Vikan


Vikan - 19.09.1956, Page 9

Vikan - 19.09.1956, Page 9
GISSUR FÆR ÓVERÐSKULDAÐ GLÓÐARAUGA. Gissur: Ég er búinn að segja þér það, Rasmína. Einlcaritarinn: Frændi konunnar yðar er Frœndinn: Eg slcal taka að mér hvað sem er, Frœndi hinn vill ekki vinna ’111''' ’ 11 —- ■■ -v ••?■.■.'■'.••• of+z* ^íihh/ hara ef það er ekki erfitt. -. ■ -• -a'-i sulc. pu veröur að láta Gissur: Látið hann koma inn. Gissur: Þú liefur aldrei gert handtak nema þeg- hann fá vinnu. ar þú varst í betrunarvinnu. Gissur: Þú þarft ekki að gera annað en að sitja þama og opna póstinn. Frœndinn: Get ég ekki fengið mýkri sessu í þennan stólf Vinkonan: I glugganum þama liinum megin við^ ' hornið var gamall kvennabósi, sem flautaði á eftir mér. Rasmína: Ég skil, elskan. Ókunnugir menn eru líka alltaf að flauta á eftir mér. }[ II f (0 King Fcaturcs Syndiiate, ] rr~T 'lsí- Inc., World rights rcserved. A • - Gissur: lieyröu góði minn! -Ég borga þér fyrir Gissur: Sœl, Rasmína! Ég lét frcenda þinn fá Gissur: Svo þetta eru þakkimar sem ég fœ fyrir að vinna, ekki fyrir að hanga úti í glugga. Hvað vinnu, eins og þú baðst mig um. að útvega frœnda þínum vinnu' ertu eiginlega að horfa á. . Kviníf/M'iMíizntl í Æíríku FURSTINN A KOPARREKKJUNNI A ÁTTA HUNDRUÐ KONUR Imiðju Bubandjiddalandi í Afríku er furstadæmi, sem minnir á ævintýrin í Þúsund og einni nótt. Þjóðhöfðinginn heitir Rei-Bonba. Hásætið hans er gömul koparrekkja, og það er talið, að hann eigi um 800 konur. Rekkjan kom upphaflega frá Þýzka- landi. Vilhjálmur keisari gaf föður furst- ans hana, en hann studdi Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld. Valdsvið núverandi fursta þrengdist mjög í lok síðari heimsstyrjaldar. Þó er furstadæmið enn í dag eitt af furðuríkjum veraldar, og enginn hvítur maður má stíga í það fæti án leyfis Rei-Bonba. Sjálfur fer hann lítið að heiman, en þá sjaldan það skeður, gerist það með feiknmikilli viðhöfn. Öll hirðin og hálfur herinn fylg- ir honum, en á undan ríða menn og sáldra mold frá Bubandjiddalandi í götu hans. Ernst A. Zwilling, frægur leiðsögumað- ur og veiðimaður, er einn þeirra fáu hvítu manna sem sótt hefur furstadæmið heim. I bók, sem hann hefur ritað um ævin- týri sín í Afríku, segir hann frá heimsókn- inni. Þegar hann kom að landamærunum, varð hann að bíða í fjóra daga eftir ferða- leyfi um landið. Furstinn sendi að lokum einn af ráð- gjöfum sínum til þess að bjóða hann vel- kominn. 1 fylgd með ráðgjafanum voru 20 hirðmenn og þjónar. Hann var ákaflega ríkulega klæddur og minnti fatnaðurinn Zwilling dálítið á myndir af evrópiskum miðaldariddurum. Blökkumaðurinn bar mikið sverð sér við hlið; því svipaði mjög til sverðanna, sem notuð voru í Evrópu á tímum krossfaranna. Ráðgjafinn færði Zwilling kveðju herra síns og fursta og þar með heimboð til höf- uðborgarinnar. Á leiðinni sá veiðimaður- inn fjölda brynjuklæddra fótgönguliða og léttklæddra bogmanna. 1 höfuðborginni var Zwilling fagnað með einskonar hersýningu. Riddaraliðar geistust á móti honum með miklum og ferlegum herópum, en við borgarhliðið biðu fótgönguliðasveitir. Lúðrar voru þeyttir og trumbur slegnar og hávaðinn var óskaplegur. Konur stríðsmannanna stóðu álengdar og fögnuðu komumanni með háum ópum. Einn af hirðmönnum furstans, sem kom á fund Zwillings til þess að spyrjast fyrir um, hvað hægt vær að gera fyrir hann, dró þrjár vekjaraklukkur undan skikkju sinni og spurði, hvað nákvæmlega rétt klukka væri. Furstinn átti klukkurnar. Ein var með sjálflýsandi stöfum, önnur með innbyggða spiladós. Þegar Zwilling var að setja klukkurnar mjög samviskusamlega, kom annar embættismaður með þrjár til viðbótar! Zwilling var leiddur fyrir furstann skömmu seinna í moldarkofanum, sem er „höllin“ hans. Furstinn sat á rekkju-há- sætinu. Túlkur var viðstaddur. Hann lá á hnjánum á gólfinu og dirfðist ekki að horfa framan í ásjónu hátignarinnar. Hann skreið eins og rakki fram og aftur um gólfið, þegar húsbóndinn kallaði. Zwilling hafði verið tjáð, að Rei-Bonba ætti um 800 konur og að hver þessara kvenna hefði kofa til umráða. Næst ,,höll“ furstans var því heil borg af kvenfólki. Rei-Bonba kvað líka eiga nýtísku bíl af dýrustu gerð. Þetta er óvenjulegur bíll að því leyti, að hann notar ekkert benzín. Þess í stað er þremur til f jórum hundruð- um af þegnum þjóðhöfðingjans beitt fyrir bifreiðina. Ástæðan er sú, að í furstadæm- inu eru alls engir vegir. Þarna dugar því ekkert annað en mannaflið. EN EKKI í HAGNAÐARSKYNI T ÖGREGLAN átti bágt með að skilja það, þegar eitursnákar byrjuðu að hverfa úr indverskum dýragarði. Því að snákarnir voru ekki verðmætir. En þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir, héldu þeir áfram að hverfa. Loks var lögreglumaður falinn í eitur- snákahúsinu. Viku seinna stóð hann hinn einkennilega þjóf að verki. Hann reyndist vera ríkur dýravinur, sem komist hafði að þeirri niðurstöðu, að snákarnir nytu ekki nógu góðrar aðhlynningar í dýragarðin- um. Þessvegna stal hann þeim og flutti þá heim í einka-dýragarðinn sinn, þar sem öll þjónusta var — að hans dómi — mun betri. Lögregluskýrslur víðsvegar um heim sýna, að menn stela ekki ávallt í hagnað- arskyni. Fyrir fáeinum vikum var efnaður mað- ur í Sydney í Ástralíu handtekinn fyrir að stela fjórum ilmvatnsglösum. Það var sannað, að hann átti tugir þúsunda á banka og var auk þess engin aurasál. Hversvegna gerði hann þetta þá? Bara af því honum fannst það spennandi, tjáði lögfræðingur hans réttinum. Þegar lagleg rúmensk stúlka var hand- tekin fyrir þjófnað, kenndi hún ástarraun- um um, hvernig komið var fyrir henni. Hún tjáði lögreglunni, að hún hefði byrjað að stela til þess að gleyma manninum, sem hafði svikið hana. Þjóðverji, sem fyrir tveimur árum var dæmdur í fangelsi fyrir að stela krýning- argripum Hohenzollern ættarinnar, lýsti yfir að hann hefði því aðeins látið greip- ar sópa um nokkra kastala, að honum væri meinilla við alla svokallaða aðals- menn. Albert Leroy tókst að leika á frönsku iögregluna árum saman, áður en hún kló- festi hann. Þá kom á daginn, að hann framdi hina fífldjörfu þjófnaði sína í góðgerðarskyni! Hann hafði sjö blásnauð- ar fjölskyldur á framfæri sínu og gaf auk þess peninga til góðgerðarstofnana. BELESSAÐ BARMÐ Mamman: Maturinn er að verða til. Kallaðu á Lilla. LUli: En það eru tvö á móti engu! Pabbinn: Það skiptir ekki máli, Lilli. Maturinn er kominn á borðið. Pabbinn: Mig langaði bara til að sjá, hvort þeir jöfnuðu ekki leikinn. Mamman: Skiptu þér ekkert af leiknum. Matur- inn er tilbúinn. Mamman: U-ss! Það eru tvö á móti einu. Pabbinn: En maturinn kólnar á borðinú, elskán. 8 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.