Vikan


Vikan - 18.08.1977, Side 10

Vikan - 18.08.1977, Side 10
¥ Canon Ef þér kaupið Canon- vasavél, þá er ekki tjaldaö til einnar nætur. Sendum í póstkröfu varahlutir, ábyrgð Einkaumboö, og þjónusta. Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, simi 85277. BMW í nýjum búningi YGGI ER ÓMETANLEGT BMW bifreiðar eru byggðar fyrir meiri hraða og álag en flestar aðrar bifreiðar. Stefna BMW verksmiðjanna er að sameina eiginleika sportbíls og þægindi einkabíls. BMW er viðbragðsfljótur, lipur, stöðugur í akstri, rúmgóður með stórum rúðum og þægilegur fyrir ökumann og farþega. Góðir akstufseiginleikar tryggja öryggi í akstri. BMW BIFREIÐ ER ÖRUGG EIGN. KRISTINN CUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 posthih ATHUGASEMDIR VEGNA FERÐABLAÐS Karl Rafnsson hjá Nesjaskóla í Hornafirði hafði samband við blaðið vegna smávægilegrar villu, sem slæðst hafði inn í grein um Höfn í Hornafirði í 29. tbl. Þar stendur að Slysavarnarfélagsþing hafi verið á höfn, en það mun ekki rétt. Slysavarnarfélagsþingið var haldið í Nesjaskóla, sem er í um 8 km fjarlægð frá Höfn. i Nesjaskóla er starfrækt sumarhótel, eins og fram kemur í greininni, en árlega eru haldin þar þing ýmissa aðila. i grein um Austurland var missagt, að engar áætlunarferðir væru frá Egilsstöðum með bílum, nema í beinu sambandi við flug Flugfélags íslands. Fastar ferðir eru bæði til Akureyrar og Horna- fjarðar og svo til Seyðisfjarðar í sambandi við ferðir Smyrils. Einnig er mishermt að veitingasal- an í Valaskjálf sé aðeins opin á sumrin, því hún er opin allan ársins hring. Þá er og rétt að taka það fram, að byggðarkjarninn vestan Lagarfljótsbrúar heitir Hlaðir og er ekki hluti af Egilsstöðum. LESTU ÖLL BRÉFIN? Kæri Póstur, Við vonum að hin landsfræga Helga sé pakksödd, af því að við vonumst eftir birtingu. Megum við spyrja nokkurra spurninga í von um svar. 1. Lestu öll bréfin áður en þú gefur Helgu þau? 2. Birtirðu eða lestu bara fyrstu bréfin sem þú færð? 3. Getur Pósturinn ekki birt fleiri bréf en hann gerir? 4. Geturðu sagt okkur hvað er tímakaup í unglingavinnu hjá 13 ára krökkum? 5. Hvert á maður að senda heimilisfangið sitt ef maður vill skrifast á við bandaríska krakka? Vonumst eftir birtingu með fyrirfram þökkum. íris og Gunna. T. Já, ég /es ÖH bréf sem mér berast, en Helga fær þau sem eru nafn/aus, eins og þetta bréf reyndar var, en ég birti þetta, því þetta eru svo ósköp saklausar spurningar! 2. Ég birti öll bréf sem eru birtingarhæf og undirrituð. ÖLL bréf eru lesin /ínanna á milli. 3. Nei, því miður. 4. Tímakaup í unglingavinnu er kr. 180. - fyrir þá sem fæddir eru árið 1963, en kr. 200. - fyrir þá sem eru fæddir 1962. 5. Ég hef ekki nafn á neinum pennavinak/úbbi i Bandaríkjunum, en í öðru bréfi hér i Póstinum i dag er nafn á alþjóðlegum pennavina- klúbbi, sem er starfræktur í Turku i Finnlandi, og þangað er hægt að skrifa. Þeir útvega pennavini um allan heim. hjUkrunarnAm Kæri Póstur, Ég hefi aldrei skrifað áður og ég vonast eftir svari. Jæja, nú koma spurningarnar: 1. Hver er happatala, happalitur og happasteinn vatnsberans? 2. Hver er happatala og happa- steinn tvíburanna? 3. i hvaða skóla þarf maður að fara í til þess að verða hjúkrunar- kona? 4. Hvernig fara Ijónið og vatnsber- inn saman? 5. Hvað merkir nafnið Ásbjörg? 6. Hvað merkir nafnið Sigurbjörg? Og svo þetta sama: Hvernig er skriftin og hvað heldur þú að ég sé gömul? Ein frá Neskaupstað. Spurningu 1 og 2 verð ég enn einu sinni að svara með því, að ef lesendur Póstsins hafa áhuga á að fá happatölu sína uppgefna, þá verða þeir að gefa upp fæðingar- dag. En nú sku/um við taka spurn- ingarnar eftir númerum: 3. Hjúkr- un lærirðu i Hjúkrunarskólanum í Reykjavík. 77/ þess að komast í hann þarf viðkomandi að hafa lok- ið landsprófi eða gagnfræðaprófi, ásamt 5. og 6. bekk framha/ds- deildar. Meiri menntun er þó æski- leg og gengur fyrir. Námið tekur 3 ár. 4. Ljónsste/pa og vatnsbera- strákur eiga ekki vel saman, en Ijónsstrákur og vatnsberastelpa geta átt margt sameiginlegt. 5. og 6.: Nafnið Ásbjörg merkir ,,sú sem æsir bjarga". Nafnið Sigur- 10 VIKAN 33. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.