Vikan


Vikan - 22.01.1959, Síða 25

Vikan - 22.01.1959, Síða 25
VIKAN VIKUM Við verðum að haga greiðslunni eftir lit hársins og andlitslögun og í því verður hárgreiðsludama helzt að leiðbeina okkur. Ef við t. d. lýsum einn hárlokk vegur hann upp á móti stóru nefi eða of stórum munni. Það er varhugavert að Jita háj', fyrr en maður er viss um, að bæði hárið og hárssvörðurinn séu heil- brigð. Ef algjörlega á að skipta um lit á hári verður að láta athuga bæði hárið sjálft og húðina áður. Það er því fyllsta ástæða til að fara til sér- menntaðs fólks á þessu sviði áður en það er gert, enda fær maður það oftast betur gert heldur en maður getur gert það sjálfur. Nauðsynlegt er að velja þann lit sem maður getur verið ánægður með í framtíðinni, þvi það er allt of mikil áreynsla fyrir hárið að láta lita það mjög oft og þá kannske með nýjum og nýjum Ut. Öðru máli gegnir með skolun. Hún er svo að segja hættulaus fyrir hárið, er þá hárið skolaS eftir þvott Skol- un mun ekki breyta brúnu hári i Ijóst, en hún gefur fallegan blæ á hárið t. d. gylltan blæ á Ijóst hár og bláan á svart og grátt. SVEFN og fæða eru lífsnauðsynleg fyrir likam- ann — sérstaklega þó svefninn. Dýr deyr af svefnleysi fremur en úr þorsta. Þessu er þó ekki alveg svo varið um mennina, en ónógur svefn veldur því, að líkaminn leitast við að ná styrk sínum aftur að deginum með því að hægja á starf- semi líkamans og hugsuninni. Slappleiki og lyst- arleysi hafa áhrif á andlitið. Allir þekkja þreytu: fölt og tekið andlit, sljó augu, þróttlaus líkami og þungar hreyfingar. Ef einhver af þessum sjúkdómseinkennum hljóma kunnuglega, skulið þér verja sex næstu vikum til að læra að hvíla yður og slappa af. ílg get ekki sagt yður, hversu mikils svefns þér þarfnizt — þó er algengast, að flest fólk sofi 7 til 8 stundir á nóttu — en þér ættuð að vita það sjálfar. Reynið þér að fá nóg- an svefn ? Ef þér gerið það reglulega, aflið þér líkamanum birgða, sem þér getið síðan notað, þegar þér þurfið að vera seint á fótum. Næsta kvöld getið þér svo farið snemma að sofa og bætt þannig upp það, sem þér hafði eytt. Ef yður gengur illa að sofna, ættuð þér sízt að nota svefnlyf. Athugið I þess, stað, hvort yður sé nógu hlýtt. Ef svo er ekki, hví þá ekki að taka með sér hitapoka í rúmið? Fólki, sem gerir það ekki og hælist um, er annað hvort kalt eða því er kalt, en heimskt. Þér gætuð einnig reynt glas af volgri mjólk. Langbest er, að þér reynið að slappa af, • ekki með því að reyna að hugsa ekki — það er áreynsla í sjálfu sér — látið hugsanir yðar þyrpast að eftir vild, án þess að þér stjórnið því. Lærið að slaka, á líkamanum á daginn. Líkamleg afslöppun er líklega ekki mikil- væg, nema til aðstoðar við andlega afslöppun. Þegar vöðvarnir eru þreyttir, neyða þeir yður til að slaka á, og það er nægilegt gegn líkam- legri þreytu. En þér þekkið afleiðingarnar af andlegri þreytu. Þreytulegt, áhyggjufullt andlit og signar axlir. Ef þér hafið áhyggjur, þurfið þér að læra að hvíla yður með því að slaka á líkamanum. Reynið að fá yður hálfa klukkustund á hverj- um degi, þegar þér getið lagt yður í hlýtt og þægilegt rúm, teygt alveg úr yður og látið slakna á vöðvunum. Byrjið á tánum og haldið svo áfram upp að andliti. Andið hægt og látið hugann reika. Hafið þessa aðferð í huga við störf yðar. Ef þér eru húsmóðir skulið þér reyna að finna yður að- ferð til að vinna létt (líkt og gert er í verk- smiðjum til að fá sem mest afköst fyrir sem minnsta orku). Standið aldrei við vinnu yðar, ef þér getið setið. Setjist aldrei niður til að hvila yður ef þér i stað þess getið lagzt niður. Ef eldhúsvaskurinn og borðið eru ekki hæfilega há fyrir yður, fáið yður eldhússtól með þrepi til að hvíla fæturna og sem er svo sléttur, að þér getið lyft honum með annarri hendi. Reynið að fækka öllum þeim kílómetrum, sem þér gangið á heim- ilinu með því að safna saman öllum þeim verk- færum, sem þér þurfið, áður en þér hef jið vinnu. Þegar þér loks setjizt niður, hlammið yður ekki niður í djúpan hægindastól, reynið heldur að finna einhvern, sem hefur stutta setu, svo að þér getið fengið stuðning við bakið. Eftir erfiðan dag er enn betra að leggjast fyrir í nokkrar minútur í sömu. stellingum og stúlkan á myndinni. Gott er að bursta hárið oft og mikið, en til þess verðum \>ið að hafa réttan bursta. Ef hann rífur hárssvörðinn, er hann of harður, frekar mjúkir burstar eru beztir. Við verðum að eyða 5 mínútum á dag í þessar sex vikur til þess að nudda hárssvörðinn það herssir liárssvörðinn og mun marg borga sig. Við nuddum sjálft höfuðleðrið með fingurgómunum og notum hringhreyfingar. Að síðustu togum við lauslega í hárið með því að láta hárið renna gegnum greiparnar. _\irr m EF þér viljið fá fallegt hár á sex vikum, þá skulum við gefa því hvild. Ekki að lita það og helzt ekki setja það í heita hárþurku í 5 vikur. Sem sagt hætta að hugsa um hártízkuna en reyna að koma hárinu í gott lag á þessum tíma. Hárið vex ca. 2,5 cm. á mánuði, svo ef þér gerið alls ekkert við það, sem skaðar það, getið þér fengið ca. 4 cm. af góðu og hraustu hári á sex vikum. En hvað þá um það, sem þeg- ar er orðið skemmt eða meira eða minna eyðilagt? Það er því miður ekkert hægt að gera sem að gagni kemur fyrir þurt og illa klofið hár á sex vikum, meir að segja ekki á sex mánuðum eða jafnvel árum. Við neyðumst til að klippa það, en ein- beitum okkur heldur að því að gera hárssvörðinn sem hraustastan og koma sem mestu lífi í hárið þegar búið er að klippa burt það sem hár- maðkur var í eða klofið var. Sex vikur er nógu langur tími til að losna við flösu og til að ráða tölu- verða bót á þurru hári eða mjög feitu hári, raunverulega nógu lang- ur timi til að gera sæmilegt hár gott og undirbúa hár, sem hefur verið í óhirðu, til litunar eða lýsingar. Við byrjum lagfæringu hársins með því að þvo það rétt. Það er þýð- ingarmikið að nota rétta tegund af shampoo (hái'þvottaefni). Rétt er að varast sterk efni, þau gera engum gott. Bezt er að þvo feitt hár með góðu sápulausu hárþvottaefni (shampoo, en þurrt hár með hreinu olíushampoo). Hárið er þvegið úr volgu vatni, en alls ekki of heitu, því það ertir hársvörðinn. Flösueyðandi hárþvottaefni er til og rétt að nota það ef um flösu er að ræða í hárinu, en þá má ekki gleyma að hreinsa hárbursta, greiður og hatta, því flasa er smitandi. FEGUHÐ A 0

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.