Vikan


Vikan - 19.09.1956, Side 12

Vikan - 19.09.1956, Side 12
í S K U G G A G A JL G Æ N S F O B S A G A : Gaston fangavörður segir réttvísinni stríð á hendur, þegar 21 árs gömul stúlka er sett í dauða- klefa fylkisfangelsisins í Georgíu. Hin rauðhærða Gwen Benson hefur verið dæmd tii dauða fyrir að myrða föður sinn á eitri. Gaston bjargar henni úr dauðaklef- anum nóttina fyrir aftökudaginn, en getur ekki komið lienni út úr fangelsinu. Hann tekur það til bragðs að dulbúa hana sem karlfanga. Ungur piltur að nafni Robert Flowers liefur látist fáeinum dögum eftir að hann var fluttur til fangelsisins til þess að afplána tuttugu ára dóm, og með aðstoð tveggja fanga tekur Gwen við nafni hans og hlutverki. Hún veit, að hún er óhult svo Iengi sem henni tekst að þrauka sem Robert Flowers. Hún og David Wint, annar fanganna, sem hafa lijálp- að henni, eru valin i fangaflokk, sem Continental járnbrauta- félagið tekur á leigu. Vinnubúðirnar eru uppi í fjöllum. Þar verður hún fyrir ásóknum Patricks Shayne, lögfræðingsins sem varið hafði mál liennar. Hann vill fá Iiana til þess að af- sala sér jarðarskika, sem hún hefur fengið eftir föður sinn. Þegar hún fer að ráðum Gastons og neitar, reynir lögfræðingur- inn að beita þvingunum. Honum tekst að ganga svo frá hnút- unum, að Gwen — eða öllu heldur „Robert Flowers", eins og hún nefnist — er sökuð um flóttatilraun úr vinnubúðunum og flutt í fangahúsið í Kenliam til refsingar. I>ar hyggur Shayne, að hann muni eiga auðveldara með að kúga liana til hlýðni. ^^^VEIMUR dögum eftir að Mugridge og Shayne fóru með Gwen /n til Kenham, svaraði Philip Ware ritstjóri bréfi mínu. Ég las það, þegar ég kom af verði. Mugridge var á vakki fyrir framan dyrnar og gaf mér gætur. Þegar ég lauk við að lesa bréfið, braut ég það vandlega saman og stakk þvi í brjóst- vasann. Svo kallaði ég til Mugridges: „Ég þarf að skreppa til Kenham á morgun. Ég á frídag á morgun, eins og þú veist.“ > Hann glotti meinfýsnislega. „Þú munt ætla að heimsækja stúlku- kindina. Berðu henni kveðju mína.“ Svo bætti hann við og hvessti á mig augun: „En farðu varlega, piltur minn!“ Þetta var óþarfi. Ég hafði fyllsta hug á að fara að öllu með gætni í framtíðarviðskiptum mínum við þessa heiðursmenn. Ég þóttist vera far- inn að hafa ástæðu til þess. Auk þess gaf bréfið frá Ware tilefni til var- úðar. Mér leið betur eftir lestur þess. Ég var eins og maður, sem verið hefur villtur dögum saman og allt í einu byrjar að átta sig á umhverfinu. Loksins var myndin farin að skýrast. Síðustu dagana hafði ég að vísu ekki þurft að fara i neinar grafgötur með það, hver var hættulegastur óvina Gwen Benson. Það var enginn annar en Patrick Shayne, maðurinn, sem verið hafði verjandi hennar. En nú vissi ég að auki, hvað á bak við lá — var að minnsta kosti byrjaður að grilla í sannleikann. Bréf Wares ritstjóra var langt mál og ýtai’legt. Einkum hafði hann gert sér far um að svara þeirri spurningu minni, sem fjallaði um jörðina, sem Gwen hafði fengið eftir föður sinn. Mig hafði lengi grunað, að lykillinn að gátunni fælist í þessum jarð- arskika. Atburðir- undanfarinna daga höfðu styrkt þann grun. Og nú tók bréf ritstjórans í rauninni af allan vafa. Hann skrifaði: Þú spyrð hvort jörðin, sem Gwen Benson telst eigandi að, sé verðmæt. Þú spyrð, hvort ég geti upplýst, hversvegna Patrick Shayne lögfræðingur sæki það svona fast að eignast þennan jarð- arskika. Ég vil ekki vera með neina sleggjudóma um Pati'íck Shajme. Hér í Kenham hefur hann orð á sér sem duglegur lögfræðingur og málflutningsmaður. En um jörðina vil ég segja þetta: Hún er feikn- verðmæt. Fyrir nokkrum mánuðum, hefði ég ekki viljað gefa hundrað dali fyrir hana. 1 dag er hún tugþúsunda virði, að ekki sé meira sagt. Bréf þitt ber það með sér, að þú veist, hvar Gwen Benson er niður komin. Láttu iiana ekki selja. Talaðu við mig fyrst. eftir William Gaston jr, Svo mörg voru þau Qi’ð. Ware gaf enga skýiingu á því, hvernig á því stæði að jörðin væri orðin svona verðmæt. En hann lauk bréfi sinu með því að hvetja mig til að koma hið bráðasta til Kenham, þar sem við gætum talað saman í ró og næði og máske „gengið frá einhverskonar herðnaðaráætlun." Ég fór snemma að hátta og Mugrigde var hvergi sjáanlegur þegar ég fór niður að veginum daginn eftii'. Fyrsta spölinn féklc ég far með vagn- inum, sem vikulega færði okkur vistirnar. Svo tók ég póstvagninn til Kenham. Ég var kominn þangað um hádegi og hélt beint upp á ritstjórn- arskrifstofu Morgunpóstsins, en þar var mér tjáð, að Ware ritstjóri hefði orðið að skreppa burt úr bænum og væri ekki væntanlegur fyrr en um fjögurleytið. Ég ákvað að nota tímann til þess að reyna að ná fundi Gwen. Fanga- húsið var í útjaðri bæjarins, grár steinkumbaldi umgirtur háum múrvegg. Ég gerði boð eftir yfirfangaverðinum og skömmu seinna var mér vísaö inn í slcrifstofu hans. Ég kynnti mig og sagði honum hvað ég starfaði. „Einmitt já. Og hvað er þér á höndum?" „Þið eruð með fanga hérna frá okkur, pilt að nafni Robert Flowers.“ „Flowers? Bíðum nú við.“ Hann fletti upp í bók, sem lá á borðinu. Eftir nokkra stund fann hann nafnið. „Stendur heima. Okkur var sendur hann fyrir þremur dögum. Varðstjórinn ykkar kom með hann, ef ég man rétt.“ Hann rýndi í bókina. „Flóttatilraun. Fanginn virðist hafa gert til- raun til að hnupla byssu. Mál hans var tekið fyrir í gærmorgun. Hann neit- aði öllu og fékk sex mánuði i svartholinu.“ Ég sagði: „Get ég fengið að tala við hann?“ „Ætli það ekki. Að sjálfsögðu er ekki ætlast til þess að hann fái heimsóknir, en mér sýnist sem sú regla geti varla náð til þín.“ Hann tók lyklakippu úr skrifborðsskúffunni og stóð á fætur. Svo horfði hann for- vitnislega á mig. „Hvað villtu honum annars?“ „Við erum enn að rannsaka þessa flóttatilraun þarna efra.“ Ég hik- aði andartak, bætti svo við lcæruleysislega: „Maður veit aldrei nema fleiri hafi verið með í ráðum.“ ,,Eimitt.“ Hann gekk á undan mér fram ganginn. „Sama sagði lög- fræðingurinn, sem annast málið fyrir varðstjórann ykkar. Hann telur að hér hafi verið um alvarlegt samsæri að ræða.“ Hann lauk upp hurð í endanum á ganginum og lokaði henni á eftir okkur. Við gengum niður tröppur og inn langan kjallaragang með klefahurðir á báðar hendur. Þá tóku við aðrar læstar dyr og háll og brattur tréstigi. Loftið var kalt og dautt þarna niðri og veggirnir gljáðu af raka. Við stóðum í þröngu neðan- jarðarherbergi. Hjá stiganum hékk olíulukt, en að öðru leyti var her- bergið tómt. Á veggnum andspænis okkur voru þrjár járnslegnar hurðir. Þetta voru myrkrastofurnar. Ég sagði: „Hver er lögfræðingurinn ? “ „Patrick Shayne. Þú hefur kannski heyrt talað um hann. Dugnaðar- náungi. Hann heimsótti fangann tvisvar í gær til þess að reyna að koma vitinu fyrir hann.“ Ég sagði: „Já, ég kannast lítillega við hann.“ „Almennilegasti náungi líka. Ekkert stór upp á sig. Hann var lengi að rabba við mig í gærdag." Ég sagði: „Jæja, eigum við ekki að líta á fangann?“ „Jú.“ Hann stakk lykli í skrána á hurðinni næst stiganum, opnaði og kallaði inn í myrkrið: „Þú ert að fá heimsókn." Svo sneri hann sér að mér. „Ég bíð uppi.“ Ég beið þar til hann var horfinn upp stigann. Þá seildist ég eftir lukt- inni, tók hana ofan af snaganum og lýsti inn i klefann. Það var ekkert þarna inni, ekkert nema gólfið og veggirnir — og fanginn. Hún sat á gólfinu andspænis dyrunum og pírði augun í ljósið. „Shayne?" „Nei, Gwen, ekki Shayne. Það er ég — Gaston." „Ég vissi þú mundir koma!“ Hún stóð á fætur. „Komdu! Leyf mér að sjá þig!“ Ég flýtti mér til hennar. „Gwen, ég hef góðar fréttir." „Það veitir ekki af.“ Hún brosti þreytulega. „Ég er hrædd um, að ég sé að missa kjarkinn. Og Shayne gefur mér engan frið.“ 12

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.