Vikan


Vikan - 30.08.1956, Blaðsíða 9

Vikan - 30.08.1956, Blaðsíða 9
GISSUR FELLUR Á SJÁLFS SlNS BRAGÐI. Gissur: En ég vil ekki fara á hljómleika frú Tónu Lykils. Rasmína: Þegiðu! Ég sagði að þú skyldir fara þangað. Rasmína: Þetta er ekki rétta kistan. Sú sem ég keypti var úr rauðviði. Flutningamaðurinn: Þetta er einliver misskiln- ingur. Við afhentum rauðviðarkistu í annað hús. Rasmína: Jœja, farið uydir eins og skiptið um kistu. Flutningamaðurinn: Já, frú. Gissur: Þarna er tœkifœri til að laumast út. Flutningamaðurinn: Svei mér ef kistan er ekki þyngri en þegar ég bar hana inn! 2. flutningamaður: Það er eintóm ímyndun hjá þér. Tóna Lykils: Þetta lízt mér betur á. Verst að ég skyldi ekki vera hér, þegar þið komuð með rauðviðar- kistuna. Flutningamaðurinn: Því er ég sammála. Rasmina: G-i-s-s-u-r! Nú er ég rétt að verða ■ tilbúin! Ert þú búinn að skipta um föt t Svar- aðu mér! G-i-s-s-u-r! Gissur: Hamingjan góða, það er jafnvel ennþá meiri hávaði hér en heima hjá mér. Tóna Lykils; Gissur! Þér œtlið svei mér ekki að koma of seint. Hvar er konan yðar? Gissur: Ha? . . . Sœlar, frú Tóna Lykils! J-a, Rasmína kemur rétt bráðum. Rasmína: Ég er fegin að hitta þig hér. En hvers vegna beiðstu ekki eftir mér ? Gissur: Ég vildi ekki missa af byrjuninni á hljóm- leikunum, og imr hrœddur um að þú mundir tefja mig. Óhöpp og æfintýri Á. hátí&leg #•/ stmmd PATRICK CUNNINGTON brosti fram- an i brúði sína um leið og hann smeygði hringnum á fingur henni. Hann var í sjöunda himni. Hann vissi ekki, að býfluga var komin undir aðra ermina á brúðarkjól Margaret Collins og var lögð af stað í rannsóknarleiðangur upp hand- legg hennar. Býflugan stakk broddi sínum á kaf í öxl stúlkunnar um leið og presturinn ósk- aði brúðhjónunum til hamingju. Og í stað þess að falla í fangið á manninum sín- um og kyssa hann brennheitum kossi, vissu kirkjugestir ekki fyrr til, en brúðurin tók á rás fram kirkjugólfið með suðandi býfluguna innanklæða! Hjónavígslunni lauk í lyf jabúð, þar sem græðandi lyfi var smurt á helauma öxl vesalings stúlkunnar. Það eru til margar sannar sögur af mörgum kindugum óhöppum í sambandi við hjónavígslur. Þegar ung og falleg brúð- ur steig út úr bílnum fyrir framan kirkju- dyr einar í Englandi, greip hún andann á lofti. Henni varð litið á fæturnar á sér, og í stað þess að vera í spánýjum satín- skóm -— var hún í inniskónum! Brúður í Manchester var fyrir skemmstu ekið til tveggja rangra kirkna, áður en bílstjórinn fánn þá réttu. Hún og fylgdar- lið hennar þurfti endilega að lenda á manni, sem var nýbyrjaður að aka leigu- bíl, tiltölulega nýkominn til borgarinnar og rataði ekki betur en þetta. I Sheffield var hróðugur brúðgumi að fá sér sneið af brúðarkökunni, þegar hann skar sig svo óþyrmilega í hendina, að í stað þess að fara í brúðkaupsferð, hafn- aði hann í sjúkrahúsi. Til allrar hamingju koma verulega alvarleg óhöpp tiltölulega sjaldan fyrir brúðarpör. Samkvæmt skýrslum lögregl- unnar í Lundúnum, lentu til dæmis aðeins ein brúðhjón í bílslysi þar í borg í fyrra. í Bournemouth kom það aftur á móti fyrir, að kviknaði í brúðarslæðu brúðar- innar, þar sem hún stóð fyrir altari. En brúðguminn var fljótur til og svifti af henni slæðunni, svo að stúlkan hans hélt að minnsta kosti hárinu. 1 Woodford reyndist brúðgumi skemmti- lega skjótráður, þegar eldur komst í kjól brúðarinnar. Hann faðmaði hana svo dug- lega að sér, að eldurinn kafnaði! Ein brúður komst að þeirri niðurstöðu, þegar kirkjuathöfnin stóð sem hæst, að henni hefði skjátlast og hún gæti satt að segja alls ekki fengið sig til að giftast manninum, sem stóð við hlið henni. Svo að hún fleygði frá sér hringnum, um leið og brúðguminn hugðist smeygja honum upp á fingur henni, sneri sér við og tók á rás út úr kirkjunni! Árangurinn var geisileg lagaflækja. Þrír dómarar urðu að setjast á rökstóla til þess að kveða upp úrskurð um, hvort stúlkan væri gift eða ógift. Málið var sótt og varið í meir en ár, en þá komst meiri- hluti dómsins að þeirri niðurstöðu, að stúlkan væri gift, þótt manngarminum hefði ekki unnist tími til að koma á hana hringnum. Hinsvegar samsvaraði flóttinn úr kirkj- unni því, að hún hefði hlaupist frá honum og yfirgefið hann, sem dugði til þess, að hann mátti sækja um skilnað frá henni! Hollenzk stúlka tók líka upp á því að hlaupa frá brúðgumanum í miðju kafi, ef svo mætti orða það; það er að segja að skilja hann eftir einan við altarið. Hún sá samt nærri samstundis eftir öllu saman. En fljótfærnin átti eftir að kosta hana mikið erfiði. Brúðguminn var auðvitað bálreiður, þegar hún stakk upp á því, að þau reyndu aftur. Hann sagði: „Nei, þökk fyrir!“ og vísaði henni á dyr. Hann var háseti á flutningaskipi og enn ógiftur, þegar skipið lét úr höfn. Sömu sögu var að segja tveimur vik- um seinna, þótt stúlkan hefði komið nið- ur að skipi og beðið auðmjúklega fyrir- gefningar. í þriðja skiptið fór á sömu leið; sjó- maðurinn hélt áfram að vera fjúkandi vondur. Þá tóku nokkrir skipsfélagar hans mál- ið í sínar hendur. Úti á Norðursjó birt- ist spánýr ,,háseti“ í hásetaklefanum. Jú, þið eigið koligátuna, það var aumingja fljótfæra, hollenska stúlkan. Þetta dugði. Stúlkan var búin að leggja svo mikið á sig, að unnustinn hennar fyrrverandi varð að játa, að hún vœri þrátt fyrir allt mesta tryggðatröll. Og um kvöldið gaf skipstjórinn á flutn- ingaskipinu þau saman. Hollensk blöð skýrðu seinna svo frá í gamansömum tón, að brúðurin hefði ver- ið í peysu og vinnubuxum, og skipið oltið svo mikið, að brúðguminn hefði orðið að ríghálda henni. „Hvað ekki er amalegt fyrir einn brúð- guma,“ bætti eitt blaðanna við. — GEORGE HORNCBURCH Hemingway - skjóttur hestur Emest Hemingway rithöfundur hafði verið að flytja fyrirlestur um Afríku og; áheyrend- ur voru að leggja fyrir hann spurningar. — Er það satt, vildi einn t& að vita, að villidýr ráðist ekki á mann, ef maður ber blys? Það er undir þvi komið, svaraði rithöfund- urinn, hversu hratt maður ber það. Skjóttur hestur rölti inn í veitingahás og bað imi mat. — Ég ætla að fá rjúpur, sagði hann þjóninum, með brúnuðum kartöflum, piparrót, síld og súkkuiaðiís. Þjónninn virtist taka þessu sem sjálfsögð- um hlut, hneigði sig kurteislega og sótti pönt- unina. — Heyrðu, sagði hesturinn brosandi, finnst þér þetta annars ekkert skrítið, að ég skuli koma hingað og panta rjúpur með brúnuðum kartöflum, piparrót, síld og súkkulaðlis ? — Nei, ansaði þjónninn. Mér finnst þetta líka ágætt saman. BLESSÁÐ BARIMIÐ m T /Iffl III l\ t A 'CZJ a Pabbinn: skólanum! Mamman vikur. Hvað Lilli verður hissa, þegar hann kemur heim úr : Já, hann er búinn að biðja um píanó í margar Mamman: Ég vona að hann verði mikill tónlistarmaður. Pabbinn: Það efast ég ekkert um! Hann sagðist eyða mörgum klukkutímum við píanóið heima hjá Sigga. Pabbinn: Þarna kemur hann! Mamman: Við skulum fela okkur áður en hann kemur inn. Pabbinn: Þetta er eittlwað undarlegt. Hann hlýtur að vera búinn að sjá píanóið fyrir löngu. Mamman: Já, það er skrýtið að hann skuli ckki spila á það. Pabbinn: L-i-l-l-i! Hvað gengur á liér? Lilli: J-ii, hvað þetta er gaman! Við Siggi gerum þetta á Kverj- um degi heima hjá honum. ' ' ■ - ' . öGSQÍiCÖ *I -------------------------------------------------------------------"IV. 0? 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.