Vikan


Vikan - 18.08.1977, Síða 21

Vikan - 18.08.1977, Síða 21
óþolinmóður. „Þetta er greinilegt slys. í fyrsta lagi var maðurinn morfínneytandi og í öðru lagi---” „Mjög gáfulegt, Cuttle. Þér dragið þessa ályktun út frá sárunum, sem eru á vinstri handleg hans. og ég sem hélt, að þau hefðu komið, þegar hann datt!” Cuttle skildi ekki háðið hjá Larkin og svaraði grafalvarlega: „Nei, þetta eru för eftir morfin- dælu. Þau sjást ævinlega á morfinneytendum. Og það er eng- inn vafiáþvi, hvernigþetta hefurátt sér stað. Maðurinn hefur verið undir áhrifum og því svo máttfar- inn, að hann hefur hrasað. Og 1 fallinu hefur hann rekið höfuðið í lestaropskarminn og brotið höfuð- kúpuna.” „Það hefur sveimér verið fall í lagi! Það hefur ekki einungis mölvað á honum höfuðið, heldur líka snúið við vösum hans!” „Ö, það!” Cuttle bandaði með hendinni, eins og það væri algjör- lega einskis virði. „Það hefur einhver af þriðja farrýmisfarþegum átt leið fram hjá og notað tækifærið til þess að skoða í vasa hans. Það sannar ekkert." „En það gæti víst ekki verið, að einhver hafi drepið hann til þess að ná í eitthvað, sem hann hefði i vösunum?” spurði Larkin. Cuttle hló storkandi. „Gáfaður morðingi, eða hitt þó heldur,” sagði hann við Larkin. „Ef yður langaði til þess að koma einhverjum fyrir kattarnef hér á skipinu, hvað munduð þér gera? ^leygja honum fyrir borð auð vitað. Þér munduð ekki vera svo vitlaus að ganga svo frá líkinu, að allir gætu skoðað það.” „Nei, ekki ef mér ynnist tími til að fleygja því fyrir borð!” svaraði Larkin. „En segjum nú, að ekki hafi unnist tími til þess--” Cuttle þagði. Hann kveikti sér í vindlingi og fleygði eldspýtunni yfir borðstokkinn og stakk höndunum djúpt niður í frakkavasana. Andlit hans varð stíft og arðneskjulegt eins og venjulega, er hann fylgdist með aðförum tveggja háseta, sem tóku lik Arthurs Bonners og báru það á börum aftur á skipið. „Það er nú svo,” muldraði hann. ,, Það er víst best að fara niður og fá sér bjór.” Fólkið yfirgaf staðinn hvert á fætur öðru. Larkin stóð kyrr og horfði á hásetana, er þeir hurfu á brott með börurnar. Fyrst er þeir voru komnir úr augsýn, tók hann eftir Dorothy —. 6. KAFLI Dorothy stóð og lét hallast upp að stoð einni. Hún var klædd hvitum ullarfrakka og hafði brett kraganum upp. Það var eitthvað við útlit hennar, er hún stóð þarna og skalf í morgunkuldanum, sem minnti Larkin á lítið lamb, sem villst hafði frá hjörðinni og stóð i höm undir kofavegg. Hann var raunar viss um, að það var ekki af kulda að hún skalf, heldur einhverju öðru. Hún var sem lömuð. Hún glápti á hann, án þess að hún virtist sjá hann. Svipur hennar minnti á mann, sem gekk í svefni. Hann gekk til hennar. Hún hélt áfram að glápa á hann, eða í gegnum hann. Svipur hennar var alltaf hinn sami. „Góðan daginn, Dorothy,” sagði Larkin. „Góðan daginn.” Hödd hennar var fjarlæg eins og miðilsrödd. „Þetta er Arthur, er það ekki?” spurði Larkin og undraðist sjálfur, hvað hann gat verið nærgætinn í málrómi. „Jú,” svaraði hún. Hún starði ennþá á hann með sama tómleysisaugnaráðinu. „Reynið að gráta, Dorothy,” sagði Larkin blíðlega. „Lofið tár- unum að renna eins og þau vilja. Yður mun verða léttir að þvi." „Ég get ekki grátið, Glen.” Hún horfði alltaf á hann án þess að sjá hann. „Ég get ekki grátið. Tára- kirtlarnir eru þurrir. Það er eins og mér sé sama um allt.” „Já, ég skil það svo vel, en reynið samt, Dot. Þér megið gjaman styðjast við öxl mína, er þér grátið, það sér okkur enginn. Dorothy hristi höfuðið sljólega. En allt í einu virtist sem hún vaknaði af dvala. Það var skelfing í augum hennar, og þau voru eins og augu í barni, sem hefur martröð. Hún rétti fram höndina og greip í handlegg Larkins. Hánn fann neglur hennar nema við hold sitt. „Komið Glen — við skulum fara!” „Fara? — — Hvert?” „Bara héðan burtu.” Larkin hélt af stað frameftir skipinu. Dorothy hélt enn með krampakenndu taki um handlegg hans. Hún gekk við hlið hans með löngum skrefum og fyrirmannlegu fasi. Hann lét hana ráða ferðinni. Hún hélt áfram út að bógnum, eins og hún vildi helst fara hraðara en skipið sjálft. Er þau voru komin svo langt, að lengra varð ekki farið, sleppti hún handlegg hans. Hún studdi olnbog- anum á borðstokkinn, lyfti höfðinu og andaði djúpt að sér og með áfergju þokufullt loftið, á meðan hún hlustaði á öldugljáfrið við skipshliðina. Larkin sneri sér að henni. Framhald í næsta blaði. SKIPULAGÐAR HOPFERÐIR ÖLL ALMENN FERÐAÞJÓNUSTA EINSTAKLINGSFERÐIR Samvinnuferöir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 33. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.