Vikan


Vikan - 22.01.1959, Page 14

Vikan - 22.01.1959, Page 14
JÖLAGLEÐI Menntaskólans vax haldin 28. desember s. 1. Þessi hátíð er hin virðulegasta og mesta sem haldin er í Menntaskól- anum. Jólagleðin hefur tíðkast frá fornu fari, þótt ekki hafi mér tekfst að komast fyrir um uppruna hennar. Þetta er hátið nemendanna; og kenn- ararnir eru gestir þeirra. Nemendur leggja hart að sér við allan undir- búning, sem hefst þegar jólaleyfið er gefið. Það er að kvöldi hins stóra dags. Ég geng upp að skólahúsinu, ásamt ljósmyndara blaðsins. Dynjandi tón- list berst okkur til eyma frá stóru gjallarhomi sem komið er fyrir í einum glugganum. Ungt fólk streym- ir að skólanum úr öllum áttum, klætt sínu fegursta skarti, stúlka ein sér, eða margar í hópi, hávaðasamir pilt- ar, sem hugsa gott til væntanlegrar skemmtunar, sem okkur er tjáð að standa muni til klukkan fjögur 1 nótt. Þegar inn kemur og við göng- um upp stigann, eru allir veggir skreyttir merkilegum myndum úr Gerplu Kiljans. Skreyting þessi vek- ur hjá mér forvitni, og ég fæ að vita að á seinni árum hafi nemend- ur valið sér ýmisleg viðfangsefni þeg- ar þeir skreyttu veggi skólans og helztu listamenn unnið að. Við þrengjum okkur framhjá nem- endum sem standa í stigum og göng- um og komum að kennarastofu. Þar Htekur rektor á móti okkur. Kristinn w' Ármannsson er maður virðulegur ásýndum; vel látinn meðal nemenda og stýrir vel þessari merku skútu, þar sem áhöfnin er í fyrstu ótamin nokkuð, en heldur á braut þaðan vel menntuð, þroskuð og þess albúin að taka við merkjum. Það eru mættir all margir kennar- ar, einir eða með konur sínar. Þeir ræða fjörlega sín í milli, svo það er j ekki siður skvaldur þar inni en ; frammi á göngunum þar sem nem- i endur bíða óþreyjufullir eftir því að | skemmtunin hefjast. ' Kennarar halda áfram að koma, og nú er beðið eftir heiðursgestinum. i I tilefni þess að nemendur hafa valið sögukafla úr Gerplu til mynd- skreytinga, hafa þeir óskað nærveru skáldsins. Og það er beðið eftir skáldinu. fniNS og vera ber, kemur hann, þegar allir eru farnir að halda að hann muni ekki koma. Elsku- legur og látlaus í virðuleik sínum, með fas heimsborgarans og klædd- ur sem enskur lávarður á leið i klúbbinn sinn, leiðir hann sina glæsilegu konu upp stigann. Menn víkja auðmjúklega til hliðar fyrir manninum og fylgjast með kveðj- um þeirra rektors og annara fyrir- manna skólans. Nú getur hátíðin hafist. Það er gengið í hátíðarsalinn. Hann er allt um of lítill fyrir allan þann fjölda sem kominn er til gleöskap&r, sæti eru fyrir gest- ina og kennara, en nemendumir verða að standa 1 þéttum hnapp, eftir þvi sem rúm er í salnum, aðrir verða að láta sér nægja að hlusta á það sem fram fer í öðrum herbergjum, þar sem hátölurum er komið fyrir. Inspector scholae, Jakob Armanns- son, kynnir skemmtiatriðin. Hann ávarpar samkomuna fyrst nokkrum kurteisum orðum og gefur slðan Sigurkarli Stefánssyni, hinum vin- Efst: Anna vlð tunnuna. 1 mlðju: KUjan hlustar & Gerplu eftír Klljan. Neðst: Kvartettinn X-ið. 14 sæla stærðfræðikennara, orðið, og hann rabbar um stund við nemend- ur með góðlátlegri kímni, sem fellur í góðan jarðveg hjá viðstöddum. Ungur nemandi, Sverrir Bjama- son er næstur. Hann leikur á píanó, og I kvöld glímir hann við þá Bach og Brahms. Hann er taugaóstyrkur þegar hann byrjar, og ýmsar nótur mundi Bach gamli ekki vilja kann- ast við, en hvað um það, leikur hans verður þróttmeiri þegar á liður og hann stendur að lokum upp við dynjandi lófatak, sem á þessari skemmtun er sterkt en hægt, nema lófatak skáldsins, það er presto vivace. Svo les Kjartan Jóhannsson kafla úr Gerplu. Allir hlusta í djúpri þögn, og mörg forvitin augu horfa á skáldið sjálft, sem situr i fremstu röð. Hann situr þarna með kross- lagða fætur, látlaus en kíminn, og stundum jafnvel gleymir hann sér og brosir af hinni merku bók Gerplu. Að loknum upplestrinum syngur kvartett sem kallar sig X. Svo kem- ur kynnirinn og kveður á vettvang imgan pilt. Sá kemur upp og tekur sér stöðu fyrir framan fólkið. Hann er rauðhærður; og eftirvæntingin gerir hann einnig rauðan í andliti, hann stígur misþungt í fætur, fer hendi um hárið sitt, eins og hann vilji greiða með fingrunum óstýri- láta lokka, en maðurinn er ,,bursta“- klipptur. Hann heitir Ómar Ragnars- son. Hann syngur margar gamanvísur, pólitískar í mesta máta, en ágætlega samdar og óvenju frumlegar. Og þessi ungi maður vinnur hjörtu allra þessa stuttu stund sem hann er miðpunkt- ur þessa mannsafnaðar. Síðan er skemmtiatriðum lokið og gestir standa á fætur og ganga til kenn- arastofu en hljómsveitin byrjar að leika. Og brátt dunar dansinn fjör- lega, meðan gestirnir drekka kaffi og ræðast við. Og dansinn dunar. ÉG stend fljótt á fætur að lokinni kaffidrykkju og geng fram á meðal fjörugs æskufólks sem dansar í salnum þar sem eitt sinn stóð Jón Sigurðsson og mótmælti gerræði Dana. Ég geng inn í salinn og undir fótum mér stynur gólfið og það brestur í veggjunum, en þetta virðulega gamla hús er traustbyggt eins og flest gömul hús í Reykjavík. Eins og áður segir er salurinn svo litill að ekki rúmar helming allra þeirra sem mættir eru. Þessvegna eru margar skólastofur notaðar sem setustofur og biðsalir. Ég geng auðvitað fyrst inn i Meyja- skemmuna. Ekki er ofsögum sagt af fegurð og þokka íslenzku stúlknanna. Þarna sitja þær ,,í kippum" eins og ég heyrði einn pilt segja um þær. Þær eru sumar áhugalausar að því er virðist, en sumar eru opinskáar og líta vonaraugum til riddaranna sem standa mest í ganginum fyrir framan og þora varla inn. Sumir hætta sér þó til stúlknanna og bjóða í dansinn, þau troðast inn í salinn og reyna að koma sér fyrir á gólfinu og svo geymir myrkrið þau. I Meyjaskemmunni eru nokkrar stúlkur að tala saman á miðju gólfi. Þær eru óskup fínar og snyrtilegar, en mér til undrunar eru þær allar að borða lakkrís, og ljósmyndarinn getur ekki staðist hina töfrandi sjón og hann smellir af. EG geng niður stigann og inn í „barinn" þar sem Jólabruggið er selt úr stórri ámu, sem snot- ur kvenmaður stendur við. Hún skrúfar frá gömlum Ijótum krana og Séð yfir danssalirin, þai/sem ungafólkið skemmtir sér við Rock eða Cha,j0ha, eða bara vangadans. ÞAR SEM GLEÐIN RÍKIR OG NÚBELSKÁLDIÐ HLÆR I meyjarskemmunni var þröng ungra stúlkna. Blaðamenn /Vikunnar skemnnta sér með Mennfskælingum fyllir krúsir manna, eins ört og hún má. Þar hitti ég Ómar Ragnarsson og við fáum okkur sæti og brugg að drekka og tökum tal saman. —- Hefur þú samið þessar vísur sem þú söngst áðan. —- O, maður hefur klórað þetta saman á andvökunóttmn. — I hvaða bekk ertu? — Ég er í 5 bekk Y. — Má ég heyra visuna um það hvemig pólitíkusamir okkar ætla að leysa efnahagsvandræðin ? — Það er nú allt annað að lesa, eða heyra visuna sungna með sinu lagi eins og Páll ís mundi segja, en mér er svo sem sama þótt þú hafir þetta eftlr mér: Lag: Witch Doctor. Ég spurði Hermann, hvað hann héldi verða best til hjálpar þjóðarskútunni, sem áföllum nú verst. Ráð undir rifi hverju kappimt hafa lézt; hann sagði: „úli—ih, ú—a—a, ting—• tang, valla—valla—bmg—bang ú—i, ú—a—a—ting—tang— vaTla— valla—bing—bang!“ Ég gerði mig ei áncegðan og heim til Gylfa fór, en garpurinn var sagður vera á veizlu óní „Flór.“ — Þar sungu œskuglaðir gestir einum kór: ,,úh—íh—u—a—a, hikk, ting tang o. s. frv. Mér fannst ég hafa fengið nóg af hagfrœðinni þeirra, sem fjandákornið ekkert skildi i, og vildi meira alþýölegri „tsetníngu“ heyra. Á öreiganna vit þessvegna flý. Og fyrir verður sá, sem þeirra fremstur tálinn er: Finnbogi bœjarstýrimaður og bankakaváler. Út um glugga kádiljáks hann kyrjar, upp með sér: „úh, ih, ú a—a . . “ o.s.frv. „Allt er betra en iháldið“ var einhverntíma sagt, og út af þessum orðskvið var á ýirtsa vegu lagt, því oftast gengur einhver þeirra „vinstri" í þess takt. Og það er sagt að Óli hafi úrræði eins og sand og einkum þegar hann er búinn að sigla öllu í strand. Ég spyr hann: „hvernig sleppum við nú lifandi t landf “ Svar: „það er einfált. I fyrsta lagi: úh——íh—íh—a—a o. s. frv., og í öðru lagi: úh—íh—uh—a—a . . .“ o. s. frv. Og nú er aðeins einn eftir af okkar beztu mönnum, sem álltaf er svo hreinskilinn og klár, og myhir niður fjenduma með mœlskunni í hrönnum. Mjúkur, sterkur liðugur og frár. Ég leitaði að Bjarna Ben., sem bezt veit hlutina og sá hann fyrir utan Sorpeyðingarstöðina. Hann var að fara með gömlu, góðu „Gulu bókina". Hann sagði: „úh—íh—úh—áh—áh, ting—tang, valla—vállar—bingó! . .“ o. s. frv. — Hefur þú gert mikið að þvi að skemmta ? — Ja, ég hef nú leikið á Herranótt, en að skemmta í samkvæmum er nýtt fyrir mig að mestu. Ég hefi skemmt hér í skólanum öðru hverju og stundum á öðrum skemmtunum, en blessaður farðu ekki að gera of mikið úr þessu. En ég er alveg ákveöinn í því að benda fólki á ömar Ragnarsson. Hann vekur alltaf mikla kátínu hvar sem hann kemur, og meðal skólasystkyna er hann hrókur alls fagnaðar. Þegar ég kveð Ómar hitti ég Jakob Inspector. — Hvemig gengur ykk.ur að halda uppi reglu? — Það gengur vel, það má segja að hér sjáist varla vín haft um hönd. Enda eru þeir sem brjóta þær regl- ur settir út. — Hefur undirbúningurinn ekki verið erfiður ? — Það er gott lið sem er til að- stoðar. Jólagleðinefndin er fjölmenn og skipuð úrvals fólki sem kann sitthvað fyrir sér. Svo eru blessaðar Framháld á bls. 26. Haukur Elskurnar mínar Sólveig Kæru, kæru karlmenn Ómar — að leysa efnahag^-randræðin. Ung stúlka: með lakkrís. Þau voru mjög hamingjusöm, og illa var þeim við ljósmyndarann. Jaliob; Inspector schole stjórnaðí skemmtuntnni. VIKAN VIKAN 1.5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.