Vikan


Vikan - 19.09.1956, Síða 5

Vikan - 19.09.1956, Síða 5
tína um að heimsækja hann. Greta kom oftast á morgnana, þegar Valentína þurfti að sinna fyrir- tæki sínu. Valentína hefur lika haldið áfram að sauma föt Gretu. Einu sinni mættu þær báðar nákvæmlega eins klæddar í kvöldverðarboð (í bláum popplínkjólum með hvítum blússum). Þar sem þær eru all líkar frá náttúrunnar hendi, höfðu greitt hár sitt eins, snyrt andlitið á sama hátt og báru samskonar skartgripi, þá vakti lcoma þeirra geysilega athygli. Þegai' Greta fór í fyrsta skipti til Svíþjóðar eftir stríðið, árið 1946, þá var Schlee í fylgd með henni. 1 Stokkhólmi tók Max Gumpel á móti þeim og fékk þeim einbýlishús sitt í Álgö til umráða. Síðan hafa Greta og Schlee farið marg- ar ferðir til Evrópu saman. Öðru hverju er Valen- tína í fylgd með þeim. Fyrir nokkrum árum keypti Greta íbúð við Hudsonfljótið í sama húsi og íbúð Schlee og Valentínu við 52-götu í New York. Greta skipuleggur lifnaðarhætti sína samkvæmt ákveðnum reglum. 1 hittifyrra flaug hún til Eng- lands með Schee, sem skildi hana þar eftir hjá Cecil Beaton. (Sumarið áður hafði hún verið gest- ur Beatons i sex vlkrui'og j'erið kynnt fyrir því fólki sem hann umgengst. Meðal annarra hafði hún hitt Margareti prinsessu og virtist fara mjög vel á með þeim). Hún stanzaði í þrjár vikur í Englandi, flaug síðan til Parísar, þar sem Schlee beið hennar og ferðaðist svo til Austurrikis, þar sem hún blandaðist í hóp Rotschilds baróns og fylgdarliðs hans. Nokkru eftir komuna til New York aftur, spurði einhver hana hvernig hún hefði haft það á meginlandinu. Með þreytulegri röddu svaraði hún: „Það var blátt áfram hræðilegt“. Vinir Gretu vita að á vissa staði. Minnst einu sinni í viku kemur hún í „Parke-Bernet Galleri", þar sem hún skoð- ar húsgögnin, myndirnar og silfurmunina, sem á að selja á laugardagsuppboði fyrirtækisins. Oft- ast er Rotschild barón fylginautur hennar á þess- um ferðum. Þau fara saman á uppboðin, en ennþá hefur enginn heyrt Gretu hrópa tilboð sitt í eitt einasta skipti. Listmunauppboðið veitir Gretu bara tækifæri til að koma innan um annað fólk án nokkurra skuldbindinga. Og það er vafa- laust engin tilviljun að hún var fjarverandi dag- inn sem listmunasalan hafði á boðstólum safn teikninga, sem söngkonan Hildegarde hafði átt, þar á meðal nokkrar frægar teikningar af Gretu Garbo eftir Mexikanann Covarrubias. En Schlee var þar og fékk þær slegnar sér fyrir 270 dali. Á rigningarkvöldum fer Greta oft í Plaza- Þessi mynd er tekin síðastliðið sumar, þegar Greta var á ferðinni í París, á leið til Svíþjóðar, ásamt „fjármálaráðunaut“ sínum George Schlee. Enn- þá notar hún svörtu gleraugun sem dulbúning. stundum getur verið ákaflega erfitt að gera henni til hæfis og þeir forðuðust það að setja þessi hryssingslegu ummæli í samband við Schlee, Beaton, baróninn, fyrrverandi konu hans eða aldraða móður hans. 30. KAFLI Þegar Greta kom aftur frá Evrópu 1946, var hún spurð um framtíðaráform sín. ,,Ég hef eng- in áform“, svaraði hún. „Hvorki um kvikmynd- i'r né leikrit. Ég hef engin áform og ég hef ekki einu sinni neinp stað til að búa á. Ég læt mig bara berast með straumnum". Þetta er óvenjulega heinskilið svar. Greta hefði ekki getað fundið betri lýsingu á lifnaðarháttum sínum, síðan hún hætti að leika í kvikmyndunum — hún lætur sig bara berast með straumnum. „Hvernig eyðirðu tímanum í New York?“ spurði evrópskur vinur hennar hana nýlega. „Ég veit það ekki“, svaraði Greta. „En stundum set ég á mig hatt, fer í kápu og held út í borgina. Svo fylgist ég með straumnum." Oft hittir maður hana á Fimmtugötu, í Central- garðinum eða Madison. Oftast lætur hún sér nægja að skoða í búðargluggana, en það kemur fyrir að hún gengur inn í búð, til að kaupa ein- hvern smáhlut. Þar sem hún er oftast klædd lítt ábérandi og litlausum fötum og hefur lagt til hliðar gleraugun frægu, þá þekkist hún ekki oft. Iiún gengur enga ákveðna leið á þessum göngu- ferðum sínum, en þó kemur hún engu að síður kvikmyndahúsið, lítið bíó, sem sýnir einkum út- lendar myndir. „Greta vill ekki láta þrengja að sér“, segir eigandi þess. „Ef fullt er á svölunum og við útvegum henni stúku, sýnir hún okkur þakklæti, sem ekki er nein uppgerð.“ Yfirleitt geðjast afgreiðslufólki, vaktmönnum og öðru þjónustufólki ákaflega vei að Gretu. Hún er þó ekki alltaf eins einmana og maður kynni að ætla. Hún borðar oft hádegisverð með Schlee eða Rotchild eða með fjölskyldu Johns Gunthei'. Og það kemur ekkert sjaldan fyrir að hún drekki siðdegiste í Moderne-safninu með forstöðumanni þess, Allen Porter. Hún hringir alltaf á undan sér og stendur alltaf skyndilega upp til að fara. Einhver hefur sagt, að hún „líkist mest Kolumbrííufugli. Hún setjist andar- tak á handarbakið á manni og svo flögri hún áfram.“ Fylginautar hennar við kvöldverðinn eru oft- ast þeir Schlee, Rotschild eða Hauser. Hún kem- ur aldrei á „vinsæla" staði, en hefur mikið dá- læti á tveimur veitingahúsum. Baron Rotschild kemur með henni á „The Viennese Room“, en Schlee til „Sernons", sem einkum hefur brasilískan mat. Hún hrósar oft matnum, drekkur í hófi — eitt glas af vodka og örlítið af víni — en legg- ur alltaf áherzlu á að öll fita sér fjarlægð af kjötinu. í fylgd með Schlee eða Rotschild hættir hún sér stundum í „fjölmennari boð“. Oft eru þau þannig undirbúin, að fólk hugsar sér að láta sem hún sé eins og hver annar gestur og reynir að forðast það að fara með hana eins og Gretu Garbo. En það reynist oftast ómögulegt að halda blekkingunni áfram. Hvernig sem farið er að, myndast eins og auður hringur utan um hana. „Það er álíka erfitt að vera eðlilegur í návist hennar og innan um konunga", hefur samkvæmis- kona í New York sagt. Sé Greta ein með einhverri manneskju getur hún átt við hana langvinnar samræður — oftast talar hún um ferðalög. Hún forðast það alltaf að fella dóma um fólk. En tal hennar kemur fólki oft á óvart og það er stundum erfitt að fylgjast með hvað hún er að fara. En þó Greta þiggi nú orðið gjarnan boð, þá tekur hún næstum aldrei á móti neinum heima hjá sér. Það er sagt í gamni að einasti maður- inn sem nokkurn tíma hafi komizt inn á heimili hennar í Hollywood, hafi verið innbrotsþjófur. Vinir hennar undrast það oft, hversvegna hún býður aldrei neinum heim. Þorir hún ekki að leyfa neinum að skyggnast inn í einkalíf sitt eða hefur hún enga hæfileika sem gestgjafi? Það skiptir i rauninni engu máli. Það verða alltaf nógu margir, sem vilja bjóða Gretu Garbo heim til sín. Þannig eyðir Greta dögunum i kæruleysislegu tilbreytingarleysi. „Engum duga æfidagarnir“, hefur þekkt leikkona og vinkona Gretu sagt. „En Greta gerir ekki neitt. Hún bara fleygir frá sér æfi sinni. Hún talar alltaf um síðustu kvikmynd- ina sína eins og gröf, og það er svo heimskulegt af henni. Enginn listamaður getur komizt hjá hrakförum. Það er prýðilegur 'árangur að vekja hrifningu í þremur kvikmyndum. Og hún hef- ur aðeins farið hrakfarir einu sinni á æfinni. Það er næstum óhæfilegt. Hún hefði getað gert svo maigt dásamlegt í öll þessi ár.“ Þetta sér Greta auðvitað líka, og þar er að finna orsökina fyrir því hve skapstirð hún er. Tilraun hennar til að byrja aftur fór út um þúfur, og nú hefur hún engan Stiller hjá sér, til að telja kjark í sig. Alice B. Toklas komst sennilega nær sannleik- anum en hana grunaði, þegar hún kallaði hana „Mademoiselle Hamlet“. Greta Garbo hefði kannski getað lifað öðru, svo maður segi ekki hamingjusamara lífi, ef hún hefði getað felt sig i þetta hefðbundna Holly- woodmót, látið almenning eiga hlutdeild í lífi sínu, auglýst sáputegundir og sígarettur, barið trumb- ur fyrir sjálfa sig og látið í té asnaleg blaða- viðtöl um ástarmál sín. Greta gerði ekkert af þessu. Hún beygði sig aldrei. Hún hafði til að bera göfgi, virðuleika og snilli. Hún var kannski ekki neitt afburða gáfuð fremur en margir aðrir mikl- ir leikarar, en fyrir framan kvikmyndavélina fylgdi hún eðlishvöt sinni, sem var full af andagift og aldrei leiddi hana afvega. Svo sterk var þessi eðlishvöt hennar, að hún gaf hugmynd um mikl- ar gáfur. Greta var sannur listamaður og hún beitti list sinni á sama hátt og hún lifði lífi sínu; án þess að gefa almenningsálitinu gaum. „Hún er hugrökk, hún hefur hugrekki til að vera hún sjálf,“ segir einn af vinum hennar í Evrópu. Fegurð Gretu og hæfileikar, leyniblærinn yfir henni, töfrar hennar og það hve ótrúlega heill- andi hún er, hefur gert hana að ódauðlegri . helgimynd, sem þegar hefur verið skilað yfir til næstu kynslóðar. Meðal yngri gáfumanna, sem hiklaust viðurkenna þessa helgimynd, er hinn 27 ára gamli gagnrýnandi Lundúnablaðsins „Observer," Kenneth Tynan, sem almennt er lit- ið á sem enfant terrible meðal ensku leikgagn- rýnendanna. Rynan, sem enn var með bleyju, þegar Greta-sló í gegn í „Þrá“, hitti hana nýlega í fyrsta skipti og lét í ljósi áhrifin af þeirri kynningu með orðunum: „Það sem maður sér í konu. þegar maður er drukkinn, það sér maður í Gretu Garbo ódrukkinn.“ Og þannig mun helgimyndin af Gretu lifa til eilífðar. Sögulok o

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.