Vikan


Vikan - 06.06.1957, Síða 12

Vikan - 06.06.1957, Síða 12
NDRBERT DAVI5 ANNAR KAFLI B B Forsaga: Jauet Martin, ung og lagleg stúlka, er í skenimtiferð í Mexíkó, þegar hún kynnist Doan leynilögreglumanni og Vask, hundinum hans. Doan er rjóður, glaðlyndur og feitlaginn. Vaskur er á stærð við kálf og feiknarlega merkilegur með sig. Janet og Doan ákveða að fara með langferðabíl til bæjarins Los Altos og skoða sig þar um. AU voru loksins sest upp í bílinn. Doan og Janet sátu í aftasta sætinu. Vaskur sat á gólfinu. Hann horfði lengi á Janet, eins og hann væri að velta henni fyrir sér. Svo lagði hann höfuðið í kjöltu hennar. Doan varð undrandi á svipinn: „Svei mér ef honum geðjast ekki að þér!“ Janet klappaði honum. „Geðjast honum ekki oftast að fólki?“ „Öðru nær. Hann fyrirlítur það. Hann fyrirlítur mig, svo að dæmi sé nefnt.“ „Þig!“ hrópaði Janet. „En hversvegna?“ „Til að byrja með, fékk ég hann upp í skuld. Það finnst honum óvirðulegt. Og svo er ég ekki eins vel ættaður og hann.“ Janet hló. „Hann hlýtur að vera ákaflega verðmætur.“ „Mér voru einu sinni boðnir í hann sjö þúsund dalir,“ sagði Doan og andvarpaði. „I beinhörðum peningum þar að auki. Ég hafnaði boðinu. Ég vildi að ég vissi hversvegna.“ „Mér finnst þetta óskaplega fallegt,“ sagði Janet. „Ég á við, að þú skulir ekki selja hann.“ „Ég vildi að hann liti sömu augum á málið. Ég var að vona, að hann fengi svolítið álit á mér við þetta, en hann hló bara hæðnislega.“ „Refsarðu honum nokkurntíma ?“ „Ég reyndi það einu sinni,“ sagði Doan. „Hvað skeði ?“ „Hann sló mig niður og sat ofan á mér í þrjá klukkutíma. Hann er eitthvað um tonn á þyngd. Ég skemmti mér allt ekkert og hef ekki lagt í hann síðan. Nú, og svo er hann auk þess sénnilegast mér fremri í mannasiðum.“ Henshawshjónin og Mortimer höfðu sest fremst í bílinn, og nú leit Henshaw aftur fyrir sig og spurði þreytulega: „Heyr- ið mig, hvenær sagðist bílstjórinn með skrýtnu enskuna ætla að leggja af stað? Eða er það meiningin að við sitjum hérna í allan dag?“ „Þarna kemur hann,“ sagði Janet. Bartolome tölti út úr hótelinu og stakk höfðinu inn um bíldyrnar. „Virðingarfyllst, nú erum við að fara,“ tilkynnti hann. „Bara að bíða stundarkornin eftir stórkostlega fínu fólki.“ „Hvaða fólk er það?“ spurði Henshaw. „Hin ótrúlega og dásamlega auðuga ungfrú sem heitir Pat- ricia Van Osdel og hennar kumpánar.“ „Þú segir ekki!“ tautaði Henshaw. „Heyrirðu hvað maður- inn segir, Doan? Patricia Van Osdel. Dollaraprinsessan sjálf! Hún kvað hafa erft fimmtíu milljónir eftir föður sinn.“ „Er hún gift?“ spurði frú Henshaw og horfði tortryggin á manninn sinn. „Svo lágt legst hún ekki,“ sagði Bartolome. „Hún hefur elskhuga. Ha, þar koma þau! Viðbúin nú!“ Lágvaxin miðaldra kona, svartklædd frá hvirfli til ilja, gekk út úr hótelinu. Hún var með langt, mjótt andlit, stórmynnt. Henshaw þrýsti andlitinu að rúðunni, iðandi af ákafa: „Sú er orðin gömul, og sýnist þó alltaf komung á myndum." Svartklædda konan rak fingurinn í bringuna á Bartolome. „Frá!“ Hún steig upp í bílinn, þefaði, tók síðan ilmvatns- flösku úr töskunni sinni og skvetti í allar áttir. Svo settist hún, en þó ekki fyrr en hún var búin að draga upp heljarstóran vasa- klút og þurrka vandlega af sætinu. „Hæ,“ sagði Henshaw. „Ert þú Patricia Van Osdel?“ „Ónei,“ ansaði svartklædda konan. „Ég heiti María og er þernan hennar. Og viljið þér svo gera mér þann greiða að hætta að gapa á mig og hnýsast í hluti, sem yður kemur ekkert við.“ „Sjálfsagt," sagði Henshaw vingjarnlega. Hann lagðist aftur á rúðuna. „Hæ! Þarna kemur hún! Líttu bara á hana, Doan! Þarna er nú kvenmaður í lagi!“ Hótelstjórinn birtist á gangstéttinni með bukki og beyg- ingum, og á hæla honúm kom ung stúlka, sem ekki sýndist mikið sterkari en postulínsbrúða. Hún var með sítt, hvítt slá og glóbjart hárið sindraði í sólskininu. Svipurinn var í senn hátíðlegur og hrokafullur.' Ungur maður rölti á eftir henni. Hann var eins dökkur og hún var björt. Hann var fýlulegur á svip. Hárið var hrokkið, vangasvipurinn ótrúlega lítalaus. Hann var með þvengmjótt yfirskegg og langa mjóa barta. Hann nam staðar á gangstéttinni og benti á langferðabílinn. „Eigum við að fara í þessari dós?“ „Já, Greg,“ sagði Patricia Van Osdel blíðlega. „Ég verð ekkert sérlega hrifinn af þessu ferðalagi," sagði Greg. „Þú gerir þér það vonandi ljóst.“ „Svona, vertu nú dálítið bjartsýnn,“ sagði Patricia Van Os- del hughreystandi. „Svona förum við að í lýðræðislöndunum, sjáðu til. Þetta er algengt í Bandaríkjunum. Þar er eiginlega engin stéttaskipting." „Til fjandans með þetta,“ sagði Greg. „Ég á við þennan bílgarm, Mexiko, Bandaríkin og þetta svokallaða lýðræði.11 „Sestu upp í bílinn, Greg,“ sagði Patricia Van Osdel. „Vertu ekki svona erfiður.“ „Ég er algjörlega á móti þessu,“ sagði Greg um leið og hann steig upp í bílinn. „Ég vara þig við því.“ Hótelstjórinn og Bartolome hjálpuðu Patriciu Van Osdel hvor um annan þveran að komast óskaddaðri inn um bíldyrnar. „Þér munið hafa ósvikna ánægju af ferðinni," tilkynnti hótelstjórinn. „Bartolome, hérinn þinn, þú ábyrgist að fara ekki ofan í eina einustu holu. Heyrirðu það! Ekki eina, skilurðu!" Greg var sestur og góndi þungbrýnn út um gluggann. María leiddi Patriciu Van Osdel til sætis. Henshaw ræskti sig. „Ég heiti Henshaw — “ „Og skiptir það nokkru máli?“ spurði Greg kuldalega. „Greg,“ sagði Patricia Van Osdel, „láttu ekki eins og barn. Mér þykir mjög gaman að kynnast yður, herra Henshaw. Og er þetta f jölskyldan yðar ? En hvað þetta er fallegur lítill dreng- ur! Þið vitið auðvitað öll hver ég er. Þetta er María, þernan mín. Og þetta er vinur minn, flóttamaðurinn Gregor Dvanisnos." Hún sneri sér að hinum farþegunum. „Og þið heitið?“ „Doan,“ sagði Doan. „Og þetta er ungfrú Janet Martin. Og þessi hérna á gólfinu heitir Vaskur.“ „Vaskur!“ sagði Patricia Van Osdel brosandi. „Ákaflega finnst mér nafnið sóma sér vel.“ Vaskur opnaði annað augað, horfði á hana andartak og urraði lágt. En hæversklega engu að síður. „Jæja,“ sagði Patricia Van Osdel glaðlega, „þá eru forms- atriðin frá! Nú þekkjumst við öll, er það ekki? Nú getum við 1. Hvaða evrópiskur rithöfundur tók upp nafn síns eig'in föðurlands? 2. Á hvaða hraða á að leika venjulegar hljóm- plötur? Við eigum ekki við „langgengar*' plötur. 3. Hver er stærsta skrifstofubygging verald- ar? 4. Er heimilt að giftast systur ekkju sinnar? 5. Nafnið á bandarískri borg þýðir „bróður- kærleikur". Hvaða borg er það? 6. Hve gamall var Metúsalem, þegar hann and- aðist? 7. Hvað er Kinverski múrinn hár og langur? 8. Hvar eru mestu kvikasilfursnámur Evrópu? 9. Hve margir ferkílómetrar er Síbería? 10. Hver af landkönnuðunum þremur, Scott, Shacieton eða Amundsen, komst fyrstur á Suðurpólinn ? Sjá svör á bls. H. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.