþoti, sem varð fyrir framan líkhúsið, þar sem jarðnesk- ar Ieifar hans voru geymdar. Valentino var skrautgjarn maður og hjátrúarfullur. Meðal annars átti hann gullarmband mikið, „vemdargrip“, sem konan hans hafði gefið honum. Dag nokk- um sá hann hring, sem að allri gerð var nauðalíkur armbandinu. Það var í lítilli og fomfálegri skartgripaverzlim í San Francisco. Hringurinn var austurlenzk- ur. Verzlunareigandinn tjáði kvikmynda- stjörnunni, að þetta væri hinn mesti heilla- gripur, sem fært hefði ýmsum eigenda sinna fé og frama. En hann varaði Valen- tino við því, að hringurinn gæti „skipt um hlutverk" ef svo mætti orða það, þ. e. orðið hinn versti bölvaldur. Valentino keypti hringinn og gekk með hann í næstu mynd sinni: Ungi eyðimerTc- urhöfðinginn. Og myndin fékk svo afleit- ar móttökur, að hann sýndi sig ekki á sýningartjaldinu í tvö ár á eftir. Hann bar hringinn nærri aldrei eftir það, fyrr en byrjað var á töku myndar- innar: Sonur Arabahöfðingjans. Þetta varð síðasía myndin sem hann lék í. Þremur vikum eftir að myndatökunni lauk, fór hann í frí til New York. Og hann var með hringinn á hendinni þegar hann fékk botnlangakastið, sem dró hann til bana. Mjög náið samband hafði verið með kvikmyndastjömunni Polu Negri og hin- um dýrkaða Valentino. Hún virtist verða nærri sturluð af sorg, þegar henni barst andlátsfregnin. Hún fékk hringinn til ttiínningar um kvennagullið og sór að varð- voi'ta iiíjrm þar til þau mættust aftur. IJpp úr þessu varð Pola fyrir hverju ófiappinu á fætur öðru, uns allt útlit var fyrír, að kvikmyndaferli hennar væri lok- ið. En hún kynntist einskonar Valentino fvrr en hana hafði grunað. Það er að segja, hún var kynnt fyrir Russ Colombo, sem var allt að því tvífari hinnar látnu stjörnu. Russ var líka orðinn feiknmikið kvennagull í Bandaríkjunum, og slagaði jafnvel hátt upp í Bing Crosby og Rudy Vallee sem dægurlagasöngvari. Og þegar Pola sá Russ í fyrsta skipti þóttist hún hafa himin höndum tekið. Þau unnu saman í nokkmm kvikmynd- um og leikkonan tók nýliðann undir verndarvæng sinn. Hún gaf honum líka hringinn Valentinos. Örlaganornirnar hljóta að hafa legið á hleri. Sömu viku sem Russ Colombo fékk hringinn, fórst hann í bílslysi. Aftur þyrptust syrgjandi konur að líkbörum fallins hálfguðs. Aftur grét Pola Negri. Frændi Russ gaf hringinn þeim manni, sem hann vissi að hafði verið bezti vinur hins látna, söngvaranum Joe Cassino. Hann var líka búinn að afla sér feikn- mikilla vinsælda — og honum var þvert um geð að ögra forlagadísunum með því að bera ólukkuhringinn. Þess í stað geymdi hann hann í gler- kassa í stofu sinni til minningar um vin sinn. Seinna var hann beðinn um að gefa hringinn í Valentinosafnið, sem aðdáend- ur leikarans höfðu stofnað. En hann neitaði og kvaðst ekki vilja farga hon- um. Kannski gleymdi hann þegar fram liðu stundir þeim sögum, sem tengdar voru við hringinn. Hann setti hann upp — og viku seinna dó hann í bifreiðaslysi! Blöðin gerðu sér mikinn mat úr „böl- valdinum", eins og þau kölluðu hringinn. Del, bróðir Joes, hikaði heldur ekki við að lýsa yfir því, að ef Joe hefði losað sig við djásnið, hefði ekki farið sem fór. En Del komst um síðir að þeirri niðurstöðu, að hann gæti ekki verið þekktur fyrir að láta bamalega hjátrú stjórna gerðum sínum, og þar kom að hann setti hring- inn upp. Ekkert skeði. Hringurinn var lánaður manni, sem safnaði minjagripmn um Valentino. Hann virðist líka hafa sloppið ómeiddur frá þessu. En kvöld eitt skaut lögreglan í Los Angeles til bana innbrotsþjóf að nafni James Willis. Þegar leitað var á honum, kom hinn verðmæti Valentino- hringur í ljós. Willis hafði stolið honum. Fylgir einhver bölvun þessum austur- lenzka hring, eða voru þetta eintómar til- viljanir? Menn veittu því athygli, að búningar kvikmyndastjörnunnar, sem kvikmyndafé- lag hans geymdi vandlega árum saman, færðu þeim leikurum ekkert nema ógæfu, sem óskuðu eftir að fá að klæðast þeim í myndum sínum. Svo ákvað Edward Small kvikmynda- stjóri að gera kvikmynd um líf Valen- tinos. I aðalhlutverkið valdi hann Jack Dunn, sem orðinn var kunnur sem list- hlaupari í skautaflokki Sonju Henie. Eins og Russ Colombo, var Jack furðu- líkur Valentino. Til þess að sýna, hve nauðalíkir þeir væru, lét hann taka af sér reynslumynd í fötum Valentinos — og með hringinn alræmda. Hann var aðeins 21 árs, og tíu dögum síðar andaðist hann úr mjög fágætri blóð- sótt. Jack Dunn var síðasti maðurinn sem bar Valentinohringinn. Hann var í snatri settur í geymslu. Og þó var sögu hans enn ekki lokið. Skömmu seinna réðust þrír menn inn í banka í Los Angeles um hábjartan dag og komust undan með rúmlega þrjár millj- ónir króna. Við handtölcu tveggja bófanna særðust þrír lögreglumenn. Þegar foringi þeirra, Alfred Hahn, náðist, var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Hvernig gat hann vænst þess, að heppn- in yrði með honum ? Meðal verðmæta þeirra, sem geymd voru í fjárhirslu bank- ans, var Valentinohringurinn. S 11 Æ L K I Allir vilja lifa lengi, en enginn vill verða gamall, sagði franski heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn Talleyrand. Og einhver annar sagði: - Það er gallinn við þetta líf, að þegar mað- ur er orðinn nægilega gamali til að vita hvern- ig maður á að lifa því . . . ja, þá er maður orðinn of gamall til þess. Kennarinn: Og hvaða hlutverki gegnir mag- inn? Læknaneminn: Hann heldur uppi buxunum. Ferry Charles kom einu sinni í veitingahús og spurði: Þjónn, hafið þér froskafætur? Þjónninn: Nei, það er gigtin sem lætur mig haltra svona. Ung og glæsileg tízkumær var að koma heim úr vetrarleyfi í útlöndum. Þegar til toll- skoðunar kom við landamærin, gekk hún til tollþjónsins og horfði á hann með sínu saklausasta augnaráði. „Eruð þér með nokkuð tollskyIt?“ spurði tollþjónninn. „Nei, nei.“ „Eruð þér viss um það?“ „Alveg viss.“ „Ber að skilja það svo, að silfurrefsrófan, sem gægist niður undan pilsinu sé óaðskiljan- legur hluti ungfrúarinnar ?“ 12

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.