Vikan


Vikan - 19.07.1956, Blaðsíða 10

Vikan - 19.07.1956, Blaðsíða 10
Horfið 200 ár UPPX á vegg i veitingasal nokkr- um í Bergen hangir gamalt mál- verk, sem á að sýna fyrsta ferða- manninn þar í landi, Englending nokkurn, sem boðið hefur verið upp á rommekolle í trogi á norskum sveitabæ. En i stað þess að setjast að troginu og deila innihaldi þess með heimilisfólkinu, hefur hann tek- ið það á hné sér og horfir angistar- fullur á öll þessi ósköp af hvítu mjólkurhlaupi, eftir að hafa smakk- að fyrstu skeiðina. Af þessu hafa Norðmenn eins gaman og við höfum af þvi að segja frá því, þegar ensku hermennirnir steiktu sér bollur úr skyrinu okkar. Enda er rommekolle eða rommering ekkert ósvipað skyri á bragðið, aðeins þynnra, og það er borðað með sykri eða kanel út á, en ekki mjólk. Þessi réttur var mikið borðaður í sveitum Noregs áður fyrr, einkum þó upp til selja á sumrin. Stundum er líka búinn til romme- grautur eða rommegröt. I5g fékk tækifæri til að smakka rommekolle ásamt fleiri gömlum, norskum réttum í kvöldverðarboði, sem nokkrum blaðamönnum frá Atlantshafsbandalagsríkjunum var boðið til í einu gamla húsinu í Byggðasafninu i Oslo. Okkur fannst við vera horfin langt aftur í timann, þegar við gengum inn í hálfrökkrið í þessu 200 ára aftur í tímann gamla bjálkahúsi, þar sem arineldur- inn varpaði flöktandi birtu út í stof- una og á dúkað langborðið með föst- um baklausum bekkjum í kring. Allt var þaina með sömu ummerkjum og það hafði verið fyrir 200 árum. 1 fyrstu var eins og gamla stofan með sínum skuggalegu skotum haml- aði nokkuð samræðum og kæti, eða var það kannski bara þessi þáttur í eðli Norðmanna, sem er líka svo ríkur í okkur Islendingum, að blanda ekki frjálslega geði við ókunnuga fyrr en eftir nokkra stund eða rétt- ara sagt eftir einn eða tvo snapsa. En þá eru líka engin takmörk fyrir þvi hve elskulegir þeir eru og félags- lyndir. Sjálf hafði ég ekki tíma til að velta þessu mikið fyrir mér þá stundina, því ég var önnum kafin við að mjaka mér að arninum, svo lítið bæri á, og svo frá honum aft- ur, þegar hrollurinn var farinn úr bakinu á mér og það orðið rautt af hita. Arineldur finnst mér ákaflega notalegur og aðlaðandi, þ. e. a. s. ef í hinum enda stofunnar er falinn mið- stöðvarofn. Svona er hitaveitan bú- in að spilla okkur nútíma Islending- um. Á borðinu vörpuðu tvö kerti birtu á alls kyns trog og tréföt á dökk- rauðum dúk. Og á því var eingöngu norskur, þjóðlegur matur. Þar gaf að líta alls kyns brauð, ásamt örþunn- Þessi kirkja, Stafakirkj- an í Fantoft nálægt Bergen, er enn notuð, tímum kristninnar þar í þó hún sé síðan á fyrstu Iandi. Takið eftir drek- unum, sem teygja sig upp i loftið. Hún er ein- göngu byggð úr viði og næstum gluggalaus, svo skuggsýnt er inni. Upp- haflega var þar aðeins moldargólf, en seinna var sett í hana fjalagólf og bekkir. 1 þessari gömlu kirkju vilja marg- ir láta vígja sig í hjóna- band og þar er messað enn þann dag í dag. Enn eru til nokkrar slíkar stafakirkjur í Noregi. um ertubrauðsneiðum og þunnum kartöflukökum. Af ofanáleggi man ég eftir spægipylsu, annarri svipaðri pylsu og sneiðum úr svínslæri. Auk þess var okkur boðið upp á vind- þurrkað kjöt (skerpukjöt) með lauk- sneiðum. Og loks borðuðum við rommekolle, réttinn sem sagt var frá hér á undan. Með matnum var auð- vitað drukkið „öl og dram“. Og til að ekkert truflaði hið hlý- lega og þjóðlega norska andrúms- loft, sem þarna ríkti þrátt fyrir níu framandi fugla, sinn úr hverjum kima álfunnar, þá gengu stúlkur í norskum þjóðbúningum um beina. Norðmenn virðast kunna flestum þjóðum betur að halda til haga göml- um þjóðiegum verðmætum. 1 Osló hafa þeir komið upp byggðasafni, þar sem safnað hefur verið saman göml- um húsum frá ýmsum tímum með öllu því sem þeim tilheyrir. Af þess- um gömlu hlutum getur maður séð hvernig forfeðurnir hafa lifað og hvernig lifnaðarhættirnir haf a breytzt. Á rúmunum sést t. d. hvernig fólkið hefur í fjrrstu sofið sitjandi uppi, svo stutt eru þau. Síðan fara þau að smálengjast, fólkið fer að halla sér ofurlítið aftur á bak og hafa marga kodda við bakið og loks leggst það alveg niður, um leið og koddunum fækkar. Lengdin á rúmunum stafar e. t. v. líka af því, að íbúar hús- anna hafa verið lægri vexti en nú- tímamenn. 1 Aarhus í Danmörku hefur verið komið upp „byggðasafni” með svo- lítið öðru sniði. Þar er verið að safna saman á einn stað hinum gömlu hús- um bæjarins og staðsetja þau í sams- konar umhverfi og þau stóðu í á stn- um tima. Þar er hús klukkusmiðsins, hús skóarans, gamla millan o. s. frv. Félög iðnaðarmanna munu sjá að mestu um húsin. Þarna er því komið skemmtilegt gamalt þorp, sem verð- ur vel varðveitt. Hér á Islandi hefur á síðustu ár- um vaknað nokkur áhugi fyrir því að halda gömlum minjum til haga. En gömlu bæirnir sem haldið er við eru uppi i sveit, langt frá þéttbýlasta hluta landsins og þeim stað þar sem útlendingar koma. Hvað um Árbæ, rétt innan við Elliðaárnar ? Mig minn- ir að ég hafi einhvern tíma heyrt talað um að hann ætti að gera upp og hafa til sýnis. E' G sé fyrir mér göng inni í miðju fjalli, sem liggja skáhallt upp í móti svo langt sem augað eygir. Sjálf sit ég í miðjum fer- köntuðum, flatbotnuðum kassa með dauðskefldan blaðamann á hægri hlið og Portugala, sem hefur dregið nýju rauðu topphúfuna sína niður fyrir augun og raular suðrænan tangó á vinstri hlið, og halla mér aftur svo að ég ligg næstum á bakinu, því það er 45° halli á kassanum, sem mjakast hægt upp eftir þessum 1100 metra löngu göngum . . . Nú er hún alveg orðin ær og farin að dreyma sig inn í fjöllin til norsku tröllanna, hugsið þið auðvitað. En því fer fjarri. Þessi undarlegi kassi með skábríkunum til að sitja (eða liggja) á er í raun- inni til og í honum fóru 9 blaðamenn og ein skelfd kona (ég sjálf) upp í gegnum f jall- ið, sem raforkuverunum miklu er komið fyrir í við alumíníumverksmiðjumar á Sunndalsöra í Norður-Noregi. Þetta geysimikla raforkuver, sem framleiðir mun meiri orku en öll okkar ver til sam- ans, er að mestu sprengt inn í f jallið. Þegar ég sat þama í kass- anum og horfði niður í trektina fyrir neðan mig og á ljósdeplana, sem urðu sí- fellt minni, þangað til þeir hurfu í myrkrið, eða upp eft- ir göngunum, þar sem ekki sást nokkur glæta og í eyr- um mér glumdu heimspeki- legar húgleiðingar Frans- mannsins fyrir framan mig um að líklega héngjum við aðeins á einum streng, sem búið væri að nota í tvö ár, þá var ég sannfærð um að aðra eins hetjudáð hefði eng- in íslenzk kona drýgt síðan fornkonumar okkar leið. Helzt vildi ég hætta frá- sögninni hér, til að varðveita þessa einu hetjudáð mína á æfinni. Nei, hana fékk ég ekki að hafa í friði. Uppi á FORSETAFRÚIN KOM ÞAR! brúninni vék sér að mér sá sem stjórnað hafði farartæk- inu. — Svo þér eruð íslenzkar? Eg fór með forsetann ykk- ar hérna upp í fyrra, þegar hann kom í opinbera heim- sókn til Noregs. — 1 þe-þessu farartæki? stundi ég upp. — Já, og forsetafrúin ykk- ar var líka með. Sjálfsálit mitt beið alvar- lega hnekki, en brátt áttaði ég mig og fór að rölta milli §rlendu blaðamannanna og segja kæruleysilega: — Is- lenzka forsetafrúin kom hér upp í fyrra. Þar sló ég þeim loksins við. Því enginn þeirra treysti sinni forsetafrú eða drottn- ingu til að fara aðra eins svaðilför. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.