Vikan

Útgáva

Vikan - 11.03.1976, Síða 19

Vikan - 11.03.1976, Síða 19
RRA KOSm VOL" Aða/steinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir og Þórir Steingrímsson i sýningu Leikfélags Akureyrar á Glerdýrunum. Caro/I Baker i kvikmyndinni Baby Doll, en hana vildi kardínálinn í New York láta banna. sagna- og Ijóðagerð á hilluna. Um sama leyti hætti hann að nota skírnarnafn sitt Thomas, en kallaði sig í þess stað Tennessee — í heiðursskyni við forföður sinn, sem upprunninn var úr því ríki Bandaríkjanna. Rithöfundarframinn lét þó standa á sér, og sex árin næstu að loknu háskólaprófi flakkaði hann víða um Bandaríkin — hann reytti fiðurfé í Kaliforníu, server- aði í bar einum i New York, var lyftuvörður og vísaði til sætis í kvikmyndahúsi. Á kvöldin gekk hann um göturnar í varhugaverð- um hafnarhverfum stórborganna og slóst upp á hermenn og sjó- menn. ,,Ég skil ekki enn þann dag í dag, hvers vegna þeir gerðu mig ekki hausnum styttri á staðn- um." Það var ekki fyrr en árið 1944, að leikskáldið varð frægt. Gler- Elizabeth Taylor og Laurence Harvey i kvikmyndinni, sem gerð var eftir Ketti á heitu blikkþaki. dýrin voru frumsýnd, og í New York einni urðu sýningar á verkinu 561. Verk Williams ollu hneykslun margra á næstu árum. Til dæmis þótti fólki nóg um það, þegar kvikmyndin Sporvagninn Girnd var frumsýnd, að Marlon Brando skyldi nauðga Vivien Leigh með miklum tilþrifum. Ekki þótti heldur öllum gaman að horfa upp á Eliza- beth Taylor og Laurence Harvey kvelja hvort annað í Ketti á heitu blikkþaki. Nú og framferði Caroll Baker í Baby Doll var slikt, að Spellman kardínáli í New York fór þess á leit við yfirvöld, að sýningar yrðu bannaðar á mynd- inni. Hneykslunin kom höfundinum vel, og peningarnir streymdu inn. Williams keypti sér stórhýsi í Flórida, íbúð í New York og aðra í New Orleans. Húseignirnar eru enn hinarsömu, en Williams hefur brugðist vonum aðdáenda sinna sem rithöfundur. Síðan um miðjan sjötta áratuginn hefur hann ekk'i skrifað neitt fyrir svið, sem vakið hefur verulega athygli. Samtöl hans, sem eitt sinn voru svo fræg og máttug, eru orðin dauf og máttvana. Gagnrýnendur fussa. Williams hefur einnig átt við vanda að stríða í einkalífi sínu. Árið 1962 skildi besti og nánasti vinur hans, sikileyingurinn Frank Merlo, hann eftir einan í lúxus- villunni. Williams, sem hafði ekki getað skrifað neitt nema undir áhrifum lyfja allt frá árinu 1955, varð stöðugt háðari fíkniefnum. Árið 1969 hellti hann yfir sig sjóðandi vatni í villunni sinni í Florida, missti meðvitund af sárs- auka og rankaði ekki við sér fyrr en á taugahæli, þar sem hann var í þrjá mánuði. Síðan hefur Williams reynt að hafa hemil á sér. Hann fer snemma á fætur á morgnana og sest framan við ritvélina. ,,Ég verð einfaldlega að skrifa áfram, ég á engra annarra kosta völ." Einmanaleikinn heltekur hann oft og enn sárar en stundum fyrr. Hann lætur Blanche, aðalsögu- hetju sína í Sporvagninum Girnd segja á einum stað, að hún hafi alltaf þurft á vináttu fólks að halda. Þau orð gæti hann áreiðan- lega gert að sínum. 11. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.