Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.03.1976, Side 2

Vikan - 11.03.1976, Side 2
— Ég var nú ekki gamall, þegar ég tró'upp / fyrsta skipti. — Kaupið var að mig minnir heilar fimm- hundruð krónur á mann. — Auðvitað fór ég alveg í rus/ yfir þessu glataða tækifæri. ’.addi í faðmi fjölsky/dunnar. Eiginkonan heitir Sigurrós Marteinsdóttir, en synirnir eru Mar- teinn Böðvar níu ára og ivar Örn sex ára. ■OBBBI — Þeim datt þá í hug að spyrja, hvort ég gæti SDilað á trommur. FLESTIR JETLAST ,,Ég verö allavega að hætta áöur en fjölskyldan flýr aö heiman. Börnin hlæja bara aö mér og vilja varla þekkja mig. Þaö ligg- ur viö aö þau séu farin aö spyrja, hvers vegna ég geti ekki verið venjulegur eins og hinir pabbarnir." Það er Þórhallur Sigurðs- son, oftast kallaður og þekktur undir nafninu Laddi sem þannig svaraði, þegar Babbl spurði hann, hvort og þá hvenær hann ætlaði að hætta í skemmtibrans- anum. Laddi er nú mættur hjá Babbli og ætlar góðfús- lega að láta rekja úr sér garnirnar, svo langt sem þær ná... ,,Eg var minni og lék því eiginmanninn." ,,Ég var nú ekki gamall, þegar ég tróð upp í fyrsta skipti, og það vill svo skemmtilega til, að þar notuðum við segulband, rétt eins og við Halli gerum í dag. Þetta átti sér stað í Hveragerði, þegar ég var þrettán ára gamall. Við vorum fengnir til þess tveir félagar að leggja til skemmtiatriði á skóla- skemmtun, sem haldin var þetta vor. Þetta var byggt upp á lagi, sem spilað var af segulbandi, og við félagarnir lékum hjón, sem voru að dansa eftir þessu lagi. Félagi minn var næstum helmingi stærri en ég, og að sjálfsögðu lék hann eiginkonuna. Þetta var á þeim tíma, að ég var ekki byrjaður að stækka." ,,Og hvernig voru svo viðtök- urnar?" ,,Við fengum alveg frábærar viðtökur viðstaddra, bæði foreldra og skólasystkina. Enda fór það svo, að við urðum að endurtaka atriðið á skemmtun hjá kvenfél- aginu í Hveragerði. Þær vildu óðar og uppvægar fá okkur til að skemmta hjá sér, sem við að sjálfsögðu gerðum fúslega. Það var held ég í fyrsta skipti, sem ég fékk borgað fyrir að koma fram og skemmta. Kaupið var að mig minnir heilar fimmhundruð krónur á mann. Og ef við höfum í huga að nú eru tæplega sextán ár síðan, þá held ég, að það hafi bara verið sæmilega vel borgað.” ,,Hvað tók svo við hjá þér?" ,,Nú, svo skemmti ég bara heimilisfólkinu næstu árin. Ég er fæddurog uppalinn hafnfirðingur, og við bjuggum þar öll mín upp- vaxtarár utan eitt, þegar við vorum búsett í Hveragerði, því móðir mín vann þar á hótelinu í eitt ár." „Eitthvað hefurðu þefað af hljómsveitarbransanum hér áður?" ,,Já, ég var nítján ára, þegar ég byrjaði með hljómsveitinni Föxum sem einn af stofnendum hennar. Að ég skyldi vera með í stofnun þessarar hljómsveitar, er eitt það merkilegasta sem ég hef reynt í sambandi við misskilning. Þannig var, að kunningi minn einn, sem, hafði einhverja hugmynd um að ég kynni að spila á gítar, kom að máli við mig og spurði, hvort ég vildi ekki vera með í hljómsveit, sem ætti að setja á laggirnar. Ég var alveg til í það, en sagði honum jafnframt, að ég kynni ekkert á gítar. ,,Gítarkunnáttan var aðeins nokkur vinnukonugrip.” Einhvern veginn tók hann það samt í sig, að ég væri snillingur á gítar og var jafnframt búinn að segja hinum strákunum, sem stóðu að stofnun hljómsveitarinn- ar, að ég væri svo klár, að ég þyrfti ekki annað en heyra lag flautað einu sinni, þá gæti ég spilað það. Kunnáttan var svo ekki meiri en það, að ég kunni fimm eða sex vinnukonugrip eins og það er kallað. Hvað um það. Ég mætti á fyrstu æfinguna, og áður en fyrsta lagið var á enda, rann sannleikurinn upp fyrir þeim hin- um. Ég kunni bara alls ekkert á gitar. Eftir nokkrar bollaleggingar, fengu þeir mér í hendur talsvert þykka bók, sem var uppfull af gítargripum, og sögðu mér, að ég hefði viku til að læra þau, og þá gæti ég verið með. Nú í millitíð- inni, meðan ég sat sveittur við að læra gripin, auglýstu þeir eftir gítarleikara. Svo rann upp dagur- inn, þegar átti að reyna nýja gítarleikarann og sjá, hvort ég væri búinn að læra eitthvað. Strákarnir komu heim og sóttu mig, en frá mér var svo farið til að sækja trommarann. Sá var trúlofaður, og kærastan hans var ekki á því að hann væri að flangs- ast í hljómsveit, svo hún tók sig til og faldi fötin hans, þannig að hann komst ekki út. Og trommu- lausir fórum við á æfinguna. ,,Endaði svo sem syngjandi trommari í Föxum." Á æfingunni kom í Ijós, að ég var litlu nær því að vera gítar- snillingur en viku áður. Þeir til- kyrintu mér, að þeir gætu ekki beðið eftir væntanlegri snilli minni, svo að ég yrði ekki með. Auðvitað fór ég alveg i rusl yfir þessu glataða tækifæri. Þetta sáu strákarnir og vorkenndu þessum áhugasama vesaling og gátu ein- hvern veginn ekki fengið það af sér að reka mig heim. Þeim datt þá í huga að spyrja hvort ég gæti spilað á trommur. Ég kunni það auðvitað ekki, en var tilbúinn að reyna, og það gekk alveg furðu- lega vel. Ég virðist hafa haft einhverja dulda hæfileika í trommuleiknum, því ég komst fljótt upp á lagið með að halda taktinum, og þar með var tromm- arinn kominn. Þá kom upp annað vandamál, söngurinn. Þeir tveir, sem höfðu ætlað sér að sjá um '1 i sönghliðina, þóttu ekki gera það nógu vel, svo ég var spurður, hvort ég kynni eitthvað af lögum. Ég kunni það, og þar með var ég orðinn syngjandi trommari." ,,Hvenær var svo spilað í fyrsta skipti?" ,,Hann Páll Dungal, sennilega sá eini af okkur, sem var með einhverja bissnisstilburði í þessu, var nokkuð fljótur á sér í sambandi við ráðningarnar. Þvf áður en við vorum tilbúnir til að koma fram opinberlega, þá var hann búinn að ráða okkur til að spila austur á Seyðisfirði í samkomuhúsi þar, sem heitir Herðubreið. Þetta var árið 1966 og síðasta eiginlega síldarárið. Palli réði okkur þarna fyrir allt sumarið, sagði forráða- manni hússins, að þessi hljóm- sveit væri samsafn þaulæfðra hljómlistarmanna. Þessu var trúað og við ráðnir. Við vorum svo sveittir og streittir við æfingar uppá hvern dag, áður en við lögð- um í hann. Auðvitað létum við Palla hafa það óþvegið fyrir að Ijúga svona í manngreyið, en þetta varð ekki aftur tekið, og við urðum bara að hugsa um það eitt að reyna að standa við þessi ótímabæru loforð Palla. ,,Ég varð alveg þegjandi hás á fyrsta ballinu." ,,Og fyrsta ballið?" ,,Við spiluðum í fyrsta skipti 17. júní og það ekki bara á einu balli, heldur tveimur. Um daginn vorum við á balli á Seyðisfirði í Herðubreið, en um kvöldið spiluðum við svo í Ásbíói á Egils- stöðum. Við þóttum standa okkur vel á þessum böllum, enda var ekki erfitt að ná upp stemmningu á böllum á þessum tíma, þegar allt óð í sild og brennivíni. Annað verra var það, að þegar líða tók á ballið á Egilsstöðum, þá var ég alveg að missa röddina. Trúlega hefur það verið vegna þess.að ég hafði aldrei sungið svona lengi stanslaust. Bara tekið nokkur lög í einu á æfingum. En þá var það, að Halli bróðir kom til sögunnar eins og bjargandi engill. Hann var þá staddur á Egilsstöðum í sölu- ferð, og þar sem hann hafði sung- ið áður með hljómsveit úti í Texas, ákváðum við að biðja hann að leysa mig af. Við urðum auðvit- að að fá leyfi hjá hússtjórnanda til þess að gera þessar breytingar, og eftir að við höfðum sagt honum, að Halli hefði sungið með hljómsveit í Texas, var auðsótt mál, að hann fengi að leysa mig af." ,,Var ekki mikið sukk á ykkur þarna fyrir austan?" ,,JÚ, blessaður vertu. Við réð- um okkur til að byrja með í vinnu hjá hreppnum við að leggja heljar- mikla vatnsleiðslu og vorum lengi vel í vatninu, því síldin lét á sér standa. En sumum okkar gekk illa að tolla þarna, því freistingarnar voru miklar og alltaf verið að bjóða í partý og veislur. Og fólk var ekkert að binda sig við helgarnar, ef það langaði að skemmta sér." AÐ . ,,Hvað stóð þetta fjör svo lengi?" ,,Ég var á Seyðisfirði fram á haustið, en þá hætti ég með hljómsveitinni, fór til Reykjavíkur og hóf nám í húsgagnasmíði hjá tengdaföður mínum. Strákarn- ir komu svo aftur í bæinn nokkru seinna. Um eða uppúr áramótum '66-'67 hugsuðu þeir sér aftur til hreyfings með hljómsveitina Faxa og báðu mig að vera með, og við hófum æfingar af fullum krafti. Ég var þá ekki enn búinn að jafna mig af hæsinni frá sumrinu áður og treysti mér ekki til að byrja aftur að syngja. Ég dró þvi Halla bróður með mér á æfingu, og þeir ákváðu að taka hann inn sem söngvara. Þennan vetur spil- uðum við mest í Þórscafé og Breiðfirðingabúð." ,,AI Bishop heyrði fyrst í okkur í Þórscafé." ,,Var það þennan vetur, sem drögin voru lögð að Noregsferð- inni frægu?" ,,Ekki kannski ferðinni sjálfri, en þennan vetur kynntumst við Al Bishop. Það vildi þannig til, að eitt kvöldið, þegar við vorum að spila í Þórscafé, tókum við eftir því, að svertingi var mættur á staðnum. Og fljótlega tókst okkur að grafa það upp, að þarna var mættur söngvarinn frægi Al Bishop, sem um þetta leyti var að skemmta á Hótel Borg. Jafnframt fréttum við, að hann væri að leita að hljómsveit til að hafa með sér á ferð um landið, sem til stóð að fara næsta sumar. Eftir aallið kom Al til okkar og sagðist vera svo ánægður með okkur, að hann langaði til að fá okkur með sér í þessa ferð. Við vorum auðvitað himinlifandi og slógum strax til. Þessi hringferð um landið með Al var í einu orði sagt stórkostleg og alls staðar var fullt, þar sem við komum fram, því Al var frægur og vinsæll á þessum árum." ,,En utanferðin?" ,,AI Bishop bjó um þessar mundir í Noregi, og hann skaut þvi að okkur þarna um sumarið, hvort við værum ekki til í að koma til Noregs með honum. Við vildum auðvitað ólmir fara út og verða frægir. Við fórum síðast í júlí, og ég var þarna úti í 3 mánuði. Þetta tímabil er eitthvert það stór- kostlegasta í mínu lífi. Hvar sem við komum fram í þessari ferð, var eins og Bítlarnir væru á ferð. Allir vildu koma og sjá okkur, þessa bítla frá islandi." ,,Ég stal kavíar ofan á franskbrauðið." ,,Var þetta þá bara dans á rósum?" ,,Ja, seinni hluti ferðarinnar var þrælgóður. Hins vegar lofaði upp- hafið ekki sem bestu. Fljótlega eftir að við komum út komum við einu sinni fram, en eftir það fór allt í hund og kött. Al sinnaðist eitthvað við umboðsmanninn sinn, sem var búinn að skipuleggja þessa ferð, og það endaði með 2 VIKAN 1 1. TBL. ll.TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.