Vikan


Vikan - 21.12.1966, Qupperneq 10

Vikan - 21.12.1966, Qupperneq 10
I Grein eftir ÆVAR R. KVARAN ”3 ITT einkenni hinnar miklu jólahátíðar er það, að þá 3 tekur trúin við völdum í heimi tónlistarinnar. Þá eru dregin fram verk hinna guðdámlega innblásnu snillinga; og við fáum einnig að rifja upp minni háttar verk óþekktra trúmanna, sem anda til okkar ilmi trúarhita síns og tilbeiðslu. Hin vinsælu andlegu lög bandarískra negra eru góð dæmi um þetta. Við fyrstu heyrn virðist hér um ósköp venjulega smálaga-tón- smíð að ræða. En þegar við heyrum frábæra listamenn eins og Marion Anderson og Mahalíu Jackson gefa þessum tónum kynþáttar síns máttuga túlkun sína, kemur í ljós að í þessum yfirlætislausu lögum býr mik- il andleg orka. Ég hygg að heit trú sé oft ein- kenni mikilla söngvara. Svo var til dæmis um Caruso og Benja- mino Gigli, að maður tali nú ekki um hinar tilfinningaríku söngkonur, sem að framan var getið. Söngvarar eru sennilega lang-áhrifamestir túlkendur tónlistar, því ekkert hljóðfæri fær nokkru sinni jafnazt á við fagra söngrödd. Engin tónlist talar jafn beint til hjartans og söngur máttugs túlkanda. í þessum þætti ætla ég að rifja upp frásögn af óvenjulegum ferli manns, sem átti hvort tveggja í ríkum mæli: heita trú- artilfinning og máttuga söng- rödd. Ég býst ekki við að marg- ir lesenda minna hafi heyrt hans getið, en það stafar vafalaust að miklu leyti af því, að hann sneri baki við frægð og frama á bezta aldri og hvarf. Virðulegasta dag- blað Suður-Ameríku, argentiska blaðið LA PRENSA, rifjaði upp sögu hans fyrir nokkrum árum og er hún eithvað á þessa leið: Fyrir tuttugu og fimm árum hvarf maður. Hann var hár vexti, dökkur á brún og brá, fríður sýnum og hann stóð á há- tindi frægðar sinnar. Hann var orðinn heimskunnur einsöngv- ari fyrir hljómleika sína víða um lönd. Hann hafði sungið aðal- tenor-hlutverkið í óperunni Lucia di L ammermoor með sjálfri hinni heimsfrægu Galli- Curci. Og þegar kvikmyndirnar tóku hljóminn í þjónustu sína, •hátt uppí Andersfjöllum í Perú, 10 VIKAN «• tbl- skömmu fyrir 1930, þá vann hann merka sigra á þeim vett- vangi, bæði í Bandaríkjunum og hinum spænskumælandi heimi. Þá kom allt í einu tilkynning: „José Mojica er hættur að syngja.“ Tónlistarunnendur voru sem þrumu lostnir. Mojica var aðeins fjörutíu og fimm ára gamall. Tindrandi tenórrödd hans var hreinni og sterkari en nokkru sinni. Um þessar mundir fékk hann $1000 fyrir hverja hljóm- leika og $900 hverju sinni fyrir að syngja þrisvar í viku í óper- um, auk $1200 vikulauna. Hvað knúði manninn til þess að varpa öllu þessu frá sér? Á götuhorni í Arequipa, bæ «

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.