Vikan

Útgáva

Vikan - 11.03.1976, Síða 32

Vikan - 11.03.1976, Síða 32
við þung augnlokin mókti gaum- gæfið og óútreiknanlegt augnaráð. Hakan, sem skagaði upp fyrir efnis- mikinn hálsklút, bar vott um skap- festu. Mjóar axlirnar, sem jafnvel vcl sniðin fötin náðu ekki að dylja og grannur líkaminn, bjó yfir tals- verðum þokka. Marianne hafði ávallt hugsað sér lögreglumann sem cinhvers konar hálfmenntaðan rusta, en þá hugmynd hafði hún aðallega fengið af lestri bóka eftir Tobias Smolett. Hins vegar komst hún nú að þeirri niðurstöðu, að þessi maður vaeri áreiðanlega eng- inn kjáni. Vissulega gat hann orðið henni skeinuhacttur, en þcssi fyrr- verandi byltingarsinni bar hertoga- nafnbótina af vissri glæsimennsku. Fouché tók nú að ganga hægt fram og aftur um herbergið. Hann var enn mcð hcndurnar fyrir aftan bak og beið þess að hlýða á frá- sögn stúlkunnar. Er ekkert gcrðist stansaði hann fyrir framan hana og hallaði sér lítið eitt fram á við. ,Jæja?’’ sagði hann hæðnislega, ,,hvað hafið þér að segja yður til málsbótar? Þessar vesalings nunnur cru búnar að gera mikið til þcss að hafa upp á mér og nú loksins þegar ég er hingað kominn virðist þér ekki getað stunið upp nokkru orði. Á ég kannski að hjálpa yður?" Mariannc leit hálfóttaslegnum augum í andlit þessa manns. ,,Það kæmi sér vissulcga vel," sagði hún svo af einlægni. ,,Sann- lcikurinn er sá, að ég veit ekki almennilcga hvar ég á að byrja." Þcssi sakleysislegajátning fékk lögrcglustjórann til þess að brosa lítið eitt. Hann dró til sín stól og scttist andspænis fanganum. ,,Gott og vel. Ég skal fúslega játa að lögregluyfirheyrsla hlýtur að vera nokkurt nýnæmi fyrir stúlku á yðar aldri. En hvað heitið þér?" ..Marianne Anne Elizabeth d'Asselnat de Villifranchc.” ,,Þér eruð þá útflytjandi. Það cr mjög alvarlegt mál. ’ ’ ,.Ég var aðcins nokkurra mánaða gömul. þegar farið var með mig yfir til Englands, þ.e. eftir að forcldrar mínir höfðu verið leiddir undir fallöxina. Ég var send til frænku minnar sem bjó þar. Gcrir það mig að útflytjanda?” ,Ja, alla vegana gerðust þér það ekki af frjálsum vilja. En haldið áfram, segið mér upp alla söguna.' Nú hikaði Marianne ekki lengur. Nicolas hafði ráðlagt henni að vera fullkomlcga einlæg við hertogann af Otranto. Sjálfur hafði hann skýrt frá kjarna málsins í bréfinu, en þar scm þctta bréf var niðurkomið í Compas d'Or eða gat allt eins vcrið glatað, var eins gott fyrir hana að draga ekkert undan. Er hún hafðí lokið við frásögn- ina sá hún sér til mikillar undrunar að lögreglustjórinn dró bréf upp úr vasanum og hún þekkti það undir eins. Þetta var bréfið frá Svartbak. Fouché brosti lítillega og hélt á því milli langra, grannra fingra sér. ,,En...” sagði Marianne og greip andann á lofti. ,,Þetta er bréfið mitt. Hvers vegna létuð þér mig segja frá þessu öllu saman úr því að þér vissuð það þegar? ’ ’ ,,Til þess að vita hvort þér mynd- uð segja sannleikann. Og ég er full- komlcga ánægður með niðurstöð- una." ,,Ó, ég skil," sagði Marianne. ..Lögregluþjónarnir hljóta að hafa leitað ! herbergi mínu. Þeir fundu þetta bréf og fengu yður það.” ,,Alls ekki. Þeim datt það ekki I hug. En þér skuluð ekki áfellast þá. Nei. málið er miklu einfald- ara. Það var komið mcð tösku yðar í ráðuneytið I dögun I morgun og það var maður, sem var viðstaddur þegar þér voruð handteknar, sem kom með hana." ..Monsieur Bobis! En hugulsam- ur. Hann gat með engu móti vitað...” ..Dragið ckki of fljótfærnislegar ályktanir, stúlka góð! Ég hef ekki minnst cinu orði á Bobois. Hann myndi áreiðanlega hcldur ekki hafa gerst svo djarfur. Þessi vildarvinur yðar, sem kom með töskuna rudd- ist bókstaflega inn í svcfnhcrbcrgið mitt og næstum dró mig fram úr rúminu. Ég verð að játa, að hann taldi sig að nokkru ciga sök á handtöku yðar. Þcssar ruglandi upplýsingar æstu upp forvitni hennar. Hún glcymdi því sem snöggvast, að hún var fangi og við hvern hún var að tala og sagði: ,,í guðanna bænum hættið að tala svona við mig undir rós. Ég botna hvorki upp né niður í þessu. Hver hefur tekið upp hanskann fyrir mig? Og hver hefur gcrst svo djarfur að ryðjast inn í svefnherbergi yðar?" Fouché tók neftóbaksdós úr vcst- isvasa sínum og fékk sér duglega í nefið, en sagði siðan. ,,Hver? Nú auðvitað Surcouf. Enginn nema korsíkumaður dirfist að ónáða lögreglustjóra með þess- um hætti.'’ ,,En...ég þekki hann alls ekki," sagði Marianne ráðalaus og hún virtist ekki svo lítið undrandi, að þessi ókunni maður, scm virtist þó nokkuð mikilvægur, skyldi skjóta upp kollinum í lífi hcnnar. ,,Nei, en þér virðist hafa haft töluverð áhrif á hann og þeim mun mciri, þar sem mér skilst, að það hafi einmitt verið einn af hans mönnum, sem lagði fram kæruna á hcndur yður. ” ,,Rétt er það. Maðurinn strauk úr skipsfangelsi í Plymouth. Við urðum samskipa hingað til Frakk- lands og lentum raunar í sameigin- legu skipbroti, en mér var ómögu- legt að fá hann til þess að trúa því, að ég væri ekki útsendari prins- anna. Þrátt fyrir loforðið, sem hún hafði gefið Svartbak, þá forðaðist hún að minnast á atvikið I hlöð- unni, enda taldi hún að það kæmi lögreglunni ekki beint við. ,,Til er fólk, sem er haldið þess háttar þráhyggju," sagði Fouché hinn rólegasti. Hann fékk sér aftur I nefið og dæsti. ,,Gott og vel. Nú eigið þér aðcins eftir að bera mér skilaboðin frá Mallerousse. Ég vona að þér séuð ekki búnar að gleyma þeim?" ,,Hann sagði orðrétt: „Fyrrver- andi vitorðsmennn Saint Hilaire, þeir Guillevic, Thomas og La Bonté hafa stigið á land í Morbihan og cru komnir til Ploerme. Það er almenn skoðun, að þeir séu komtlir til þess að sækja peningana, sem Saint Hilaire faldi, en ég er ekki viss um. að það sé raunvcrulegt markmið þeirra.’’ Á meðan hún romsaði þessu upp úr sér, sá hún að Fouché yggldi sig. Hann reis á fætur og tók aftur að ganga um gólf. Hann tautaði citthvað fyrir munni sér og Mari- anne dró þá ályktun, að hann væri ekki sem ánægðastur. Loksins sagði hann argur. , .Mallerousse hlýtur að bcra mik- ið traust til yðar fyrst hann treystir yður fyrir svona mikilvægum upp- lýsingum. Það var eins gott, að ekkert kom fyrir yður á leiðinni.” ,,Er þetta svona mikilvægt?" Glöggskyggn augu lögreglustjór- ans litu á hana eins og hann gæti lesið leyndustu hugsanir hennar. ,,Miklu mikilvægara en þér getið með nokkru móti gert yður I hugar- lund. Að þér spyrjið svona bendir til þess, að þér séuð ekki viðriðnar þetta samsæri, ella mynduð þér vita hversu mikið er í húfi. En hvað sem öðru líður, þá þakka ég yður fyrir. Þér getið nú skipt um föt." ..Skipt um föt? En hvar eru föt- in mín? Og hvers vcgna?" „Fötin yðar eru þarna á bak við skýlið. Ég þarf víst varla að taka það fram, að þér cruð frjálsar ferða yðar. Á hinn bóginn hygg ég að það sé best, að þér yfirgefið þetta fangelsi svo að ’lítið beri á. Klæðið yður því í snatri og fylgið mér síðan. Ég ætla að sækja abbadísina. ’ ’ Marianne lét ekki segja sér þetta tvisvar. Hún fór á bak við skýlið, scm stóð úti í cinu horninu og flýtti sér úr fangafötunum. Hún hafði ekki þurft að vera I þeim lengi, en nógu lengi til þess að hún hafði megnustu óbeit á þeim og henni var það mikill léttir að fara aftur í voðfelldu undirpilsin, mórauða kjólinn og hlýju kápuna. I þessu herbergi var ekkert sem líktist spegli, en það gilti einu. Henni var.fyrir mestu að verða aftur sjálfri sér lík og það eins fljótt og auðið var. Þegar hún var alklædd gekk hún aftur fram í herbergið. Þar mætti henni valdsmannsleg kona í nunnu- klæðum og þó að andlit hennar væri að vísu afmyndað af fitu, bjó hún samt enn yfir nokkurri fegurð. Abbadísin brosti vingjarn- lega til hennar. ,,Það er gott að þér skulið ekki þurfa að gista þennan stað lengur. Ég óttast mest að sá tími, sem þér eydduð hér, muni skilja eftir sig óþægilcgar minningar.” „Tíminn var það stuttur, að minningarnar munu fljótlega fyrn- ast. ” Þær skiptust á nokkrum fleiri kurteisisorðum, en því næst var Marianne komin fram á gang ásamt Fouché. Þau gengu á eftir nunnu, sem fylgdi þeim að stiga, sem lá niður að inngangi, cn þar fyrir utan beið vagn lögreglustjórans. Abba- dísin taldi fara best á því, að enginn hinna fanganna kæmust á snoðir um brottför hennar. Þær myndu ganga út frá þv! sem vísu, að hún hefði verið látin í cinangrunar- klcfa. „Hvert ætlið þér me.ð mig?” spurði Marianne. ,,Það er ekki afráðið ennþá,” svaraði lögrcglustjórinn. ,,Koma yðar var satt að segja heldur óvænt. Ég þarf að hugleiða málið.” ,,Ef yður er sama vilduð þér þá ekki fara með mig eitthvert, sem ég get fengið mér að borða. Ég hef ekki smakkað mat síðan í gærkvöldi og er að sálast úr hungri. ” Fouché brosti að þessari ungæð- islegu matarlyst. ..Væntanlega vcrður hægt að út- vega yður eitthvað í svanginn,” sagði hann. ,,En stígið nú upp í vagninn,” bætti hann við og lét á sig hatt. Hönd teygði sig innan úr vagninum og henni var hjálpað inn. ,,Aaaa,” sagði djúp rödd, ,,mér þykir vænt um, að þér eruð frjáls á ný.” Þróttmikill handleggur næstum því lyfti Marianne inn í vagninn og hún settist á flauelssessu. Fyrir framan hana sat brosandi maður og MARIANNE 32 VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.