Vikan


Vikan - 19.09.1956, Blaðsíða 13

Vikan - 19.09.1956, Blaðsíða 13
,,Þetta fer að lagast." ,,Jæja?“ Hún horfði á mig hugsi. Svo brosti hún allt í einu. „Fyrir- gefðu mér, en ég er svo þreytt. Á ég ekki að láta hann fá þessa jörð? 1 gær sagði hann mér, að ef ég skrifaði undir afsalið, mundi hann sjá svo um, að ég losnaði héðan." „Hann sér hvorki um eitt né neitt!" Hún brosti dálítið ertnislega. „Mér hefur fundist upp á síðkastið . . .“ Svo varð svipur hennar allt í einu alvarlegur og hún greip í hendina á mér. „Gaston, ég er hrædd! Já, ég er óttalega, hræðilega hrædd! Mér finnst ég vera í gildru. Hg húki hérna í myrkrinu, í þessu óttalega myrkri. Ég heyri ekkert; ekkert mannlegt hljóð berst hingað niður. Og þó sit ég — og hlusta. Ég hlusta éftir fótatakinu, sem boðar komu hans. Ég bíð og hlusta. Og svo er lykli stungið í skrána og hann stendur þarna í dyrunum og horfir á mig. Tvisvai- kom hann til mín í gær! Og í hvert skipti finnst mér augnaráð hans vitfirringslegra, hreyfingarnar óeðli- legir. Og ég held ég er farin að halda, að hann sé vitskertur!“ „Róleg, Gwen! Þú getur þraukað lengur! Þú ert búin að sýna það hvað eftir annað. Og hlustaðu nú á mig! Nú höfum við loksins einhverja hand- festu, eitthvað til þess að grípa í!“ Ég þagnaði og hlustaði. Mér hafði heyrst ég heyra marra í hurð. Ég tók olíuluktina og lýsti út um klefadyrnar. En það var ekkert frammi. Hún horfði á mig og svipur hennar var alvarlegur og íhugull. Hún hallaði sér upp að veggnum og andvarpaði. „Erum við ekki . . hún horfði niður fyrir sig og rómurinn var svo lágur að ég heyrði varla til hennar........erum við ekki að slást við vindmillur? Er þetta ekki ein- tóm þrjóska, þrjóska hjá mér, þrjóska hjá þér, þrjóska hjá Wint.“ Hún lækkaði róminn og örvæntingin lýsti upp augu hennar. „Gleymum við þvi ekki, sem öllu máli skiptir, að ég er hvort sem er glötuð? Má mér í rauninni ekki standa hjartanlega á sama hvað verður um þessa jörð ? Eða segðu mér, hvernig á ég að njóta hennar hérna eða nokkurntíma ? “ „Einmitt!" Röddin var há og hvell og það var Patrick Shayne, sem talaði. Hann stóð í klefadyrunum með hattinn í hendinni, þegar ég sneri mér við. Hann hneigði sig hæðnislega. ,,Ég óska þér til hamingju, Gwen. Þú virðist vera að ná sönsum.“ Svo sneri hann sér að mér. „Yfirfanga- vörðurinn sagði mér, að þú værir hjá fanganum," sagði hann kurteislega. „Hann vísaði mér beint niður. Ég er tíður gestur hérna.“ Gwen horfði vonleysislega á hann. Hendurnar hengu niður með síð- unum, líkaminn var dálítið beygður. Hún húkti upp við steinvegginn, þreytt og næstum auðmjúk andspænis þessum miskunnarlausa manni. Hann lyfti göngustafnum og snerti öxl hennar. „Þú skalt hætta þess- ari þrjósku, væna mín,“ sagði hann. „Þú ert að berja höfðinu við stein- inn. Gott og vel, setjum svo, að ég geti haft eitthvað upp úr þessu jarð- LESLIE NTELSEN hoitir þessi Ieikari og er frá Kanada. Hann er nú komlnn til Hollywood, þar sem hann er á samningi hjá Metro-Goldwyn-Mayer. I fréttatilkynningu frá félaginu segir, að hann sé einn oftirsóttasti nýliðinn í kvikmyndabænum. Hann er hiiinn að leika í fimm myndum á einu ári. I síðustu myndinni leikur hann á méti kvikmyndadisunum June Allyson og Joan Oollins. arkrili þinu! En hvaða máli skiptir það þig? Eins og þú sagðir áðan: má þér ekki standa hjartanlega á sama, hvað verður um þessa jörð? Þú ert . . .“ hann þagnaði snöggvast og snerti hana aftur með stafn- um.......þú ert upptekin næstu tuttugu árin, ef svo mætti orða það.“ Ég sagði: „Hlustaðu ekki á hann, Gwen!“ og seildist til brjóstvasans. ,,Ég hef verið að spyrjst dálitið fyrir hérna í Kenham. 1 gæi- fékk ég bréf frá . . .“ Ég þagnaði undrandi. Bréfið var ekki í brjóstvasa mínum. „Hver fjandinn!" tautaði ég. „Hvern sjálfan þremilinn ... ?“ „Áttu við þetta hérna?" Shayne dró bréfið úr frakkavasa sínum, braut það í sundur og fékk mér það. „Mugridge sá þig önnum kafinn við lestur í gærkvöldi. Hann er svo forvitinn. Hann fór vist í vasa þinn eftir að þú varst sofnaður. Og blessað tryggðatröllið sendi mér plfiggið í morgun." Hann sneri sér aftur að Gwen. ,Já, væna mín, það stendur semsagt i þessu bréfi, að jörðin að tarna sé talsvert verðmæt. Jæja, maður á auð- vitað ekki að trúa öllu, sem stendur í bréfum. En eins og ég sagði áðan: Hvaða máli skiptir það þig? Og hlustaðu nú á! Ég skal borga þér 500 dali fyrii' jörðina og fá þig lausa héðan strax í dag.“ „Og síðan?“ Gwen gætti þess að horfa ekki á mig. „Siðan ferðu til baka til vinnubúðanna, þar sem þú átt heima, og þetta er búið og gleymt. Ég skal meir að segja,“ bætti hann við og röddin vai' í senn föðurleg og hátíðleg, „biðja Mugridge að vera ekki alltof strangur við þig.“ Hún hallaði sér upp að veggnum og horfði á Shayne. Svo renndi hún augunum til mín og horfði á mig þögul og hugsi. Loks sagði hún: „Þetta bréf, Gaston ... ?“ „Það breytir öllu!" „Ekki þeirri staðreynd, Gwen, að þú átt fyrir höndurn sex mánaða vist í þessari holu.“ Rödd Shaynes var hörð og köld. „Ekki þeirri staðreynd, að þú ert dæmdur moi-ðingi. Og heldur ekki þeirri staðreynd, að þú leynist undir nafni þrælkunarfangans Roberts Flowers og að þessi sami Flowers er grunaður um að hafa staðið fyrir samsæri gegn fangelsisyfirvöldunum." „Með öðrum orðum?" Gwen hrukkaði ennið. „Með öðrum orðum, hvort sem þú ert jarðeigandi eða ekki“ -— Shayne hreytti orðinu út úr sér — „þá ertu á valdi þeirra manna, sem hafa það í hendi sér að gera þér lifið að ósviknu viti.“ „Hægan, Shayne!“ Ég tók mér stöðu fyrir framan Gwen. „Þú gleymir þvi, að þær upplýsingar, sem ég hef hér i bréfinu, eru aðeins byrjunin." „Upplýsingar! Hvaða upplýsingar eru það, þótt jörð sé einhvers virði? Hvað stoðar það henni?“ Hann danglaði með stafnum i áttina til Gwen. „Komdu hingað eftir mánuð og spurðu hana, hvort hún hafi mikla gleði af jörðinni sinni!“ Ég sagði hæglátlega: „Ég er ekki viss um, að hún verði hér í mánuð.“ Svo sneri ég mér að Gwen. „Jæja.“ En henni gafst ekki tími til að svara þessari þögulu spurningu. Það heyrðist fótatak í stiganum og yfirfangavörðurinn birtist í dyrunum. „Klukkan er þrjú, herra Shayne," sagði hann. „Þér báðuð mig að tyoma niður klukkan þrjú.“ „Rétt," sagði Shayne. Svo horfði hann á Gwen og augun voru köld og miskunnarlaus. „Ég ætla að yfirheyra fangann aftur i kvöld. Þangað til má hann ekki hafa samneyti við neinn. Ekki heldur“ — hann leit á mig — „herra Gaston.“ Hann lét mig fara á undan sér út úr klefanum. Þegar ég leit um öxl, stóð Gwen enn kyrr við vegginn. Hún horfði á mig, en ég gat ekkert lesið úr andliti hennar. Það var ekki fyrr en við stóðum í anddyri fang- elsisins, að mér varð það ljóst, hve mikla ábyrgð ég hafði tekist á hend- ur, þegar ég ráðlagði henni — nei, þrábað hana — að láta ekki undan. Shayne horfði fiaman i mig og glotti. „Þú eit kannski að velta því fyrir þér, hvaða gagn þetta geti gert henni ?“ „Shayne," sagði ég hægt. „Ef hún léti þig fá jörðina, skrifaði undir Hann hló kuldalega. „Farðu bara til þessa ritstjóra þins og sjáðu til, hvernig honum gengur að sanna, að hún hafi ekki myrt föður sinn! Eða varstu kannski búinn að gleyma því, að hún er dæmdur moröingi ?“ „Ef hún afsalar sér jörðinni?" „Ég get fullvissað þig um það, Gaston, að undir venjuíegum kring- umstæðum hef ég ekki snefil af áhuga fyrir tukthúsföngum. Ég tók að mér vörnina í máli hennar. Það var lögfræðileg skylda min. Rétturimi komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri sek. Það var réttlátur dómur. Ég hef enga samúð með henni.“ „Þú hefur ekki ennþá svarað spurningu minni." Shayne brosti. „Auðvitað lætur hún undan fyrr eða síðar. Það kann að taka dálitinn tíma; hún er sorglega einþykk, stúlkukindin. En hún mun að lokum sjá að þetta borgar sig ekki, uppgötva að tukthúslimir eru eltki hátt skrifaðir i mannfélaginu." Hann veifaði stafnum góðlátlega til min i kveðjuskyni og gekk út á götuna. Svo nam hann allt i einu staðar og sneri sér að mér. „Heyrðu mig annars, Gaston. Þú ert fangavörður. Hvaða aðferðir notarðu helst til þess að kenna þvermóðskufullum föngum að hlýða? Ég á við þi'á- kálfa á borð við Gwen Benson." Ég ypti þreytulega öxlum. „Langar þig að vera við yfirheyrsluna i kvöld?" j; Ég horfði á hann, án þess að ansa. vth „Þá ertu velkominn. Komdu klukkan níu, ef þú mátt vera að.“ Hann Iyfti hattinum og gekk niður götuna. Framhald i nœsta . blaði, 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.