Vikan


Vikan - 11.08.1960, Page 5

Vikan - 11.08.1960, Page 5
fursti. En timi Krupps-erfingjans var dýrmset- ur og miklu meira virði en milljónirnar. En rothöggiS var það, þegar Alfried kvsent- ist hinni forkunnarfögru Anne-Liese Bahr án þess að leita samþykkis föðurins. Hún var dóttir áhrifamikils kaupsýslumanns i Hamborg, en baróninum fannst hann ekki nógu voldugur til aS verða tengdafaðir manns af Krupps- fjölskyldunni. Bertha barónessa, sem hafði mjög þröng siðferðissjónarmið, neitaði að við- urkenna Anne-Liese, af þvi að hún var frá- skilin. Bæði kröfðust þau þess, að hann skildi samstundis við hana. 1 fjögur ár þoldi Alfried allar bænir og hótanir, þvi að hann elskaði Anne-Liese innilega, en að síðustu lét hann undan, þegar faðir hans hótaði að gera hann arflausan og eyðileggja hann efnalega. Alfried Krupp eldri hafði látið eftir sig þau fyrirmæli, sem enn þá eru i gildi, að aðeins einn af fjölskyldunni skyldi erfa auðæfin. Ekki þurfti það að vera elzti sonurinn, held- lr sá, er höfuð ættarinnar ákvæði. Gustav barón hótaði að gera einn af hinum sonum sinum fjórum einlsaerfingja, ef Alfried léti ekki undan. Alfried beygði sig og skildi við konuna, sem hann átti einn son með, og mán- uði siðar var hátiðlega lýst yfir, að hann yrði höfuð næstu kynslóðar ættarinnar. Hinn gífurlegi auður Alfrieds Krupps etendur á gömlum merff. Enda þótt verksmiðjurnar í Essen væru lagðar í rústir o£ hann sjálfur fangelsaður, er hann enn kominn á toppinn, sem auðugasti maður heimsins. Samkvæmt Iögum fjölskyldunnar erfir aðeins einn maður allan auð- inn, en honum ber að sjá fyrir öðrum fjölskyldumeðlim- um á viðeigandi hátt. Á myndinn að neðan sést Krupp í einn af rennibrautunum, sem ganga eftir endilöngum rerksmiðjunHm. Keisarinn og foringinn. Undir stjórn Gustavs Krupps hafði fyrir- tækið stækkað mikið. í fyrri heimsstyrjöld hafði Vilhjálmur keisari gefið þvi nafnið „vopnasmiðja Þýzkalands“, og endurnýjaði Adolf Hitler jsað i seinustu heimsstyrjöld. Baróninn tók nazismanum fegins hendi og gekk óboðinn á fund Hitlers og tilkynnti hon- um, að Krupps-verksmiðjurnar væru reiðu- búnar að leggja fram skerf til þriðja ríkisins. Árið 1939 gekk Krupp i flokkinn, eftir að aðstaða hans hafði orðið æ sterkari hjá stjórn- arvöldunum. Að vísu var Krupp ekki stærsti vopnafram- leiðandi í Þýzkalandi í síðasta stríði, en með sínum 2 000 sérfræðingum á öllum teiknistof- um og tilraunastofum mátti kalia hann lieila vopnaframleiðslunnar. Fyrir utan bryndreka og loftvarnabyssur var aðalframlag hans til herveldis Hitlers holkúlubyssan Thor, sem var 80 sm víð fallbyssa og notuð í bardaganum um Sevastopól. Hún fékk nafnið Feiti Gústav. Vopnasmiðjurnar voru aðalskotmörk flug- hers bandamanna. Hinn 11. marz 1945 gerðu 1000 sprengjuflugvélar svo snarpa árás, að öll framleiðslan stöðvaðist. En dr. Gustav Krupp lifði það ekki að sjá eyðilegginguna. Iiann hafði fengið alvarlegt heilablóðfall og dregið sig i hlé i veiðihöll sína i Austurríki árið áð- ur. Seint á árinu 1943 var Alfried Krupp falin stjórn fyrirtækisins eftir tilskipan frá stjórn- inni. Striðsglæpamaðurinn Krupp. Kvöldið áður en bandaríski herinn hélt inn- reið sina i Essen, tefldi hinn ungi fram- • kvæmdastjóri síðustu skák sína um ófyrirsjáan- lega framtíð við nokkra af deildarstjórunum. Næsta morgun þeysti jeppi, fullur af negra- hermönnum, inn á liið íburðarmikla land- svæði kringum Villa Hiigel. Þeir lömdu utan eikardyrnar með byssuskeftunuin og Dopliman, gamli hofmeistarinn, opnaði þær, klæddur kjól- fötum og með hvíta hanzka. Barón Krupp aðalforstjóri biður ykkar, herrar mínir, tilkynnti hann og visaði þeim leið að morgunverðarsalnum á annarri hæð. í stað föðurins, sem var alger sjúklingur, var Alfried Krupp stefnt fyrir herréttinn í Niirnberg ásamt 11 aðstoðarforstjórum. Hann var dæmdur i 12 ára fangelsi fyrir rán og þrælahald og allar eignir hans gerðar upp- tsekar. í Lamdsberg-fanjelsi vann Alfried Iirupp Framhald á bls. 28. Alfried Krupp með Arndt, syni sínum, sem er erfingi að mestu eignum heims í einkaeign. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.