Vikan


Vikan - 05.07.1956, Blaðsíða 3

Vikan - 05.07.1956, Blaðsíða 3
eftir P.G. Wodehouse AÐ var morguninn eftir árshátíðina, og nokkrir klúbbfélagar höfðu safnazt saman I reyksalnum til að fá sér dálítinn reyk. Það hafði verið glatt á hjalla kvöldið áður, og menn aðhylltust almennt friðsamlega og næstum því starandi þögn. Hún var að lokum rofin af einum félaganna. „Hann Teddi er kominn aftur heim." „Hvaða Teddi ?" „Teddi Björnes." „Aftur heim?" „Aftur hingað." „Prá hvaða stað á ég við?" „New York." „Ég vissi ekki, að Teddi hefði verið í New York." „Jú, þú getur borið mig fyrir því. Eða hvern- ig,“ sagði félaginn hróðugur, „ætti hann annars að hafa getað komið aftur?" Hinn félaginn íhugaði málið. „Dálítið til I því," samsinnti hann loks. „Skemmti hann sér vel?“ „Ekkert sérstaklega. Hann missti stúlkuna, sem hann elskaði." „Ég vildi ég ætti tíkall fyrir hverja stelpu, sem Teddi hefur elskað og misst," sagði einn félaginn og andvarpaði angurvær á svip.. „Ef svo væri, þyrfti ég ekki að slá þig um hundrað- kall." „Þú þarft þess ekki." „Annar félagi ygldi sig. Hann var að drepast af hausverk, og honum fundust samræðurnar orðnar full lágkúrulegar. „Hvernig missti hann stúlkuna?" „Vegna ferðatöskunnar." „Hvaða ferðatösku?" „Ferðatöskunnar, sem hann bar fyrir hina stúlkuna." „Hvaða hina stúlku?" „Þessa, sem hann bar ferðatöskuna fyrir." Félaginn ygldi sig aftur. „Dálítið flókið allt saman, ekki satt?" sagði hann. „Tæplega forsvaranlegt umræðuefni, á ég við, til að bera á borð fyrir góðkunningja, sem vöktu lítillega frameftir í gærkvöldi." „Alls ekki svo flókið," mælti sögumaður, „þegar þú hefur kynnzt málavöxtum. Sagan, eins og Teddi sagði mér hana, var svo auð- skilin, að hver bjálfi getur skilið hana. Og hann heldur — og það held ég líka — að hún sýni okkur bara, hvilíkir leiksoppar við erum í hönd- um örlaganna. Þið skiljið, hvað ég á við. Ég á við, að það þýði lítið að vera' áhyggjufullur og reyna að vera framsýnn og áætla og skipu- leggja og vega og meta hvert spor, því að menn vita aldri, þegar þeir gera hitt og þetta, hvort eitt eða annað skeður — og geri menn svo hinsvegar eitt eða annað, getur auðveld- lega hlotizt af því hitt og þetta." Fölleitur maður með djúpa bauga undir aug- um stóð upp, þegar hér var komið sögu, og bað menn að hafa sig afsakaðan. Hann kvartaði um, að hausinn á sér væri að klofna og sagð- ist hafa í hyggju að skreppa til lyfsalans úti á horninu til að fá sér annan aspirínskammt. ,,Ég er viss um,“ hélt sögumaður áfram, „að hefði Teddi —■ ekkert nema hjálpfýsin eins og vant er — bara látið vera að bera þessa ferða- tösku fyrir stúlkuna, þá gæti hann núna i þess- ari andránni verið að ganga upp að altarinu með rauða rós í hnappagatinu og Margréti, einkadóttur fimmta jarlsins af Broddaborg, sér við hlið. Einn félaginn maldaði í móinn. Hann neitaði að viðurkenna, að slíkt gæti hugzast, jafnvel þótt Teddi hefði alla ævi forðazt ferðatöskur eins og heitan eldinn. „Broddi gamli mimdi aldrei hafa leyft Möggu að giftast- manni af Tedda sauðahúsi. Honum mundi finnast hann of veraldlegur og léttúð- ugur. Ég veit ekki, hvort þið þekkið Brodda- fjölskylduna, en ég get trútt um talað, því að fólkið mitt dró mig til þeirra um eina helgi, og við vorum ekki bara rekin i kirkju tvisvar á sunnudeginum, heldur voru lika á mánudaginn klukkan átta — átta, takið eftir — morgun- bænir í borðstofunni. Þarna hafið þið Brodda gamla í hnotskurn. Teddi er ágætis strákur, en þetta hlýtur að hafa verið vita vonlaust fyrir hann frá byrjun." „Nei, þvert á móti," sagði sögumaður. „Hann gerði strax á skipinu til New York stormandi lukku hjá fjölskyldunni." „Voru Broddi og Magga bæði með skipinu?" „Hvort þau voru! Meira að segja alla leiðina." Og þú segir, að Broddi gamli hafi raun verulega fellt sig við Tedda? „Hann ætlaði blátt áfram alveg að éta hann. Þú athugar ekki, þar sem Broddi gamli bjó allan ársins hring uppi í sveit, þekkti hann ekkert til Tedda nema það, að einn frændi hans væri Blesi lávarður, gamall vinur og bekkjar- bróðir Brodda, og eins vissi hann, að einn frændi Tedda er hvorki meira né minna en biskup, — næstum því heilagur maður! Með tilliti til þessa hefur hann vafalaust álitið Tedda vænsta pilt og vel það. Félaginn virtist steinhissa, en var þó ekki af baki dottinn. „En hvernig snerist Magga við honum? Ég mundi hafa haldið, að Teddi væri síðasti fugl- inn, sem henni dytti í hug að leggja lag sitt við. Ég hef séð til hennar á góðgerðabazarnum, og þið getið haft mig fyrir því, að hún leit ekki beinlínis út fyrir að vera til í tuskið. Þið látið það auðvitað ekki berast, en ég hef vissu fyrir því, að þessi stúlka leikur á kirkjuorgelið ;í þorpinu og hefur oft sézt vera að fara með súp.u- spón til þorpsbúa, sem henni fannst eiga slikt skilið, svo að allir gætu séð, hvað hún væri góðhjörtuð og alþýðleg." Sögumaður hafði enn svör á reiðum höndum. „Hún þekkti ekki heldur neitt til Tedda. Henni geðjaðist að rólegu og traustvekjandi fasi hans, og hún hélt hann væri andríkur. Að minnsta kosti get ég fullvissað ykkur um, að allt gekk eins og í sögu. Ekki skemmdi það fyrir, að gott var i sjóinn og það var öndvegistunglskin á hverju kvöldi, svo að ekki var að furða, þó að Teddi karlinn styndi upp bónorðinu á fjórða degi. Og þegar hann næsta morgun tilkynnti Brodda gamla, að hann ætti nú son til að halla sér að í ellinni, varð Broddi himinlifandi. Gamli maðurinn sagð- ist ekki geta óskað dóttur sinni betri eiginmann til handa en ráðsettan, heiðarlegan ungan mann eins og Tedda, og þau komu til New York eins og ein hamingjusöm fjölskylda. Það einasta, sem Teddi rakst á í New York og kalla mætti að væri í ætt við galla í fari borgarbúa, var að þeir, eftir blöðunum að dæma, virtust ekki eins framúrskarandi ham- ingjusamir í ástalifi sinu eins og hann. Ég á við, að hann vildi hafa brosandi andlit allt um- hverfis sig, ef svo mætti segja, en honum fannst engu likara en það væri útbreiddur siður meðal borgarbúa að höggva sínar hjartkæru eiginkon- ur í spað, troða bitunum vandlega niður í poka og urða síðan I einhverri mýrinni — eða að öðrum kosti setja leynilögreglumenn til höfuðs hinum ástkæru eiginkonum i þvi skyni að afla nauðsynlegra sannana í væntanlegu skilnaðar- máli. Það hryggði sig, sagði hann mér, þegar hann opnaði morgunblaðið sitt, að verða að reyna að eta eggið sitt og beikonið jafnhliða því að horfa upp á mynd af frú Maju Makkinis, sem var tekin þegar hún leit ekki sem bezt út, rétt eftir að herra Makkinis hafði jafnað einhverja til- tölulega saklausa heimilisþrætu með kjötexinni. Einnig fannst honum fullmikið af frásögnum af rosknum og kirkjuræknum heimilisfeðrum, sem staðnir voru að þvi að eiga vingott við ungar og fríðar blómarósir úti i bæ, eða jafn- vel töldu ekki eftir sér að sækjast eftir slíku vinfengi út fyrir borgarmúrana. En hvað um það, þegar menn eru gestir mik- illar þjóðar, mega þeir ekki kippa sér upp við alla skapaða hluti, sem nýstárlega koma fyrir sjónir. Og það virðist engin vafi á því, að þrátt fyrir allar hjónabandserjur umhverfis hann, þá lék Teddi um þessar mundir ómótmælanlega við hvei-n sinn fingur. Ég hef aldrei sjálfur verið trúlofaður, svo að ég þekki ekki sjúkdómsein- kennin af eigin reynd, en Teddi segir mér, að mönnum finnist þeir svífa á svifléttu skýi hátt í lofti og reki aðeins tærnar niður á jörðina endrum og eins. Mestallan tímann, sagði hann mér, sveimaði hann um New York eins og einhver vængjuð vera. En einstaka sinnum kom hann þó niður úr háloftunum, og það var á einni slíkri sjald- gæfri stund, að hann rankaði við sér á gangi nálægt Sjötugasta og öðru stræti, einhvers stað- ar í vesturborginni. Og rétt á undan honum gekk stúlka, sem var að rogast með gríðarstóra ferðatösku. Nú vil ég biðja ykkur að taka mjög vandlega eftir. Það er hérna, sem Teddi stendur eða fell- ur. Hann var talsvert mælskur, er hér var komið sögu, þegar hann sagði mér frá þessu. Og hvað mig snertir, þá álít ég hiklaust, að mannorð hans sé gersamlega óflekkað. Riddaramennskan ein, sem okkur Englendingum er I blóð borin, hafi ráðið gerðum hans. Framhald d bls. 6. TEDDI ÁTTI EFTIR AÐ UPPGÖTVA, AÐ ÞAÐ GETUR VERIÐ ÁKAFLEGA VARASAMT AÐ VERA RIDDARALEGUR VIÐ KVENFÓLK — ÞEGAR MAÐÚR ER TRÚLOFAÐUR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.