Vikan

Issue

Vikan - 11.03.1976, Page 38

Vikan - 11.03.1976, Page 38
<c mátti ekki heyra á það minnst. — Farðu út og leiktu þér svolitla stund, sagði Mónika, — og vertu úti á meðan ég tala við Maju móðursystur. Anna-Kaja gretti sig, en fór samt út. Þegar Maja móðursystir kom, faldi hún sig bak við runnana og horfði á hana ganga inn í húsið. Þá settist Anna-Kaja á tröppurnar og beið. Og beið og beið. Svo opnuðust dyrnar, og Maja móðursystir kom út mcð tösku í hendinni. Ferðatösku. Hún settist á tröppurnar við hliðina á Onnu- Kaju. — Já, clskan mín. Mér datt í hug, hvort þú vildir ekki vera hjá mér í nokkra daga. Mig langar svo til að hafa einhvern til að spjalla við, og svo þarf mamma þín að gera ýmislegt, sem þú mátt ekki trufla hana við. — Ég skal vcra hjá þér, sagði Anna-Kaja hátíðlega. — En ég vcrð að fara heim aftur á föstudaginn, því að þá þarf ég að þvo föt af brúðunni minni. Maja móðursystir kinkaði kolli. Svo tók hún í hönd stúlkunnar, og þser leiddust niður tröppurnar. Mónika stóð í dyrunum með Pétur á handleggnum. Hún var mcð tárin í augunum, cn það var áreiðanlega best, að barnið væri hjá Maju, uns búið væri að ganga frá öllu. Maja sneri sér við á stéttinni. — Hann er góður maður, sagði hún. — rasaðu nú ekki um ráð fram. Anna-Kaja hafði ekki haft sig í frammi til þessa, cn r.ú kallaði hún hátt og greinilega: — Pétur asni! Þetta er allt þér að kenna. Svo gengu hún og Maja hönd í hönd út á viðkomustað strætis- vagnsins. Þær sáu ekki, að Mónika skcllti aftur hurðinni, stóð dálitla stund í forstofunni með grátstafinn í kverkunum. Síðan þaut hún inn í svefnherbergið, fleygði sér á rúmið og grét taumlaust með barnið I fanginu. LOK OG LÆS Hér á dögunum, þegar Geit Hallgrímsson skrapp til London að ræða við Wilson, dró hann langan hala af alls konar mönn- um á eftir sér. Flestir áttu að vera honum til ráðuneytis I viðræð- um við breska Ijónið, en svo voru líka þeir, sem ætluðu að scgja fréttir af fundinum, sem síðan reyndist ekki nokkur leið að fá fyrr en mörgum dögum síðar. Þar á meðal Eiður frá sjón- varpinu ásamt upptöku- mönnum. Ekki er hægt að segja, að þeir sjónvarpsmenn færu erindislcysu til London, þótt þeir hefðu ekkert upp úr snattinu I kring- um Geir og Wilson. Þeir brugðu sér nefnilega út á götur stórborg- arinnarog tóku menn tali til þess að forvitnast um afstöðu þeirra I fiskveiðideilu íslendinga og breta, ennfremur á bjórkrá og tóku upp samræður kráargesta um sama efni. Þáttur þessi var prýðilega heppnaður, fróðlegur og skcmmtilegur. En það, sem vakti mesta athygli mína, var frammistaða fólksins á götunni. Eiður lét þess sérstaklega getið, að viðtölin við fólkið á götunni væru birt óbreytt, og mig minn- ir m.a.s., að hann segði, að engu viðtali hefði orðið að sleppa, þótt allir hefðu verið óviðbúnir, sem hann sneri sér tii. Allir virtust hafa myndað sér skoðun á málinu, og öllum tókst að gera skammlaust grein fyrir sínu máli. Fleirum en mér hefur eflaust orðið á að bera þennan þátt saman við aðra af líku tagi, sem teknir hafa verið upp hér á íslandi. Og þvílíkur munur! Þcgar sjónvarpsmenn fara með hljóðnemann og myndavélina niður I bæ, þá er frammistaða fólksins á götunni yfirleitt slík, að maður bara roðnar fyrir framan sjónvarpstækið heima I stofu. Afskaplega margir sýna hreinlega dónaskap, láta spyrj- anda elta sig með hljóðnemann og snúa sér hálfpartinn undan, þegar þeir svara. Svarið er líka oftast, að viðkomandi hafi enga skoðun á málinu, og þegar spyrj- andi gerir örvæntingarfulla til- raun til þess að knýja fram ein- hver svör, þá er gripið til ein- hverrar klissju úr fjölmiðlum, án þess reynt sé að styðja málið neinum rökum. Og oftar, en ekki er þetta sett fram á klúð- urslegan hátt, jafnvel vitlausu máli. Hvað veldur þessum regin- mun? Erum við íslendingar svona óttalega heimskir, dóna- legir og skoðanalausir? Ljótt væri, ef satt væri. Ég er heldur ekki á því, að sú sé raunin. Ég er einmitt þeirrar skoðunar, að rslendingar fylgist almennt mjög vel mcð því, sem cr að gerast. En þeir eru upp til hópa lítt færir um að tjá sig, og þar liggur hundurinn grafinn. Eigi þeir að gera grein fyrir máli sínu opinbcrlega, eru þeir hreint eins og fjandinn sjálfur hafi heimtað sálir þeirra, fara að hiksta og stama og böggla fyrir sér orðum, eða að munnurinn á þeim hrein- lega læsist aftur. Ég hef tilhneigingu til að kenna skólakerfinu hér um. Nú er ég raunar ekki kunnug kennsluháttum I Bretlandi, en mér kæmi ekki á óvart, að þar væri lögð meiri rækt við að örva skapandi hugsun og gera fólki kleift að vinna sjálfstætt, gera grein fyrir verkefnum sínum og tjá sig um námsefnið. Hér á Islandi og eflaust víða annars staðar I heiminum hefur mjög lengi ráðið ríkjum sú kennsluaðferð, sem einkum byggist á yfirheyrslum og könn- un k'-nnara á því, hvort nem- andi hefur lesið það, sem hon- um var fyrir sett. Að öðru leyti hefur nemendum verið uppálagt að þegja og hlusta á það, sem kennarinn hefur að segja. Fram- lag nemenda hefur eingöngu verið utanbókarlærdómur. Þannig var þetta alla mína skóla- tíð, og þannig er þetta enn I fjöl- mörgum skólum. Fólki, sem hefur verið sagt að þegja og hlusta I allt frá átta árum upp I 13—15 ár, er sann- arlega vorkunn, þótt því bregði I brún, þegar allt I einu er rekinn hljóðnemi upp 1 andlitið á því og það vinsamlegast innt skoð- ana á málefnum llðandi stundar — og það úti á götu innan um fjölda manns, og miskunn- ariaus myndatökuvélin skammt undan. Engin furða, að því verði fótaskortur á tungunni, eins og kellíngin sagði. Ég verð að játa, að ég er ekki vel kunnug skólastarfinu nú til dags, en mér finnst blátt áfram óhugsandi, að það geti verið eins ömurlega ófrjótt og niðurdrep- andi og á minni tíð, sem er nú reyndar ekkcrt löngu liðin. Ég vona bara, að sú kynslóð, sem nú er I fyrstu bekkjum barna- skólanna, fái að njóta ögn mannúðlegri og vitlegri kennsluhátta og verði kannski örlítið færari um að gera grein fyrir máli slnu — þó ekki væri annað — heldur en við, sem hana höfum alið. K.H MEÐflL ANNflRRA QRÐfl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.