Vikan


Vikan - 19.09.1956, Qupperneq 7

Vikan - 19.09.1956, Qupperneq 7
ÚTÆMINN INDIÁNI JFRÁ HOTT YliVOOD * * * John Huston: leikstjóri, listamaóur og nefbrotinn ærslabelgur * * * IDESEMBER 1954 kom 95 manna kvikmyndaflokkur til Kanaríeyja til þess að mynda lokaatriði hvalveiðimynd- arinnar Moby Dick. Myndatakan var þegar tólf mánuðum á eft- ir áætlun og kostnaður rösklega 16 milljónum króna — yfir áætlun. Einn daginn, þegar vinnu var lokið, kallaði John Huston, bandaríski kvikmyndastjórinn, starfsmenn sína saman og til- kynnti: „Á morgun förum við í vciðitúr.11 Þeir, sem á annað borð þekkja Huston, gera enga tilraun til að hafa hemil á dutlungum hans. Þeim hefur sumsé lærst, að slíkt er gjörsamlega þýðingarlaust. Við þetta tækifæri tóku aðstoðarmenn hans á leigu stóra listisnekkju, keyptu feiknin öll af matvælum og drykkjarföngum og fengu að láni heila herdeild af prúðbúnum þjónum í íburðarmesta hótelinu í Las Palmas. Huston keypti sér rándýra nýja fiskistöng. Hann var ekki fyrr stiginn á skipsfjöl daginn eftir, en hann stakk upp á því, að spilaður yrði póker meðan siglt yrði á miðin. „Við spiluðum póker í átta klukkutíma,“ segir einn úr ferð- inni. „John tapaði stórfé. Við komum heim með höfuðverk og tómar flöskur og höfðum ekki veitt einn einasta fisk.“ Huston er einn umdeildasti og sérkennilegasti kvikmynda- stjóri veraldar. Hann er hás, grannur og herðasíður, andlitið hrukkótt og veðurbarið, hárið dökkgrátt og úfið. Hann nef- brotnaði einhverntíma, og nefið er dálítið skakkt síðan. Hann hefur búið til fjölda heimskunnra kvikmynda. Þar má til nefna Afríkudrottninguna, sem Katherine Hepburn og Humphrey Bogart léku í, og Moulin Rouge með José Ferrer. Huston stjórnaði fyrstu myndinni sinni þegar hann var 35 ára og hefur síðan verið í tölu beztu leikstjóra. Hann hefur fengið hin eftirsóttu Oscarverðlaun Hollywood fyrir kvikmynda- stjórn. Líka hefur hann verið verðlaunaður sem kvikmynda- skáld. Huston er vinsæll í kvikmyndaiðnaðinum. Hann er einkar geðþekkur maður — þegar hann vill. En hann getur líka verið mesta hörkutól. Frábær vinnuþjarkur er hann í þokkabót, og enginn vafi er á því, að hann er gæddur miklum listrænum gáfum. Að auki er hann svo heilmikill fjármálamaður og hrein- asti snillingur að fá bankastjóra til að leggja fram fé til mynda- ævintýra hans. Huston er líka óvenjulegur kvikmyndastjóri að því leyti, að hann kann að búa til góðar og listrænar myndir, sem ganga í fjöldann. Listaverkin hans eru gróðafyrirtæki. „John er einn af þeim fáu kvikmyndastjórum, sem getur leyft sér að láta myndir enda illa,“ segir einn vina hans. Kvikmyndirnar eiga Huston mikið að þakka. Hann þokaði þeim nær raunveruleikanum. Hann var upphafsmaður margra listbragða, sem aðrir kvikmyndastjórar hafa síðan gert sér far um að stæla. Mobý Dick er umfangsmesta myndin, sem Huston hefur stjórnað til þessa. Hún kostaði um 74 milljónir króna og var í smíðum í þrjú ár. Þegar sýningar hefjast á henni í Evrópu í haust, er gert ráð fyrir, að Huston verði staddur einhverstaðar í Suðurhöfum að stjórna nýrri mynd. Hann heldur sjaldan kyrru fyrir lengi á sama stað. Hann er ósvikinn heimsborgari. Á ferðum sínum viðar hann að sér efnivið og hugmyndum í nýjar kvikmyndir. Oft veltir hann verkefninu fyrir sér árum saroan, áður en hann hefst lianda. Það eru tuttugu ár síðan hann byrjaði að hugsa um að kvikmynda Moby Dick. Hann segist nú hafa næg viðfangsefni til 1960. Huston gengur oft fram af mönnum — og kærir sig kollótt- an. Iíann er feiknmildll hrekkjalómur og er stundum klukku- stundum saman að undirbúa hrekkjabrögð sín. Hann tekur sjálfan sig sannarlega ekki hátíðlega sem kvikmyndastjóri. Hann spilaði póker við José Ferrer á meðan Iiann stjórnaði einni hóp- senunni í Moulin Rouge. Og þegar hann fór með leikara og myndatökumenn til Afríku, sat lieili hópurjnn nuðum höndum vikum saman á meðan leikstjórinn stundaði villidýraveiðar í f rumskóginum! „En þetta kæruleysi er aðeins á yfirborðinu,“ segir einn af nánustu samstarfsmönnum hans. „Hann veit hvað hann vill og getur verið fjandanum ákveðnari. Einu sinni, þegar mynda- taka átti að hef jast, var ég veikur. Hann vissi það, en sagði: Ozzie þarf að vera hérna á meðan við tökum þetta atriði. Svo hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og beið þar til tveir af aðstoðarmönnum hans tóku mig í rúminu og báru mig til hans.“ Huston er ekki ánægður, fyrr en hvert atriði í myndinni <31’ fnilli-nmið — að hans dómi. Stundum finnst leikurunum nóg atriði hvað eftir annað og breytti í sífeldu handritinu. I hvert skipti hristi hann höfuðið og tautaði: „Eitthvað bogið við þetta ennþá.“ Dag nokkurn, tólf mánuðum eftir fyrstu tilraun- ina, datt honum spáný hugmynd í hug og um kvöldið breytti hann enn einu sinni handritinu. Daginn eftir var atriðið afgreitt á hálfri klukkustund. Huston er 51 árs gamall, en er sami ærsla- og eyðslubelg- urinn og fyrir 30 árum. Hann var í hátíðlegu kokteilboði hjá kunningja sínum í London fyrir skemmstu, þegar einhver var svo ógætinn að biðja hann að lýsa fyrir sér amerískum fót- bolta. Huston sneri veislunni upp í fótbolta, og það var ekki sjón að sjá húsgögnin, þegar þessu var lokið. Hrekkjabrögð hans bitna jafnt á sendisveinunum sem stjöni- unum sem hann stjórnar. I myndinni: Viö þekkjumst ekki, gerðist eitt atriðið í kirkjugarði. Jennifer Jones átti að sjást þar vera að grafa jarðgöng. Hún ' lá á hnjánum í dimmum göngunum og mokaði, þegar gulnuð og skorpin hendi birtist allt í einu á skóflunni. Þetta var gerfihendi, sem Huston hafði falið þarna í moldinni. Hann skemmti sér konunglega, þegar hann heyrði angistarópið, sem Jennifer rak upp. Eins fannst honum það einkar smellið, hvernig hún hefndi sín. Hún sendi honum stóran, ótaminn apa. „Okkur kom ágætlega sam- an,“ segir hann. „Um nóttina svaf þessi kunningi minn í svefn- herberginu mínu — að minnsta kosti þá stundina, sem hann var ekki að tæta sundur húsgögnin. Um morguninn var eins og maður stæði á vígvelli.“ Huston er þrígiftur og hefur unnið fyrir sér sem boxari í Californíu, blaðamaður í New York, hermaður í mexikanska hernum og götusöngvari í London. Nú hefur hann allt að 50,000 krónur á viku, þegar hann er við kvikmyndastjórn, en hann játar, að hann sé oft blankur og lifi þá á „næsía árs kaupi.“ Fyrir tveimur árum flutti hann konuna sína c bömin þeirra tvö frá Hollywood til Irlands, þar sem hann á rórhýsi Framhálcl á hls. uh. Huston scgir Feirer fyrir verkum í MOULIN HOUGK 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.