Vikan


Vikan - 19.09.1956, Blaðsíða 10

Vikan - 19.09.1956, Blaðsíða 10
HEIMILIÐ RITSTJORI: ELIN PÁLMADÖTTIK í þessi störf er þörf fyrir konur OKYLDU allar stúlkurnar sem luku skyldunáminu í vor vera ^ búnar að ákveða sig hvað gera skuli? Hvort þær ætla að láta þessa menntun duga, eða hugsa sér að skapa sér einhverja framtíðarstöðu. Sumar eru vafalaust svo heppnar að hafa sagt frá því þær voru litlar telpur: „Ég ætla að verða hjúkrunar- kona, ég ætla að verða nuddkona o. s. frv.“ Þá geta foreldrar þeirra þakkað sínum sæla, það er að segja ef þeir samþykkja ráðagerðir dótturinnar. En þær eru vafalaust fleiri, sem hika og hafa enga hugmynd um hvað gera skuli, kannski af því að þær vita ekki hvaða menntunar er krafizt fyrir hin ýmsu störf. Þrautalendingin verður svo oft sú, að þær læra að vél- rita, setjast á skrifstofu — og bíða. Hér fara á eftir nokkrar upplýsingar, sem kannski geta komið einhverjum að notum, þó þær séu engan veginn tæmandi. (Flestar eru upplýsingarnar teknar úr „Lögum og reglum um skóla- og menningarmál á íslandi). Lögfræöi- og sjúkrastörf Kennslustörf Barnalíennari þaif að hafa lokið viðurkenndu kennaraprófi. Til þess þarf fjögurra ára nám í Kennara- skóla Islands. Kennaraefni vantar alltaf, einkum út á land. Sérstök kennarapróf er hægt að taka við Kennaraskóla Islands í söng, handavinnu, leikfimi og mat- reiðslu. Um það gilda sérstakar regl- ur. Ætli nemandinn aðeins að hljóta réttindi til að kenna eina af þessum kennslugi'einum, nægir yfirleitt eins árs nám. Gagnfræðaskólakennari: Til að verða skipaður kennari við skóla gagnfræðastigsins, þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði a) að hafa almenna kennaramenntun eða stúdents mennt- un að viðbættu námi í uppeldis- og kennslufræðum b) að hafa stundað eins til tveggja ára nám hið minnsta við háskóla í þeirri fræðigrein, sem ætiazt er til að verði aðalkennslu- grein c) að hafa kennt í tvö til þrjú ár og hlotið meðmæli hlutaðeigandi skólastjóra d) að vera hæfur til að kenna fleiri en eina námsgrein. Húsmæðrakennari: Til að fá kenn- arastöðu við húsmæðraskóla, þarf umsækjandi að hafa kennarapróf í hússtjórn eða handavinnu, og að kenna svo í tvö ár áður en hann er skipaður. Smóbarnagæzla: Stúlkur sem ætla að stunda fóstrustörf á barnaheimil- um, þurfa að hafa lokið tveggja ára námi í fóstruskóla. Það er mikill skortur á þjálfuðum fóstrum og ekki hætta á atvinnuleysi eftir slikt nám. Þær stúlkur sem hugsa sér að leysa af hendi störf, sem kefjast há- skólanáms, þurfa auðvitað að hafa stúdentspróf til að byrja með. Lögfræðingar: Lögfræðinámið er yfirleitt talið 5—6 ára háskólanám (fer þó nokkuð eftir dugnaði nem- anda). Yfirleitt er lögfræðistéttin tal- in nokkuð fullsetin eins og er, en lögfræðimenntun gefur möguleika til að komast í alls kyns fulltrúastöður. Nokkuð margar stúlkur hafa tekið lögfræðipróf frá Háskóla Islands, en engin hefur þó enn orðið hæstaréttar- lögmaður eða dómari. Læknar: Kvenlæknarnir eru orðn- ir nokkuð margir. Lokapróf i lækn- isfræði er venjulega tekið eftir 7 ára háskólanám, en þá er sérmennt- un ekki talin með. Það er ekki tal- inn vera skortur á læknum, þó ekki sé beinlínis hægt að segja að það sé mjög þröngt í stéttinni. Tannlæknar: Tannlæknanámið tek- ur 4 ár, að afloknu efnafræðiprófi (sem venjulega tekur fyrsta árið). En það er erfitt að komast inn í tannlæknadeildina vegna rúmleysis. 1 tannlæknastétt eru nokkrar konur, sem einkum virðast hafa kosið sér starf sem tannlæknar við barnaskól- ana. Enn eru heldur fáir tannlækn- ar úti á iandi en í Reykjavík getur ekki talizt tannlæknaskortur. Ljósmæðiir: Ljósmæðranám tekur aðeins eitt ár og er bæði verklegt og bóklegt nám, stundað undir stjórn yfirljósmóður og yfirlæknis við fæð- ingardeild Landspítalans. Hjúkrunarkonur veiða fullnuma eftir þriggja ára nám. Yfirleitt er skortur á lærðum hjúkrunarkonum, enda tína þær ört tölunni, eins og í öllum þeim starfsgreinum, þar sem kvenfólkið er einrátt. Fyrstu mán- uðirnir í hjúkrunarkvennaskólanum og ljósmæðraskólanum er reynzlu- tími. Lyfjafræðingar: Lyfjafræðin er starf, sem stúlkur virðast hafa áhuga fyrir. Þær geta stundað fyrri hluta námsins hér heima, en verða að Ijúka því erlendis. Iðngreinar Hinar ýmsu iðngreinar eru auðvit- að mishentugar fyrir stúlkur, en í sumum greinunum eru þær næstum alveg einvaldar. Hattasaumakonur: Námið tekur þrjú ár og er stundað bæði hjá meist- ara í iðninni og í iðnskóla, eins og reyndar allar aðrar iðnir. Hárgreiðslukonur: Til að fá sveins- próf í hárgreiðslu þarf þriggja ára nám, og fær nemandi kaup á með- an á náminu stendur, eins og við allt annað iðnnám. Gull- og silfursmíði: 1 þessari iðn- grein eru konur ekki síður hlut- gengar en karlmenn. Námstíminn er fjögur ár. Ljósmyndarar: Til að fá réttindi sem ljósmyndari þai'f að stunda þriggja ára iðnnám. I þeirri grein eru starfandi margar konur. ETTA eru aðeins nokkur af þeim störfum, sem stúlkur veljast oft- ast til og krefjast undirbúnings. I svona fámennu landi borgar sig auð- vitað ekki að reka skóla til undir- búnings undir þau störf, sem unnin eru af tiltölulega fáum og verða nemendur því oft að sækja undirbún- ing sinn út fyrir landsteinana. Um mataræði barna FLEST börn borða með góðri lyst. En sum eru þó mestu gikkir, og ef þið þurfið einhverntíma að fást við slík börn, þá hef ég innilega samúð með ykkur. Oft lízt börnunum ekki á matinn, af því að hann er ólystugur að sjá. Skemmtilegt dæmi um þetta gerðist á dagheimili nokkru, þegar í fyrsta skipti var borin fram saltkjötstappa. Börnin fengust ekki til að snerta hana — þeim leizt ekkért á hana. 1 næstu viku litaði matreiðslukonun stöppuna fagurauða, til að gera hana fallegri, og börnunum var sagt að nú ættu þau að fá sérstakan rauðan álfkonu- búðing í miðdegisverð. Stappan hvarf á augabragði ofan í þau. En hvað um börnin, sem leiðist að borða og hanga yfir matnum sinum? Ég held að það sé skynsamlegast að gefa þeim aðeins örlítinn skammt til að byrja með. Margir foreldrar skammta þeim af athugunarleysi allt of mikið. Annað er það sem oft kemur að gagni, og það er að skipta sér ekki of mikið af barninu. Verið eltki alltaf að segja því að halda áfram að borða. Segið bara, þegar nokkur stund er liðin: „Eg tek disk- ana af borðinu eftir andartak, svo það er betra fyrir þig að borða mat- inn þinn áður en það er um seinan." Þar við er svo engu að bæta. Við borðið hamaðist öll fjölskyldan í lítilli telpu, sem komið var með til mín, og hún reglulega naut þess að leika aðalhlutverkið. Foreldrar henn- ar annað hvort þrábáðu hana um að borða eða mútuðu henni með alls kyns loforðum og hegndu henni stundum með því að bera fyrir hana það sem hún hafði leift við næstu máltíð á undan. Þessi framkoma var langt komin með að eyðileggja skapsmuni og matarlyst telpunnar. Með óþægðinni var hún búin að ná yfirhöndinni, og það notaði hún svo til að snúa 'allri fjölskyldunni í kringum sig. Foreldr- arnir fóru að mínum ráðum — og tóku bara diskana af borðinu, þegar þau voru búin að borða, en létu mál- ið að öðru leyti afskiptalaust. Eftir tvær máltíðir, ríghélt Bettý I diskinn sinn, þegar móðir hennar ætlaði að taka hann frá henni og sagði vesældarlega: „En viltu þá ekki að ég borði“ ? Móðir hennar var nógu skynsöm til að svara: „Mér ei' alveg sama hvort þú borðar eða ekki, elskan — ég er búin að fá mat- inn minn, ef þú vilt ekki þinn, þá gerir það ekkert til“. Þetta hafði undraverð áhrif. Eftir þetta borðaði hennar hátign matinn sinn um leið og hún fékk hann. Yfirleitt held ég að foreldrar séu alltof hræddir um að börn þeirra bókstaflega verði að engu, ef þau sleppa úi' einni eða tveimur máltið- um. Það er engin hætta á þvi, nema ef þau eru veik. Börn fara að finna tii hungurs löngu áður en hungrið getur skaðað þau. (Dr. Doris Odlum í ,.You and Your Children", ,>OllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimimMMMMIIIIIIIIlmillllllllllllllllllllllllllMilltMH1IHMIIMltlUllMm. CHANEL-snið * Nafnið Chanel minnir okkur helzt á = ilmvatnið „Chanel 5". En fyrir tíu árum | var Chanel miklu þekktari um. allan heim 5 sem einn fremsti tízkufrömuður Parísar- 5 borgar en fyrir ilmvatnið sitt. Síðan hef- | ur verið hijótt um hana, þangað til fyrir I þrem árum, þegar hún kom fram á sjón- % arsviðið og opnaði tízkuhús sitt að nýju. i Og nú er hún enn einu sinni farin að vekja |' almenna athygli fyrir fatnað með „Chanel- | sniði". Látlausa, þægilega tweeddragtin á \ myndinni er ágætt dæmi um það, hvernig \ sá fatnaður lítur út. : Chanel er á allt annarri skoðun en flest- i ir hinna stærstu tízkuhúsaeigenda. Það | er alls ekki markmið hennar að klæða 50 ! bezt klæddu konur heimsins, heldur að | sjá ósköp hversdagslegar konur á götunni | tileinka sér þann stil, sem hún hefur skap- I að og sem hægt er að nota á sæmilega ódýr- j an fatnað, og selja í verzlunarhúsum um ; allan heim. • IMMMMMMimlmtlllMMIIMIIIimmmilmilimimiMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMHIIIIIIIIIIU 111111111111111111111111 tlllMIIMMHMJHJIIIMljÞ' 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.