Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.03.1976, Side 23

Vikan - 11.03.1976, Side 23
— Auðvitað geri ég það, sagði Dibs. — Heddu. Og nokkra fleiri í skólanum. Og svo er það Jake, garðyrkjumaðurinn okkar, og Millic sem þvær fyrir okkur. Og Jake hcfur sagað greinar af einu stóra trénu f garðinum hjá okkur. Það var tréð utan við gluggann minn og það var svo nærri, að ég gat teygt mig út um gluggann og náð í það. En pabbi vildi, að þeir skæru af því. Hann sagði, að það skemmdi húsið. Og ég horfði á Jake klifra upp í tréð og saga af greinarnar. Ég opnaði gluggann og sagði, að tréð væri vinur minn, og ég mætti ekki missa þessa grein, og ég sagði honum, að ég vildi ekki, að hann sagaði hana af. Og Jakc sagaði hana ekki af. Og svo fór pabbi út og sagði, að hann vildi láta taka hana af, því hún væri allt of nærri húsinu og skemmdi heildarsvipinn á trénu. Jake sagði honum, að mér þætti svo vænt um þessa grein, því að ég gæti teygt mig í hana út um gluggann. Svo sagði pabbi, að hann vildi samt láta taka hana af. Pabbi sagði, að hann kærði sig ekki urn, að cg væri að hanga út um gluggann. Hann sagðist ekki hafa vitað, að ég hefði tekið upp á þvi, og hann sagði, að þá hefði hann látið setja sterkt öryggisnet fyrir gluggann svo ég dytti ekki út. Svo sagði hann við Jake, að hann skyldi saga greinina af og það strax. Ogjake sagðist skyldu saga svolitið af, svo greinin rækist ekki í húsið, en ég næði samt i hana, þvi að mér þætti vænt um þessa grcin. Pabbi sagði, að ég ætti heila hauga af öðru dóti að leika mér að. Hann lét Jake saga greinina af svo langt frá glugganum, að ég gat ekki með nokkru móti náð í hana. En Jake bjargaði endanum af greininni fyrir mig og sagði, að ég gæti fengið að hafa hana inni i herberginu mínu — hann sagði, að það væru ekki öll tré svo heppin, að finasta grein- in þeirra byggi i húsi. Hann sagði mér. að þetta væri ævagamalt álm- tré. Hann sagðist halda, að það væri kannski tvö hundruð ára og liklega hcfði samt aldrei ncinum þótt eins vænt iim trcð og mér. Svo fékk ég að hafa greinina inni hjá mér. Ég hef hana þarennþá. - Hvenær var þetta? spurði ég. Fyrir cinu ári. sagði Dibs. — En Jakc gat ekki að þessu gert, hann neyddist til þess að saga greinina af. Svo settu þau þetta öryggisnet fvrir gluggann. Þau fengu mann til að koma og gcra það. Hann setti net fyrir glugg- ann minn og líka fyrir gluggann hjá Dorothy. — Vissi einhver, að Jake gaf þér greinina, sem hann sagaði af? spurði ég. — Ég veit það ekki. Ég hef aldrei sagt neinum það. Ég hef hana bara hjá mér. Ég hef hana þar enn. Ég vil ekki láta neinn taka hana. Ég myndi sparka og bíta þann, sem reyndi að taka hana. — Þér þótti undurvænt um þessa grein? — Ójá, sagði Dibs. — Ertu mikið meðjake? — Já. Alltaf, þegar ég gat farið út í garðinn, var ég með Jake. Hann sagði mér allt mögulegt. Hann sagði mér frá heilögum Frans frá Assisi. Hann lifði fyrir löngu löngu og honum þótti svo vænt um fugla og tré og vindinn og líka rigning- una. Hann sagði, að þau væru vinir sínir. Og þau eru líka vinir, betri en fólkið, sagði Dibs og lagði áherslu á hvert orð. Hann gekk eirðarlaus um leik- herbergið. — Ég horfi á tréð, sagði hann. — Enn horfi ég á tréð. Á vorin kemur laufið og blöðin grænu, þvf að rigningin gefur þeim grænt líf enn einu sinni. Og svo breiða blöð- in úr sér, því að þau eru svo glöð yfir, að það skuli vera komið vor aftur. Og allt sumarið búa þau til skugga, svalan skugga. Og svo á veturna feykjast blöðin burtu. Jake segir, að á haustin komi vindur- inn og taki þau með sér í ferðalag kringum heiminn. Einu sinni sagði hann mér frá síðasta blaðinu, sem var eftir á trénu. Hann sagði, að síðasta laufið væri hryggt, því að það héldi, að allir hefðu gleymt sér og það yrði aldrei frjálst og gæti ekkert farið. En vindurinn sneri við til þess að sækja þetta eina laufblað og fór með það í skemmti- legustu ferðina, sem hann hafði nokkurn tíma farið. Hann sagði, að síðasta laufblaðið hefði farið um allan heiminn og séð allt það fall- egasta, sem til væri í heiminum. Og þcgar laufið og vindurinn höfðu farið um allan heiminn, komu þau aftur f garðinn okkar, sagði ^Jake, því að laufið langaði svo að hitta mig aftur. Og Jakc fann það undir trénu einn daginn um veturinn. Það var svo þreytt og Svo þunnt og svo útslitið eftir þessa löngu ferð. I ramhald í næsta blaði. GISSUR GULLRASS E-FT/F? BILL KAVANAGH £. FRANK FLETCUER

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.