Vikan


Vikan - 19.09.1956, Page 11

Vikan - 19.09.1956, Page 11
IMOKKURS KONAR FJÁRKÚGUIM AÐ kom mér talsvert á óvart að sjá gamlan vin minn, Monsieur le Duc, í París, því ég hugsaði mér hann svo að segja naglfastan í Cannes, þar sem hann stundaði sín leiðinlega slóttugu viðskipti í sambandi við gömul húsgögn. Það vakti þó ennþá meiri furðu hjá mér að sjá hann akandi í hálfkassabíl. Þetta var einn af þessum litlu bílum, sem kallaðir eru camiontte, það er að segja lítill hálfkassabíll, og á hann var staflað hrúgu af gömlum húsgögnum, sem rugguðu til, og var haldið saman með köðlum. Bíllinn kom riðandi áfram og gaf frá sér ömurlegt vélarsurg, þangað til hann gafst alveg upp með krampatitr- ingi og stöðvaði alla umferð frá Vendome- torginu upp á Rivoligötuna. Þá var það sem ég kom auga á Mon- sieur le Duc, þar sem hann klifraði út út bílnum, alveg eins og klipptur út úr tízkublaði, með staf og hanska, og gægð- ist viðvaningslega ofan í vélina. Þegar ég var búinn að ná mér eftir undrunina, gekk ég til hans og heilsaði honum. — Þú kemur eins og engill af himnum sendur, gamli minn, sagði Monsieur le Duc og heilsaði með handarbandi. — Þú skilur allt svona lagað. Ég spurði hvort hann væri að flytja til Parisar. — Svo alvarlegt er það nú ekki. Þetta eru húsgögn úr höll gamals vinar míns, Huvelins hershöfðingja, og hann bað mig um að selja þau fyrir sig. Farmurinn á bílnum hefði ekki nægt til að búa meðalstóran veiðikofa húsgögn- um. Svo ég hafði orð á því, að þetta hlvti að hafa verið fremur lítil höll. ;— Þetta er það eina, sem ég fékk að taka í burtu, svaraði Monsieur le Duc biturlega. — Huvelin gamli var áður bú- inn að skrifa höllina á nafn dóttur sinnar, svo að hann getur ekki selt hana og nú hafa umboðsmenn hennar þar tilkynnt mér, að húsgögnin séu lagalega óaðskilj- anlegur hluti af höllinni og ekki sé hægt að selja þau heldur. Ég fékk aðeins leyfi. til að fara með þessa fáu muni, sem eru viðurkenndir einkaeign Huvelins gamla. Þetta dót er einskis virði, nema gamla skrifborðið úr anddyrinu. Þetta er ákaf- lega ömurlegt allt saman og veikir trú manns á gæði barnanna, því dóttir hans er stórrík. Lögregluþjónn nokkur kom i veg fyrir meiri mælgi, með því að benda honum á að bíllinn stöðvaði alla .umferð. Monsieur le Duc baðst afsökunar og gekk að gljá- fægðum bíl fyrir aftan skrjóðinn, til að biðjast aðstoðar. Hann leit ekki við bíl- stjóranum, nema hann laumaði seðli í lófa hans um leið og hann gekk fram hjá hon- um og tók ofan fyrir farþeganum, sem var kona. Hún skrúfaði niður rúðuna og það kom í ljós, að hún var ung, alveg ljóshærð og mjög falleg. Það heyrðist á mæli Monsieur le Duc að slíkt kunni hann að meta, þegar hann sagði: — Mér þykir þetta ákaflega leitt, frú. — Það er nú gott og blessað, en ég — ég er að fara í hárgreiðslu til hárgreiðslu- konunnar minnar, sem er ákaflega skap- stór og nú er ég orðin of sein. — Ég er ákaflega hryggur yfir því að vera svona hrífandi ungri konu til óþæg- inda, sagði Monsieur le Duc af einlægni. — En örlögin hafa því miður varpað mér á yðar náðir. Mætti ég biðja yður um að ýta bílnum mínum út að Ritz hótelinu? Hún hló. — Það verð ég að gera, þó ekki væri til annars en að komast að því, til hvers þér eruð að fara með þenn- an gamaldags litla hálfkassabíl að Ritz- hótelinu. Þér eruð ákaflega dularfullur maður, monsieur, og mér — mér finnst allt sem er dularfullt skemmtilegt. Stigið þér nú upp í bílinn og gefið mér skýringu á þessu. Hún opnaði bílhurðina og Mon- sieur le Duc steig upp i bílinn, eftir að hafa beðið mig um að gera sér þann mikla greiða að stjórna sendiferðabílnum. Heill hópur af bílstjórum, umferðar- lögregluþjónum, blómasölum og fólki með hunda í bandi hafði safnazt utan um sendi- ferðabílinn. Og allir hrópuðu hvatningar- orð, þegar við lögðum af stað. Ég sá strax, að lykilinn að bilnum vantaði. Við ókum inn á Vendometorgið, beygðum kringum minnismerki Napoleons og upp að gangstéttinni við Ritz. Þá beygði bíll- inn með Monsieur le Duc og ljóshærðu konuna allt í einu aftur út á götuna og hvarf út í buskann. Skömmu eftir hádegi birtist Monsieur le Duc skyndilega í kaffihúsinu við Royal- götu, þar sem ég var að fá mér kaffi. Hann bað afsökunar á því að bafa skilið mig eftir með sendiferðabílinn og full- vissaði mig um, að ég hlyti að dázt að snilli hans, þegar ég hefði heyrt alla mála- vexti. Ég efaðist stórlega um það, því aðferð- ir Monsieur le Ducs voru sjaldan aðdáun- arverðar. — Svona, svona, sagði Monsieur le Duc. — Nú skaltu fá að heyra. Af einhverri undarlegri tilviljun var ljóshærða konan engin önnur en frú Dany Perret, dóttir Huvelins hershöfðingja. Ég varð alveg undrandi. — Þú hefur víst ekki hjálpað tilviljuninni með því að múta bílstjóranum hennar til að vera fyr- ir aftan þig, þegar billinn stanzaði ? spurði ég- — Það virtist lang heppilegast að hitta hana af tilviljun, því maður getur aldrei verið viss um móttökurnar í svona við- kvæmu máli. Jæja, nú er ég búinn að tala til hennar betri manns varðandi erfiðleika föður hennar. Við ókum til lögfræðings hennar til að ræða máli. Þú verð- ur að ját.a, að þetta var þess virði. En bú sýnis' svo tortrygginn á svipinn. Huvelin hershöfðingi var æskuvinur minn, sem ég á mikið að þakka. Ég var sannarlega snortinn. — Hann er brjóstgóður, gjafmildur og treystii’ öll- um af barnslegri einlægni. Dany dóttii hans er afbragðs stúlka, eins og þú hefur kannski séð, og lífið hefur hlaðið á hana gjöfum, en henni hættir til að vera svo- lítið hugsunarlaus, eins og hamingjusamt fólk er jafnan. Pabbi hennar færði allháa fjárliæð yfir á hennar nafn, svo að hún fengi góða gift- ingu, eins og líka kom á daginn. Hún er gift Jean Perret, þessum sem ekur í kapp- akstursbílum og klífur fjöll og er margra milljónamæringur. En Huvelin gamli lét Dany dóttur sinni svo mikið af auðæfum sínum í té, að um það leyti sem hún gift- ist, átti hann varla neitt eftii' fyrir sjálf- an sig. Æ, þessir peningar, þeir renna svo hægt inn en hverfa svo fljótt. Gamli mað- urinn hafði þó ekki sérlega miklar áhyggj- ur, því hann er léttlyndur að eðlisfari og getur þar að auki alltaf séð fyrir sér með því að spila bridge. En brátt þurfti hann á peningum að halda. Hann varð ástfang- inn af matreiðslukonunni sinni, sem er hrífandi kona og hreinasti listamaður í matartilbúningi. Hann bað dóttur sína um nægilega mkið fé, til að geta kvænzt mat- reiðslukonunni, sem heitir Elenora, og sett upp veitingahús, sem þau gætu lifað af það sem eftir er æfinnar. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að segja frá því, en dóttir hans neitaði honum um þá. Ég spurði hvort milljónamæringurinn. eiginmaður hennar, hefði ráðið því. — Nei, maðurinn hennar er núna staddur í Suður-Ameríku. vegna skilmingakeppni og kemur þessu máli ekki við. Hún átti sjálf hugmyndina. Flestum börnum finnst þeim bera skylda til að hafa á móti öllu sem foreldrarnir ráðgera, vegna leyndrar trúar um að þau séu ekki alveg andlega heilbrigð. Það reynist yfirleitt erfitt að brevta þessari skoðun, því hún er venju- lega á rökum reist, en af henni leiðir oft mikið ólán. Ég held að mér hafi samt tekizt að milda Dany, svo að þau feðg- inin komist að viðunandi samkomulagi. Mér lék forvitni á að vita, hvernig hann hefði farið að því að blíðka hana og Mon- sieur le Duc flýtti sér að útskýra málið: — Ja, ég fann nokkur gleymd bréf í gamla skrifborðinu, sagði hann. — Eitt þeirra var ástarbréf til Danyar frá áköf- um aðdáanda. Ég hafði orð á því við hana og hún virðist halda, að manninum henn- ar yrði kannski ekkert vel við það, ef hann skyldi sjá það og halda það nýtt. þar sem það er ekki dagsett. Auðvitað langar engan til að sjá Perret reiðan, þvi hann er dálítið bráður í skápi. — Og svo hefur þú boðizt til að sel.i henni bréfið, skaut ég inn i. — Alls eJcki! Ég bauðst til að selia henni borðið, þó það sé að vísu rétt, að b’-éft i er enn í skrifborðsskúffunni. Og í stað- inn ætlar hún að greiða föður sínum bæf - lega fjárupphæ$. Lögfræðingurinn bon.t:- ar er að útbúa skjölin núna, og við ætl- um að hittast um kaffileytið, til að liúk viðskiptunum. Ég vildi gjarnan að þú vær- ir viðstaddur. Vitni koma oft í góðar þarf- Framhnhi ii bl; <i Smásaga eftir WILLIAM BRANDO 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.