Vikan

Issue

Vikan - 11.03.1976, Page 21

Vikan - 11.03.1976, Page 21
Hann fyllti pallinn á litla vöru- bílnum af sandi,' tók í handfang- ið og sturtaði sandinum. Þetta end- urtók hann hvað eftir annað. Sand- haugur fór að myndast fyrir fram- an hann. — Þetta verður hóll, sem ég get gengið í, sagði hann. — Ég gteti leikið, að tindátarnir færu út að berjast. Hann stökk út úr sandkassanum, hljóp yfir gólfið, tók trommuna, sem við höfðum þarna í leikher- berginu. Hann settist á sandkassa- brúnina og fór að slá trommuna með trommukjuðunum. — Fín, fin, fín tromma, sagði hann. — Ó tromma, svona full af hljóðum. Hægt hljóð. Hratt hljóð. Mjúkt hljóð. Hart hljóð. Marshljóð. Hljóð, sem hleypur. Hljóð, sem stendur kyrrt. Tamtaratam. Takt I takt, segir tromman. Ot að berjast — út að berjast, segir tromman. Komdu, komdu. segir tromman. Eltu mig. Eltu mig. Eltu mig. Hann setti trommuna varlega frá scr, steig aftur upp í kassann og fór að hrófla upp sandhaug. — Nú byrja ég, sagði hann. — Ég bý til hátt fjall. Hátt, hátt fjall. Og allir hcrmcnnirnir berjast um að komast upp á toppinn a þessu fjalli. Þá langar þessi ósköp til þess að komast allra efst á tind- inn á þessu fjalli. Hann var fljótur að byggja fjall- ið sitt, tók nokkra tindáta og setti þá víðs vegar i fjallið, alla á lcið- inni upp á fjallstindinn. — Þeim tókst ekki að komast upp í dag, sagði hann. — Þeir fara allir inn í húsið sitt. Þeir snúa við og veifa. Þcir veifa og eru hryggir. Þá langaði svo til að kom- ast upp á tindinn. En engum þeirra tókst það í dag. — Og þá urðu þcir hryggir, er það ckki, af því að þeim tókst ekki það, sem þá langaði til? sagði óg. — Já. Dibs andvarpaði. — Þá langaði það svo. Og þeir reyndu. En þeim tókst það ekki, ekki alla leið upp. En þeir fundu þó að minnsta kosti fjallið sitt. Og þeir klifruðu að minnsta kosti upp fjall- ið. Upp! Upp! Upp! Alla löngu leiðina. Og smástund héldu þeir, að þeir kæmust upp á tindinn. Og á meðan þeir héldu það, voru þeir glaðir og ánægðir. — Þú meinar, að þeir hafi orðið glaðir af því einu að reyna að komast upp? sagði ég. — Já, svaraði Dibs. — Það er svona með fjöll. Hefur þú nokkurn tíma gengið upp á fjall? — Já, en þú Dibs? — Já. Einu sinni. Ég komst ekki alla leið upp á tindinn, sagði hann og það var löngunarhreimur t rödd- inni. — En ég stóð niðri og horfði upp fjallið. Mér fannst, að öll börn ættu að hafa fjall að klifra í út af fyrir sig. Og mér finnst, að öll börn ættu að eiga stjörnu á himninum, stjörnu, sem þau ættu ein. Og mér finnst, að öll börn ættu að hafa tré, sem þau ættu ein. Það ersvoleiðis, sem mérfinnst það ætti að vcra, bætti hann við og horfði á mig til áherslu um leið og hann sagði það. — Þér finnst þessir hlutir mikil- vægir, cr það ekki? spurði ég. — Jú, svaraði hann. — Mjög mikilvægir. Hann tók upp skófluna og gróf djúpa holu í sandinn. Þá tók ég eftir þvi, að hann hafði tekið einn tindátann og sett til hliðar. Þegar hann var búinn að grafa holuna. tók hann þcnnan tindáta og setti hann á botninn á holunni, og mok- aði sandi yfir hann. Þcgar hann var búinn að fylla holuna af sandi, jafnaði hann yfir hana með skófl- unni. — Hann er grafinn, sagði Dibs, og beygði sig í áttina til mín. — OG það er ekki bara, að hann sé grafinn, heldur ætla ég nú að búa til nýtt og stórt fjall ofan á gröf- inni. Ha:” kemur aldrei aldrei upp úr þessari gröf Hann fær aldrei aldrei tækifæri til þess að komast upp á fjall.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.