Vikan


Vikan - 22.01.1959, Síða 5

Vikan - 22.01.1959, Síða 5
mfÞrdimgjams rAM til þessa hafði Bárður aðeins leikið sér að þeirri hugmynd að myrða koriuna sína. Viktor benti með grönnum, velsnyrtum vísifingri á brúðarfestina úr gulli sem Böðvar var að handleika utan við sig. „Ætlarðu að segja mér að ekkert sé eftir af bankainnstæðu hennar?“ spurði hann. ,Nei,“ sagði Bárður, „en ég verð að fara var- lega því það eru takmörk fyrir þvi hvað ég get haft mikið út úr konunni minni í hvert skipti." Viktor yppti öxlum og bandaði frá sér með höndunum. „Það kostar peninga að reka svona klúbb,“ sagði hann, „og ég get ekki klárað skuldir mín- ar með því að leggja fram reikning fyrir því hvað fólk skuldar mér.“ Böðvar 'seig dýpra í stólinn þar sem hann sat fyrir framan skrifborð fjárhættuspilarans. Hann stakk sígarettu inn milli þunnra samanbitinna varanna og kveikti í henni: „Ég get ekki borgað allt í einu. Þú verður að bíða.“ ,Hvað lengi?“ spurði Viktor. „Þúsund dali á mánuði." „Ertu frá þér? Það mundi taka nærri því tvö ár fyrir þig að endurgreiða þessi tuttugu þús- und.“ Böðvar marði sundur sígarettuna í öskubakk- anum á skrifborðinu og reis á fætur náfölur í andliti. Hann horfði í augun á Viktor og féll ekki hörkuglampinn í augum hans. „Hvað viltu gefa mér langan frest?“ spurði hann fjárhættuspilarann. „Ég get beðið í eina eða tvær vikur, en alls ekki lengur.“ Böðvar yfirgaf skrifstofu Viktors og labbaði sér inn á barinn. Hann rétti upp fingur og barþjónn- inn kinkaði kolli. Honum varð hugsað til Kristínar og beit grimmdarlega á vörina. Þegar þau gengu í heilagt hjónaband fyrir þremur árum hafði framtíðin brosað við þeim og allt virtist í himnalagi. Hvaða máli skipti það þótt hún væri tuttugu árum eldri en hann? Læknirinn hafði verið sannfærður um að hún mundi ekki lifa lengur en eitt ár — í hæsta lagi tvö. Hann hafði varað Böðvar við að segja henni frá því og ekki stóð á honum að sam- þykkja það. Hann gerði sig ánægðan með að bíða — en hún virtist fyllast því meiri lífs- þrótti sem lengra leið. „Ert það þú elskan mín, Böðvar,“ hvíslaði hún stundum, „mér finnst ég næstum eins ung og þú. Það er allt þér að þakka.“ Kristín hafði verið örlát á fé og Böðvar hafði óspart notað sér það. 1 fyrsta sinn á ævinni þurfti hann ekki að velta fyrir sér hverjum eyri áður' en hann lét hann frá sér. Nú gat hann framkvæmt þá hluti sem hann hafði dreymt um alla ævi. Hann hafði verið varkár í fyrstu en með tímanum vai'ð hann öruggari og leyfði sér ýmislegt sem hann hefði ekki þorað áður fyrr. Þangað til morgun einn fyrir einum mánuði. Böðvar gretti sig við tilhugsunina og bað um annan drykk við barinn. „Langar þig til að skilja, Böðvar?“ hafði hún allt í einu spurt og honum hafði brugðið i brún. „Því það?“ spurði Böðvar og pirði augun, „hef ég ekki gert þig hamingjusama ?“ Örstutt lögreglusaga eftir MORRIS COOPER. lrÉg var mjög hamingjusöm í fyrstu,“ sagði hún, „en nú nýverið hafa gerst ýmsir atburð- ir . . .“ Böðvar vöðlaði saman servéttunni við morgun- verðarborðið, reis á fætur og beljaði ógnandi í'ómi: „Hefurðu haldið uppi njósnum um mig?“ Kristin roðnaði við þegar hún hristi höfuðið og svaraði: „Nei, en ég á mér vini og þeir héldu að þeir væru að ge ra mér greiða þegar þeir sögðu mér . . .“ Böðvar stakk sígarettu í munninn og dró upp silfurlitan kveikjara. „Segjum svo að mig langi til að skilja,“ sagði hann og hélt kveikjaranum á lofti logandi. Hann horfði beint á konu sína á meðan. Kristín talaði í rólegum tón: „Ég samþykki aldrei skilnað“ sagði hún. Böðvar lagði kveikjarann frá sér á sama stað. Framliald á bls. 18. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.